Dell varð fyrir meiðslunum þegar hann greip sendingu og skoraði snertimark um síðustu helgi, í þriðja leikhluta í 27-19 tapi Houston Texans gegn Kansas City Chiefs.
Hann var fluttur af vellinum með sjúkrabíl og gisti nóttina á sjúkrahúsi en var sleppt strax á sunnudag. Texans tilkynntu svo í dag að hann myndi gangast undir aðgerð bráðlega og vera frá keppni út tímabilið að minnsta kosti.
Texans HC DeMeco Ryans says WR Tank Dell suffered dislocated kneecap, torn ACL and other damage; will undergo season-ending surgery. pic.twitter.com/wuvFdKhIAf
— NFL (@NFL) December 23, 2024
Þetta er aðeins annað tímabil Dell í NFL deildinni en hann lenti líka í slæmum meiðslum sem nýliði á síðasta tímabili. Þá fótbrotnaði hann í þrettándu umferð og þurfti að sitja hjá út tímabilið.
Ekki nóg með það heldur lenti Dell líka í skotárás á skemmtistað í Flórída í vor, en hann hlaut ekki mjög alvarlega áverka af þeirri árás og jafnaði sig fljótt.