76ers sóttu sigur úr Garðinum Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. desember 2024 01:05 Joel Embiid sótti sér jólagjöf úr Garðinum. Brian Fluharty/Getty Images Boston Celtics tóku á móti Philadelphia 76ers í TD Garden í stórleik jóladags í austurdeildinni. 76ers sluppu með 114-118 sigur eftir stórkostlegan leik, þar sem þeir leiddu framan af en voru hársbreidd frá því að missa leikinn frá sér. 76ers spiluðu betur í fyrri hálfleik og leiddu mest með sextán stigum en Celtics mættu öflugri út í seinni hálfleik og staðan jöfn þegar þriðja leikhluta lauk. Tatum from the midrange 💰Celtics take the lead in the 3Q! pic.twitter.com/Ur2J2ccWoo— NBA (@NBA) December 25, 2024 Fjórði leikhluti var æsispennandi. Hann hófst á góðu áhlaupi 76ers sem höfðu fimmtán stiga forystu eftir fyrstu fimm mínúturnar, en þá fór að hitna undir heimamönnum. Stemningin í húsinu jókst með hverri körfu sem Celtics settu, jólaandinn virtist svífa í loftinu og skyndilega, eða þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum, munaði aðeins þremur stigum. 76ers höfðu þá tapað boltanum þrisvar í röð og útlitið svart. CELTICS CUT IT TO 3 👀An 11-0 run is capped off by this defense to offense!🎄 PHI-BOS | #NBAXmas | 2:25 in the 4Q🎁 ABC, ESPN, ESPN+ & Disney+ pic.twitter.com/4bUzJZKACg— NBA (@NBA) December 26, 2024 The crowd is ROCKING in Boston 🍀 https://t.co/yE6UDZWvdX pic.twitter.com/QGSR2qvzi8— NBA (@NBA) December 26, 2024 En eftir leikhlé hysjuðu þeir aftur upp um sig og þegar rúm mínúta var eftir setti Tyrese Maxey ótrúlega körfu sem svo gott sem vann leikinn. 76ers áttu þá innkast þegar aðeins 1,1 sekúnda var eftir af skotklukkunni, en tókst að koma boltanum í leik og ofan í áður en hún rann út. TYRESE MAXEY BEATS THE SHOT CLOCK 🚨 pic.twitter.com/AzCR1WPOjx— ESPN (@espn) December 26, 2024 Celtics gerðu strangheiðarlega tilraun til að jafna leikinn, Jaylen Brown minnkaði muninn í tvö stig með frábæru þriggja stiga skoti. Síðan var brotið á Joel Embiid, sem hafði tekið furðulegar ákvarðanir í fjórða leikhluta, en setti bæði vítin og tryggði 76ers 114-118 sigur, sinn áttunda í síðustu ellefu leikjum. 76ers eru að rífa sig upp af botninum eftir skelfilega byrjun og sitja nú í ellefta sæti deildarinnar, með 11 sigra og 17 töp. Celtics eru í öðru sæti með 22 sigra og 8 töp. Tyrese Maxey átti sannkallaðan stórleik, skoraði 33 stig, greip 4 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Jayson Tatum var litlu síðri, skoraði 32 stig, greip 15 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Tyrese Maxey was the 🌟 at the top of the tree for Philly on #NBAXmas! 🎄 33 PTS🎄 12 AST🎄 3 STL🎄 3 3PMThe 76ers are 8-3 in their last 11! pic.twitter.com/gPee22UXnF— NBA (@NBA) December 26, 2024 NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
76ers spiluðu betur í fyrri hálfleik og leiddu mest með sextán stigum en Celtics mættu öflugri út í seinni hálfleik og staðan jöfn þegar þriðja leikhluta lauk. Tatum from the midrange 💰Celtics take the lead in the 3Q! pic.twitter.com/Ur2J2ccWoo— NBA (@NBA) December 25, 2024 Fjórði leikhluti var æsispennandi. Hann hófst á góðu áhlaupi 76ers sem höfðu fimmtán stiga forystu eftir fyrstu fimm mínúturnar, en þá fór að hitna undir heimamönnum. Stemningin í húsinu jókst með hverri körfu sem Celtics settu, jólaandinn virtist svífa í loftinu og skyndilega, eða þegar tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum, munaði aðeins þremur stigum. 76ers höfðu þá tapað boltanum þrisvar í röð og útlitið svart. CELTICS CUT IT TO 3 👀An 11-0 run is capped off by this defense to offense!🎄 PHI-BOS | #NBAXmas | 2:25 in the 4Q🎁 ABC, ESPN, ESPN+ & Disney+ pic.twitter.com/4bUzJZKACg— NBA (@NBA) December 26, 2024 The crowd is ROCKING in Boston 🍀 https://t.co/yE6UDZWvdX pic.twitter.com/QGSR2qvzi8— NBA (@NBA) December 26, 2024 En eftir leikhlé hysjuðu þeir aftur upp um sig og þegar rúm mínúta var eftir setti Tyrese Maxey ótrúlega körfu sem svo gott sem vann leikinn. 76ers áttu þá innkast þegar aðeins 1,1 sekúnda var eftir af skotklukkunni, en tókst að koma boltanum í leik og ofan í áður en hún rann út. TYRESE MAXEY BEATS THE SHOT CLOCK 🚨 pic.twitter.com/AzCR1WPOjx— ESPN (@espn) December 26, 2024 Celtics gerðu strangheiðarlega tilraun til að jafna leikinn, Jaylen Brown minnkaði muninn í tvö stig með frábæru þriggja stiga skoti. Síðan var brotið á Joel Embiid, sem hafði tekið furðulegar ákvarðanir í fjórða leikhluta, en setti bæði vítin og tryggði 76ers 114-118 sigur, sinn áttunda í síðustu ellefu leikjum. 76ers eru að rífa sig upp af botninum eftir skelfilega byrjun og sitja nú í ellefta sæti deildarinnar, með 11 sigra og 17 töp. Celtics eru í öðru sæti með 22 sigra og 8 töp. Tyrese Maxey átti sannkallaðan stórleik, skoraði 33 stig, greip 4 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Jayson Tatum var litlu síðri, skoraði 32 stig, greip 15 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Tyrese Maxey was the 🌟 at the top of the tree for Philly on #NBAXmas! 🎄 33 PTS🎄 12 AST🎄 3 STL🎄 3 3PMThe 76ers are 8-3 in their last 11! pic.twitter.com/gPee22UXnF— NBA (@NBA) December 26, 2024
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti