Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Sindri Sverrisson skrifar 23. desember 2024 12:30 Litlu munaði að Gísli Þorgeir Kristjánsson væri á jólamarkaðnum í Magdeburg þegar maður ók þar inn í mannfjöldann og varð fimm manns að bana. Getty/Marco Steinbrenner Þýska handknattleiksdeildin hefur nú samþykkt að heimaleik Magdeburgar við Erlangen, sem fara átti fram annan í jólum, verði frestað um ótilgreindan tíma vegna grimmdarverkanna á jólamarkaðnum í Magdeburg. Áður hafði leik liðsins við Eisenach, sem fara átti fram í gær, verið frestað. Þetta þýðir að Gísli Þorgeir Kristjánsson spilar ekki fleiri leiki með Magdeburg á þessu ári, og raunar ekki aftur fyrr en í febrúar, eftir að heimsmeistaramótinu lýkur í Króatíu. Áður var ljóst að Ómar Ingi Magnússon spilaði ekki meira með liðinu á þessu ári, vegna meiðsla. Það munaði ekki miklu að Gísli og kærasta hans, Rannveig Bjarnadóttir, hefðu verið á jólamarkaðnum þegar maður ók bíl á miklum hraða inn í þvögu fólks á markaðnum. Fimm manns létust í árásinni og 200 slösuðust, og ljóst að mikil sorg ríkir í Magdeburg þar sem um 240.000 manns búa. „Að okkar mati er þetta ekki rétti tíminn til þess að halda stóra viðburði, svo skömmu eftir hryðjuverkaárásina í Magdeburg. Í borg með 240.000 íbúum þá tengjast sennilega allir með einhverjum hætti hinum látnu, slösuðu eða þeim sem nú hlúa að þeim. Þetta hefur áhrif á okkar stuðningsfólk, okkar lið og okkar starfsfólk,“ sagði Marc-Henrik Schmedt, framkvæmdastjóri Magdeburgarliðsins. „Ég tel að fólkið í Magdeburg sé enn í áfalli. Núna er fólk að syrgja hina látnu og styðja við þá sem slösuðust, og að þakka þeim sem komu til bjargar. Við erum sammála borgaryfirvöldum um að það væri óábyrgt að binda öryggisstarfsfólk við handboltaleik í ljósi fjölda minningarathafna og samkoma í dag og næstu daga,“ sagði Schmedt en bætti við að félagið væri meðvitað um hlutverk sitt sem sameiningartákn. Núna þyrfti hins vegar fólk að fá tíma og frið. Eins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýr utanríkisráðherra, benti á í Silfrinu á laugardag kemur sonur hennar því óvenju snemma heim í jólafrí en Gísli og félagar í landsliðinu hefja svo brátt æfingar fyrir heimsmeistaramótið. Allur landsliðshópurinn byrjar formlega æfingar 2. janúar áður en haldið verður svo í vináttulandsleiki við Svía ytra, 9. og 11. janúar, en fyrsti leikur á HM er við Grænhöfðaeyjar 16. janúar. Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Sjá meira
Áður hafði leik liðsins við Eisenach, sem fara átti fram í gær, verið frestað. Þetta þýðir að Gísli Þorgeir Kristjánsson spilar ekki fleiri leiki með Magdeburg á þessu ári, og raunar ekki aftur fyrr en í febrúar, eftir að heimsmeistaramótinu lýkur í Króatíu. Áður var ljóst að Ómar Ingi Magnússon spilaði ekki meira með liðinu á þessu ári, vegna meiðsla. Það munaði ekki miklu að Gísli og kærasta hans, Rannveig Bjarnadóttir, hefðu verið á jólamarkaðnum þegar maður ók bíl á miklum hraða inn í þvögu fólks á markaðnum. Fimm manns létust í árásinni og 200 slösuðust, og ljóst að mikil sorg ríkir í Magdeburg þar sem um 240.000 manns búa. „Að okkar mati er þetta ekki rétti tíminn til þess að halda stóra viðburði, svo skömmu eftir hryðjuverkaárásina í Magdeburg. Í borg með 240.000 íbúum þá tengjast sennilega allir með einhverjum hætti hinum látnu, slösuðu eða þeim sem nú hlúa að þeim. Þetta hefur áhrif á okkar stuðningsfólk, okkar lið og okkar starfsfólk,“ sagði Marc-Henrik Schmedt, framkvæmdastjóri Magdeburgarliðsins. „Ég tel að fólkið í Magdeburg sé enn í áfalli. Núna er fólk að syrgja hina látnu og styðja við þá sem slösuðust, og að þakka þeim sem komu til bjargar. Við erum sammála borgaryfirvöldum um að það væri óábyrgt að binda öryggisstarfsfólk við handboltaleik í ljósi fjölda minningarathafna og samkoma í dag og næstu daga,“ sagði Schmedt en bætti við að félagið væri meðvitað um hlutverk sitt sem sameiningartákn. Núna þyrfti hins vegar fólk að fá tíma og frið. Eins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýr utanríkisráðherra, benti á í Silfrinu á laugardag kemur sonur hennar því óvenju snemma heim í jólafrí en Gísli og félagar í landsliðinu hefja svo brátt æfingar fyrir heimsmeistaramótið. Allur landsliðshópurinn byrjar formlega æfingar 2. janúar áður en haldið verður svo í vináttulandsleiki við Svía ytra, 9. og 11. janúar, en fyrsti leikur á HM er við Grænhöfðaeyjar 16. janúar.
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti