Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. janúar 2025 10:58 Danskir framhaldsskólar hafa prófað sig áfram ið að stemma stigu við snjallsímanotkun ungmenna á skólatíma. Mynd úr safni. Getty/Matt Cardy Snjallsímar nýnema við Verslunarskólann Saxogade í Álaborg í Danmörku voru læstir inni í skáp fyrstu þrjár vikur skólaársins. Tilraunin þykir hafa gefið góða raun og athygli nemenda sögð miklu betri í kennslustundum. Fleiri menntaskólar á Norður-Jótlandi hafa góða reynslu af snjallsímalausu skólastarfi og til greina kemur að endurtaka leikinn við uppaf næsta skólaárs. DR fjallaði í gær um reynslu nokkurra danskra framhaldsskóla af símalausu skólastarfi við upphaf skólaárs hjá nýnemum við skólana. „Ég var ánægð með að vera ekki með símann, annars væri ég farin aftur til gömlu vinkvennanna og hefði ekki talað við neina nýja í bekknum mínum,“ segir Isabella Bonde, nemandi á fyrsta ári við Verslunarskólann Saxogade í Álaborg við DR. Þá segir rektor skólans að nemendurnir hafi tekið verkefninu það vel að þau hafi sjálf ákveðið að pakka niður símunum aftur þegar kennsla hófst í nýjum fögum nýlega. „Þau tala meira saman og það er auðveldara að kynnast öðrum. Það er auðveldara að nálgast þá sem ekki sitja með nefið ofan í símanum og virðist vera upptekin,“ segir rektorinn Rikke Christoffersen. Það getur verið freistandi að fylgjast með því hvað er að gerast á samfélagsmiðlum, jafnvel á skólatíma.Getty/Anna Barclay Í Vesthimmerlands framhaldsskóla eiga nemendur sem hefja nám á þessu skólaári að leggja símanum til hliðar áður en kennslustund hefst. Þetta segi kennarar við skólann hafa gefist vel. „Kennararnir finna að nemendur eru áberandi meira til staðar í tíma, þegar þeir eru ekki með símann, því þeir verða ekki fyrir sífelldri truflun,“ er haft eftir Nis Stærke, lektor og formaður fræðslunefndar skólans. Fyrir ári síðan sendu menntamálayfirvöld í Danmörku frá sér tólf ráðleggingar um skjánotkun á framhaldsskólastiginu. Margir framhaldsskólar hófu því skólaárið með því að innleiða tillögurnar sem fela í sér hertar reglur um skjánotkun á skólatíma. Ráðleggingunum er skipt í þrjá flokka sem nánar er fjallað um í frétt DR. Í grófum dráttum felast þær í því að skólinn setji sameiginlegan ramma um skjánotkun, ákveði hvernig takmarka megi stafræna truflun og tryggi gott jafnvægi milli hins hliðræna og hins stafræna. Einhverjir foreldrar hafa gert athugasemdir við að þau geti ekki haft samband við börnin sín öllum stundum og einhverjir nemendur hafa einnig hvartað yfir því að geta ekki nýtt símann sem hjálpartæki við nám og þykir valfrelsi þeirra vera skert. Engu að síður stendur til að afla frekari gagna um árangurinn af símabanninu með það fyrir augum að taka ákvörðun um hvort því verði framhaldið á næsta skólaári. Danmörk Stafræn þróun Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira
DR fjallaði í gær um reynslu nokkurra danskra framhaldsskóla af símalausu skólastarfi við upphaf skólaárs hjá nýnemum við skólana. „Ég var ánægð með að vera ekki með símann, annars væri ég farin aftur til gömlu vinkvennanna og hefði ekki talað við neina nýja í bekknum mínum,“ segir Isabella Bonde, nemandi á fyrsta ári við Verslunarskólann Saxogade í Álaborg við DR. Þá segir rektor skólans að nemendurnir hafi tekið verkefninu það vel að þau hafi sjálf ákveðið að pakka niður símunum aftur þegar kennsla hófst í nýjum fögum nýlega. „Þau tala meira saman og það er auðveldara að kynnast öðrum. Það er auðveldara að nálgast þá sem ekki sitja með nefið ofan í símanum og virðist vera upptekin,“ segir rektorinn Rikke Christoffersen. Það getur verið freistandi að fylgjast með því hvað er að gerast á samfélagsmiðlum, jafnvel á skólatíma.Getty/Anna Barclay Í Vesthimmerlands framhaldsskóla eiga nemendur sem hefja nám á þessu skólaári að leggja símanum til hliðar áður en kennslustund hefst. Þetta segi kennarar við skólann hafa gefist vel. „Kennararnir finna að nemendur eru áberandi meira til staðar í tíma, þegar þeir eru ekki með símann, því þeir verða ekki fyrir sífelldri truflun,“ er haft eftir Nis Stærke, lektor og formaður fræðslunefndar skólans. Fyrir ári síðan sendu menntamálayfirvöld í Danmörku frá sér tólf ráðleggingar um skjánotkun á framhaldsskólastiginu. Margir framhaldsskólar hófu því skólaárið með því að innleiða tillögurnar sem fela í sér hertar reglur um skjánotkun á skólatíma. Ráðleggingunum er skipt í þrjá flokka sem nánar er fjallað um í frétt DR. Í grófum dráttum felast þær í því að skólinn setji sameiginlegan ramma um skjánotkun, ákveði hvernig takmarka megi stafræna truflun og tryggi gott jafnvægi milli hins hliðræna og hins stafræna. Einhverjir foreldrar hafa gert athugasemdir við að þau geti ekki haft samband við börnin sín öllum stundum og einhverjir nemendur hafa einnig hvartað yfir því að geta ekki nýtt símann sem hjálpartæki við nám og þykir valfrelsi þeirra vera skert. Engu að síður stendur til að afla frekari gagna um árangurinn af símabanninu með það fyrir augum að taka ákvörðun um hvort því verði framhaldið á næsta skólaári.
Danmörk Stafræn þróun Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira