Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Lillý Valgerður Pétursdóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 26. desember 2024 19:33 Frá Súðarvíkurhlíð í dag. aðsend Snjóflóðahætta er á Vestfjörðum eftir mikið fannfergi síðustu daga og er vegurinn um Súðavíkurhlíð lokaður. Nokkur snjóflóð féllu á vegi á Vestfjörðum í nótt. Leiðindaveður hefur verið víða um land um jólahátíðina og töluverð ofankoma og hvasst. Á Vestfjörðum hefur snjónum kyngt niður. „Suðvestan éljagangur frá því á aðfangadag og búinn að vera safnast snjór svona hægt og hægt í fjöll og féllu nokkur flóð á Súðavíkurhlíð og nokkrum fleiri stöðum í nótt,“ segir Óliver Hilmarsson sérfræðingur á sviði snjóflóða hjá Veðurstofu Íslands. Þá féllu líka snjóflóð á veginn upp á Gemlufallsheiði í Bjarnadal og í Súgandafirði á leiðinni til Suðureyrar. Um klukkan eitt í dag var vegurinn um Súðavíkurhlíð mokaður og umferð hleypt á veginn í nokkrar klukkustundir. „Vegagerðin nýtti þann glugga til að opna og hleypa umferð um veginn og svo er útlit fyrir að það fari að snjóa núna, koma skil yfir Vestfirði, og á að fara að snjóa samfellda snjókomu frekar en éljagang. Svo er útlit fyrir að það fari að rigna láglendi seint í kvöld og nótt en að það hvessi aftur með hvassri suðvestan átt og það taki aftur við þetta sama verður á morgun. En svo er í norðanátt á laugardag og svo er útlit fyrir að þetta fari nú að hætta og það verði skaplegt veður eftir sunnudag.“ Þá hefur víða verið þung færð á vegum landsins síðustu daga. Þannig voru Hellisheiði og Holtavörðuheiði ófærar um tíma og það sama á við um Öxnadalsheiði. Þá hefur víða verið flughált í dag en harður árekstur tveggja bíla varð í nágrenni Fagurhólsmýrar í Öræfum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og sex fluttir með henni á slysadeild Landspítalans en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru meiðsl þeirra ekki jafn alvarleg og fyrst var haldið. Þá er snjóflóðahætta enn í gildi á Vestfjörðum og er viðbúið að hún verði þá þar til um helgina. „Það er bara áfram snjóflóðahætta undir þessum bröttu hlíðum og vegum sem eru mjög nálægt hlíðinni eins og Súðavíkurhlíð og það eru fleiri svoleiðis staðir en það er engin hætta í byggð eins og er. Svo er bara útlit fyrir fínasta veður eftir sunnudaginn en þá kólnar mikið. Spáir talsverðu frosti.“ Náttúruhamfarir Snjóflóð á Íslandi Veður Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Sjá meira
Leiðindaveður hefur verið víða um land um jólahátíðina og töluverð ofankoma og hvasst. Á Vestfjörðum hefur snjónum kyngt niður. „Suðvestan éljagangur frá því á aðfangadag og búinn að vera safnast snjór svona hægt og hægt í fjöll og féllu nokkur flóð á Súðavíkurhlíð og nokkrum fleiri stöðum í nótt,“ segir Óliver Hilmarsson sérfræðingur á sviði snjóflóða hjá Veðurstofu Íslands. Þá féllu líka snjóflóð á veginn upp á Gemlufallsheiði í Bjarnadal og í Súgandafirði á leiðinni til Suðureyrar. Um klukkan eitt í dag var vegurinn um Súðavíkurhlíð mokaður og umferð hleypt á veginn í nokkrar klukkustundir. „Vegagerðin nýtti þann glugga til að opna og hleypa umferð um veginn og svo er útlit fyrir að það fari að snjóa núna, koma skil yfir Vestfirði, og á að fara að snjóa samfellda snjókomu frekar en éljagang. Svo er útlit fyrir að það fari að rigna láglendi seint í kvöld og nótt en að það hvessi aftur með hvassri suðvestan átt og það taki aftur við þetta sama verður á morgun. En svo er í norðanátt á laugardag og svo er útlit fyrir að þetta fari nú að hætta og það verði skaplegt veður eftir sunnudag.“ Þá hefur víða verið þung færð á vegum landsins síðustu daga. Þannig voru Hellisheiði og Holtavörðuheiði ófærar um tíma og það sama á við um Öxnadalsheiði. Þá hefur víða verið flughált í dag en harður árekstur tveggja bíla varð í nágrenni Fagurhólsmýrar í Öræfum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og sex fluttir með henni á slysadeild Landspítalans en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru meiðsl þeirra ekki jafn alvarleg og fyrst var haldið. Þá er snjóflóðahætta enn í gildi á Vestfjörðum og er viðbúið að hún verði þá þar til um helgina. „Það er bara áfram snjóflóðahætta undir þessum bröttu hlíðum og vegum sem eru mjög nálægt hlíðinni eins og Súðavíkurhlíð og það eru fleiri svoleiðis staðir en það er engin hætta í byggð eins og er. Svo er bara útlit fyrir fínasta veður eftir sunnudaginn en þá kólnar mikið. Spáir talsverðu frosti.“
Náttúruhamfarir Snjóflóð á Íslandi Veður Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Sjá meira