Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. desember 2024 14:03 Mjög mikið er byggt af nýju húsnæði í Hveragerði og sömu sögu er að segja um Sveitarfélagið Ölfuss og Sveitarfélagið Árborg. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sjaldan eða aldrei hefur verið byggt eins mikið af nýju íbúðarhúsnæði í Hveragerði eins og á þessu ári enda fjölgar fólki ört í bæjarfélaginu. Bæjarstjórinn segir greinilegt að ungt fólk sé að horfa frá höfuðborgarsvæðinu austur fyrir fjall. Mikil uppbygging hefur átt sér á Árborgarsvæðinu á árinu 2024, sem er nú senn að ljúka en þá er átt við Sveitarfélagið Árborg, Sveitarfélagið Ölfus og Hveragerðisbæ. Öll sveitarfélögin hafa samþykkt fjárhagsáætlun fyrir nýtt ár og gefa þær allar fyrirheit um áframhaldandi uppbyggingu og vöxt í sveitarfélögunum. Pétur G. Markan, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir að nýtt ár líti mjög vel út hjá Hveragerðisbæ. „Það er náttúrulega mikið af verkefnum, mikið af fjárfestingum hérna. Við erum í heilmikilli uppbyggingu íþróttamannvirkja, íþróttahús og gervigrasvöllur og svo erum við að brjóta land og götur. Þannig að það er mikið um að vera og þetta svæði í heildinni verður örugglega það svæði á sveitarstjórnarstiginu, sem er mest spenna fyrir næstu 10 til 20 árin og jafnvel lengur. Það er bara ofboðsleg gæði hérna og Hveragerðisbær hefur alveg ótrúlegan reit, ótrúlegt hreiður, sem að skapar okkur sérstöðu og hér mun fólk vilja búa í meira mæli,” segir Pétur. Pétur G. Markan, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sem segir að ungt fólk sé að horfa frá höfuðborgarsvæðinu yfir heiðina austur yfir og koma fyrir sér fótunum og byggja.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pétur hrósar bæjarfulltrúum í Hveragerði, þar sé góð eining og allir vinni saman, sem sé mjög mikilvægt eins og í kringum fjárhagsáætlunargerð og fleiri stór verkefni. Og íbúum í Hveragerði fjölgar og fjölgar enda byggt og byggt. „Já og maður finnur að ungt fólk er að horfa frá höfuðborgarsvæðinu yfir heiðina austur yfir og koma fyrir sér fótunum og byggja”, segir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Hveragerði Árborg Ölfus Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira
Mikil uppbygging hefur átt sér á Árborgarsvæðinu á árinu 2024, sem er nú senn að ljúka en þá er átt við Sveitarfélagið Árborg, Sveitarfélagið Ölfus og Hveragerðisbæ. Öll sveitarfélögin hafa samþykkt fjárhagsáætlun fyrir nýtt ár og gefa þær allar fyrirheit um áframhaldandi uppbyggingu og vöxt í sveitarfélögunum. Pétur G. Markan, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir að nýtt ár líti mjög vel út hjá Hveragerðisbæ. „Það er náttúrulega mikið af verkefnum, mikið af fjárfestingum hérna. Við erum í heilmikilli uppbyggingu íþróttamannvirkja, íþróttahús og gervigrasvöllur og svo erum við að brjóta land og götur. Þannig að það er mikið um að vera og þetta svæði í heildinni verður örugglega það svæði á sveitarstjórnarstiginu, sem er mest spenna fyrir næstu 10 til 20 árin og jafnvel lengur. Það er bara ofboðsleg gæði hérna og Hveragerðisbær hefur alveg ótrúlegan reit, ótrúlegt hreiður, sem að skapar okkur sérstöðu og hér mun fólk vilja búa í meira mæli,” segir Pétur. Pétur G. Markan, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sem segir að ungt fólk sé að horfa frá höfuðborgarsvæðinu yfir heiðina austur yfir og koma fyrir sér fótunum og byggja.Magnús Hlynur Hreiðarsson Pétur hrósar bæjarfulltrúum í Hveragerði, þar sé góð eining og allir vinni saman, sem sé mjög mikilvægt eins og í kringum fjárhagsáætlunargerð og fleiri stór verkefni. Og íbúum í Hveragerði fjölgar og fjölgar enda byggt og byggt. „Já og maður finnur að ungt fólk er að horfa frá höfuðborgarsvæðinu yfir heiðina austur yfir og koma fyrir sér fótunum og byggja”, segir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.
Hveragerði Árborg Ölfus Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira