Björgunarbáturinn Jón Gunnlaugsson og lóðsbáturinn Þjótur voru mannaðir og náðu að koma bátnum aftur að bryggju þar sem landfestar voru tryggðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Í Vestmannaeyjum var Björgunarfélag Vestmannaeyja einnig kallað út vegna flutningabíls sem stóð skammt frá Eldfelli en vindurinn var við það að rjúfa þekju tengivagnsins sem hefði þá getað splundrast vegna vinds en komið var í veg fyrir það.