Lífið samstarf

Láttu draumana rætast með Úr­val Út­sýn

Úrval Útsýn
Starfsfólk Úrvals Útsýnar hjálpar Íslendingum að velja réttu draumaferðina, hvort sem það er skemmtileg skíðaferð, ferð í sólina, spennandi borgarferð eða ævintýraferð á fjarlægar slóðir. 
Starfsfólk Úrvals Útsýnar hjálpar Íslendingum að velja réttu draumaferðina, hvort sem það er skemmtileg skíðaferð, ferð í sólina, spennandi borgarferð eða ævintýraferð á fjarlægar slóðir. 

Þegar kuldinn og myrkrið umvefur landsmenn er fátt betra en að láta sig dreyma um skemmtilega skíðaferð, sólríkar strendur, spennandi borgir eða ævintýraferð á fjarlægum slóðum. Það er lítið mál að láta drauminn rætast með því að hafa samband við Úrval Útsýn og fá aðstoð reyndra starfsmanna við skipulagningu draumafrísins en ferðaskrifstofan fagnar 70 ára afmæli í ár.

Skíðalífið er einfalt og ljúft í Madonna

Skíðaferðir Úrvals Útsýnar hafa notið mikilla vinsælda í langan tíma og er Madonna á Ítalíu vinsælasta skíðasvæðið sem boðið er upp á. Madonna er einn þekktasti skíðabær Ítalíu og státar af fjölbreyttu skíðasvæði við allra hæfi, fallegum hótelum, glæsilegum veitingastöðum, verslunum og fallegu umhverfi.

Fararstjórar í skíðaferðum til Madonna eru hjónin Dinna og Helgi en þau eru hokin af reynslu þegar kemur að skíðaíþróttinni og skipulagningu skíðaferða. „Við Helgi höfum skíðað víða um veröld á langri skíðaævi og Madonna tikkar í öll boxin,“ segir Dinna. „Þetta er sólríkur staður með milt veðurfar og náttúrufegurðin er auðvitað yfirþyrmandi í Dólómítunum. Skíðasvæðið er mjög fjölbreytt og uppfyllir kröfur flestra skíðamanna þannig að allir fá eitthvað við sitt hæfi.“

Helgi og Dinna  eru fararstjórar í skíðaferðum til Madonna en hjónin eru hokin af reynslu þegar kemur að skíðaíþróttinni og skipulagningu skíðaferða.Mynd/Úr einkasafni.

Kláfarnir ganga upp úr bænum á þremur stöðum þannig að flest hótel Úrvals Útsýnar eru rétt við flutningsleiðirnar upp á skíðasvæðin. „Það er líka mjög eftirsóknarvert að þurfa ekki að ganga langa leið með skíðabúnaðinn í lyftur eða reiða sig á almenningssamgöngur.“

Svo er Madonna auðvitað á Ítalíu sem þýðir að matur og drykkur er fyrsta flokks. „Litli bærinn er fullur af dásamlegum veitingastöðum sem vert er að prófa. Fólkið í fjöllunum er gestrisið og hótel og veitingastaðir eru yfirleitt í eigu fjölskyldna sem hafa sinnt ferðaþjónustu mann fram af manni í dalnum.“

Fararstjórarnir tveir taka á móti skíðafólkinu í Verona og skila því aftur á flugvöllinn viku síðar. „Við leiðbeinum með kennslu og leigu á búnaði og erum á vaktinni og innan handar ef eitthvað kemur upp á“.

Bítlabarinn í Madonna er vinsæll viðkomustaður meðal íslenskra skíðaiðkenda.Mynd/Úr einkasafni.

Utan Madonna býður Úrval Útsýn líka upp á vinsælar skíðaferðir til Arabba, Canazei og Pinzolo.


Fyrir utan spennandi skíðaferðir býður Úrval Útsýn upp á fjöldann allan af skemmtilegum ferðum í sólina, spennandi borgarferðir og mikið úrval sérferða um allan heim.

Einn vinsælasti áfangastaður Úrvals Útsýnar frá upphafi

Það er ekki erfitt að skilja vinsældir Gran Canariameðal Íslendinga. Eyjan státar af stöðugu hitastigi og þægilegu loftslagi allt árið um kring, fallegum og hreinum ströndum, fallegu landslagi og miklu úrvali af fjölbreyttri afþreyingu. Hægt er að velja úr fjölda góðra hótela af öllum stærðum og gerðum við Ensku ströndina, Meloneras svæðið, Puerto Rico, Puerto de Mogan og í höfuðborginni Las Palmas. Kynntu þér betur áfangastaðinn Gran Canaria.

Paradísareyjan Tenerife er þekkt fyrir einstaka veðursæld, hreinar og fallegar strendur og fjölbreytta afþreyingu fyrir alla aldurshópa. 

Það skemmta sér allir vel á paradísareyjunni Tenerife

Paradísareyjuna Tenerifeþarf ekki að kynna fyrir landsmönnum, svo vinsæl hefur hún verið undanfarna áratugi. Eins og systureyjan Gran Canaria í vestri er Tenerife þekkt fyrir einstaka veðursæld, hreinar og fallegar strendur og fjölbreytta afþreyingu fyrir alla aldurshópa. Þar má helst nefna Siam Park, sem er flottasti vatnsrennibrautagarður heims, og hinn stórglæsilegi dýragarður Loro Parque. Fjöldi gististaða er í boði, allt frá íbúðum upp í stórglæsileg hótel. Kynntu þér betur áfangastaðinn Tenerife.

Almeria er oft kölluð drauma áfangastaður fjölskyldunnar enda fallegt og rólegt svæði þar sem fer vel um börn og fullorðna.

Sannkallaður drauma áfangastaður fyrir fjölskylduna

Borgin Almería, sem er staðsett í Andalúsíu á Spáni, er oft kölluð drauma áfangastaður fjölskyldunnar enda fallegt og rólegt svæði þar sem fer vel um börn og fullorðna. Þar má finna sólríkar sandstrendur, ekta spænska menningu og úrval af góðum veitingastöðum og glæsilegum gististöðum. Allt í kringum Almería er fjöldi lítilla þorpa, hvert með sitt einkenni og sjarma, sem er gaman að heimsækja. Kynntu þér betur áfangastaðinn Almería.

Krít býður upp á mjög fjölbreytt landslag, frábærar strendur og eyðivíkur, hæglátt þorpslíf í bland við iðandi borgarlíf og einstaklega góðan mat.

Eitt besta loftslag Evrópu

Það er óhætt að segja að andrúmsloftið og menningin á grísku eyjunni Krít sé einstök. Þar skín sólin flesta daga ársins en hægur andvari af hafi gerir loftslagið eitt það besta í Evrópu. Á Krít má finna mjög fjölbreytt landslag, frábærar strendur og eyðivíkur, hæglátt þorpslíf í bland við iðandi borgarlíf og einstaklega góðan mat. Ekki má gleyma úrvali af frábærum skoðunarferðum sem eru í boði en þar má m.a. nefna gönguferð um Samariagljúfrið og ævintýrasiglingu til eyjarinnar Santorini. Kynntu þér betur áfangastaðinn Krít.

Sá sem heimsækir Gardavatn einu sinni vill koma aftur og aftur enda uppgötva gestir nýja og spennandi staði í hverri ferð.

Það verður enginn ósnortinn af fegurð Gardavatns og nágrennis

Gardavatn er ein þekktasta perla Ítalíu en staðurinn er frægur fyrir náttúrufegurð, há fjöll sem umlykja vatnið, ótal fallega smábæi, strendur og vínframleiðslu. Sá sem heimsækir Gardavatn einu sinni vill koma aftur og aftur enda uppgötva gestir nýja og spennandi staði í hverri ferð. Vatnið og nágrenni þess býður upp á fjölmargar leiðir til útivistar auk þess sem fjölskyldu- og skemmtigarðurinn Gardalandia nýtur mikilla vinsælda.

Frá Veróna er líka stutt í fjölmargar aðrar perlur Ítalíu, svo sem Feneyjar, Toscana, Flórens og Dólómítafjalla.

Úrval Útsýn býður upp á beint flug til Veróna en þaðan er hægt að taka rútu og lest að Gardavatni sem tekur um 30-35 mínútur. Frá Veróna er líka stutt í fjölmargar aðrar perlur Ítalíu, svo sem Feneyjar, Toscana, Flórens og Dólómítafjalla en þessir staðir eru í um 1,5 - 3 klst. ökufjarlægð frá Verona. Kynntu þér betur áfangastaðinn Gardavatn og hvaða perlur má finna í nágrenni Veróna.

Heillandi borgarlíf í bland við frábært strandlíf

Alicante borg er staðsett í hjarta Costa Blanca á Spáni og er höfuðborg héraðsins. Borgin sameinar heillandi borgarlíf með fjörugum miðbæ og frábært strandlíf en 7 km strönd liggur meðfram borginni þar sem einmitt öll hótel Úrvals Útsýnar eru staðsett. Fjöldi frábærra veitingastaða endurspeglar þá miklu matar- og vínmenningu sem ríkir þar. Í borginni má finna fjölda áhugaverðra safna, sögulegar minjar, þekktar verslanir og skemmtilega markaði. Skemmtanaþyrstir ferðalangar geta svo valið á milli ótal öldurhúsa og diskóteka. Kynntu þér betur áfangastaðinn Alicante.

Veróna á Ítalíu er gullfallega borg býður upp á fjölbreytt mannlíf, fjölda skemmtilegra torga og þröngar götur, mikinn fjölda stórra og smárra verslana og enn fleiri veitinga- og kaffihús. 

Heimsókn til Veróna gleymist seint

Frá júní fram í lok september verður boðið upp á helgarferðir í beinu flugi til borgarinnar Veróna á Ítalíu. Þessi gullfallega borg býður upp á fjölbreytt mannlíf, fjölda skemmtilegra torga og þröngar götur, mikinn fjölda stórra og smárra verslana og enn fleiri veitinga- og kaffihús. Meðal vinsælla viðkomustaða ferðamanna má nefna gamla bæinn með sínum skemmtilegu þröngu götum, Giardino giusti garðinn, rómverska hringleikahúsið, flóamarkaðinn á Piazza San Zeno, brýrnar yfir borgarfljótið Adige, listasöfn og gallerí. Kynntu þér betur áfangastaðinn Veróna.

Vinsæll fjölskyldustaður sem býður upp á fjörugt næturlíf

Íslendingar þekkja Benidorm mjög vel enda hafa þeir sótt þangað í áratugi. Benidorm sameinar víðfrægt næturlíf og fjörugt strandlíf og þangað flykkist fólk til að njóta tilverunnar, hvílast og skemmta sér. Það er þó fleira en næturlíf og strendur sem trekkja að. Benidorm er líka vinsæll fjölskyldustaður sem býður m.a. upp á skemmtigarðinn Terra Mitica sem er fjörugur fjölskyldu- og skemmtigarður. Aqualandia er skemmtilegur vatnsskemmtigarður fyrir alla fjölskylduna og Mundomar er sædýragarður með höfrunga- og sæljónasýningum. Í hlíðunum í kringum Benidorm má svo finna mörg lítil og falleg þorp sem bjóða upp á mikil ævintýri. Kynntu þér nánar áfangastaðinn Benidorm.

Úrval Útsýn býður upp á nokkra spennandi áfangastaði á Costa Blanca ströndinni, m.a. Benidorm, Alicante, Calpe, Albir og Altea.

Perla Costa Blanca strandarinnar

Það er engin tilviljun að Calpe svæðið er kallað perla Costa Blanca strandarinnar enda er svæðið rómað fyrir hvítan sand og túrkísblátt haf. Bærinn á sér langa og merkilega sögu sem sést m.a. í fallegum mannvirkjum og fjölbreyttri menningu. Á svæðinu eru margir góðir veitingastaðir, ekki síst staðir sem sérhæfa sig í ljúffengum sjávarréttum. Yfir svæðinu trónir svo Penón de Ifachkletturinn sem býður upp á stórskemmtilegar gönguleiðir og stórbrotið útsýni yfir hafið og nærliggjandi svæði. Kynntu þér nánar áfangastaðinn Calpe.

Það er auðvelt að njóta lífsins í Albir og Altea

Stutt er á milli bæjarins Albir og þorpsins Altea en í sameiningu mynda þessir staðir einstaklega þægilegt svæði fyrir fjölskyldufólk í friðsælu umhverfi. Það er því auðvelt að njóta lífsins á Albir innan um góð kaffihús, líflegar krár, girnilegan mat og verslanir.

Listamannabærinn Altea er einstaklega heillandi í sínu fallega umhverfi. Þar selja listamenn verk sín, ýmist á torgi bæjarins eða í litlum versl­unum sem opnar eru fram eftir kvöldi. Þar má einnig finna fjölda góðra veitingastaða, skemmtilega bari og kaffihús sem hjálpar til að gera andrúmsloftið líflegt og skemmtilegt.

Skammt frá Albir fjölskyldu- og skemmtigarðurinn Terra Mitica, vatnsskemmtigarðurinn Aqualandia og Mundomar sem er sædýragarður með höfrunga- og sæljónasýningum. Kynntu þér nánar áfangastaðina Albir og Altea.


Borgaraferðir Úrvals Útsýnar hafa lengi notið mikilla vinsælda. Í vor og sumar er boðið upp á fjölda spennandi borgarferða sem henta bæði einstaklingum og hópum.

Ljubljana er ein af leyndum borgarperlum Evrópu.

Ein minnsta en um leið ein fallegasta höfuðborg Evrópu

Ljubljana, höfuðborg Slóveníu, er ein af fámennustu höfuðborgum Evrópu en jafnframt með þeim fallegustu. Ríkuleg arfleifð einkennir hana sem gerir borgina ótrúlega spennandi og eina af leyndum borgarperlum Evrópu.

Elsti hluti borgarinnar er byggður út frá kastalanum sem var reistur fyrir tæplega þúsund árum. Út frá honum liggur fallegt hverfi með gömlum húsum og þröngum strætum sem liggja að borgarfljótinu Ljúblanica. Ljubljana er líka mikil menningarborg sem býður upp á mörg söfn, gallerí og fjöldi leikhúsa, óperu og sinfóníuhljómsveit. Kynntu þér nánar áfangastaðinn Ljubljana.

Spænska borgin Bilbao er lífleg borg  sem er þekkt fyrir ríka sögu sína, töfrandi arkitektúr og dýrindis matargerð.

Lífleg borg sem býður upp á fullkomna blöndu af sögu og menningu

Spænska borgin Bilbao er lífleg og iðandi borg staðsett í norður hluta landsins. Hún er þekkt fyrir ríka sögu sína, töfrandi arkitektúr og dýrindis matargerð. Áin Nervion rennur í gegnum hjarta borgarinnar þar sem finna má sögulega gamla bæinn með sínum þröngu götum, falleg torg, verslanir, bakarí og veitingastaði. Meðal vinsælla viðkomustaða ferðamanna er Guggenheim safnið sem er eitt af þekktustu kennileitunum borgarinnar og Zubizuri brúin sem er göngubrú yfir Nervion ána og tengir nýja hlutann við þann gamla. Bilbao er auk þess fræg fyrir dýrindis matargerð sína sem er undir miklum áhrifum frá baskneskri menningu. Kynntu þér nánar áfangastaðinn Bilboa.

Zabreg, höfuðborg Króatíu, er svo sannarlega lífleg og skemmtileg borg. Hún býður upp á einstaka blöndu af sögu og menningu. 

Þar sem miðaldasjarmi mætir nútíma stemningu

Zagreb, höfuðborg Króatíu, er lífleg og skemmtileg borg sem býður upp á einstaka blöndu af sögu og menningu. Það er því óhætt að segja að þar mæti miðaldasjarmi nútíma stemningu.

Borgin skiptist í þrjá hluta. Efri bærinn er eldri hluti borgarinnar, Neðri bærinn er nútímalegri hluti borgarinnar og Nýja Zagreb liggur sunnan við ána Sava. Meðal áhugaverðra staða til að heimsækja í Zagreb er dómkirkjan sem er í gotneskum stíl. Zagreb er einnig þekkt fyrir mörg söfn og gallerí sem sýna ríka sögu og menningu borgarinnar. Aðaltorg borgarinnar, Ban Jelačić Square, er staðsett í gamla bænum og er frábær staður til að byrja að skoða borgina.

Zagreb er líka frábær borg til að njóta útiveru en hún er umkringd fallegum görðum og grænum svæðum, þar á meðal Maksimir-garðinum og Jarun-vatninu. Kynntu þér nánar áfangastaðinn Zagreb.

Lecce er ein af elstu borgum Ítalíu og er oft kölluð Flórens suðursins.

Glæsilegur arkitektúr og dýrindis matargerð

Lecce er ein af elstu borgum Ítalíu og af mörgum talin eitt best varðveitta leyndarmál landsins þegar kemur að sögu, arkitektúr og umhverfi. Borgin er staðsett í suðurhluta Ítalíu, í Puglia héraði á Salentoskaganum, og er oft kölluð Flórens suðursins.

Glæsilegur arkitektúr einkennir Lecce og setja skrautlegar byggingar og styttur í barrokkstíl svip sinn á borgina. Þar má helst nefna dómkirkjuna, biskupahöllina og helgilistasafnið sem standa öll við Piazza del Duomo torgið í miðborginni.

Lecce er þekkt fyrir dýrindis matargerð, sem sækir mikinn innblástur til Grikklands, enda státa markaðir borgarinnar af fersku hráefni, ólífuolíum og víni af svæðinu. Kynntu þér nánar áfangastaðinn Lecce.


Úrval Útsýn býður upp á fjölda spennandi sérferða víða um heim en þær hafa notið vaxandi vinsælda undanfarin ár. Í þeim er lögð áhersla á góðan aðbúnað, hæfilega stóra hópa, dagleiðir sem henta öllum og fyrsta flokks fararstjórn. Meðal spennandi áfangastaða ársins má nefna töfraheima Istanbúl, páskaferð til Taílands, siglingu um gríska eyjahafið, gullna þríhyrning Indlands, Sri Lanka og Balí. Er þetta árið til að heimsækja fjarlægar slóðir og upplifa eitthvað alveg nýtt á hverjum degi?

Starfsfólk Úrvals Útsýnar hefur áratuga reynslu af því að sérsníða ferðir fyrir fyrirtæki og hópa um allan heim. Í þeirri þjónustu felst m.a. aðstoð við val á áfangastað og gistingu sem hentar hópnum. Starfsfólk sér um að bóka veitingar, veislustjóra, veislusali, skemmtiatriði, fararstjóra, skoðunarferðir og rútur ef þarf. Hafið endilega samband við Hópadeild gegnum netfangið [email protected] eða í síma 585 4000.

Fyrir fólk sem kýs hreyfingu fram yfir sólarstrendur og borgarferðir býður Úrval Útsýn upp á fjölbreyttar lífstíls- og hreyfiferðir um allan heim. Þarf má nefna göngu- og hjólaferðir, hlaupaferðir og dans- og jóga ferðir. Það er fátt betra en góð hreyfing, vellíðan, heilbrigði og ógleymanleg upplifun í góðum félagsskap. Starfsfólk Úrvals Útsýnar skipuleggur einnig hreyfiferðir fyrir hópa með sérhannaðri dagskrá sniðin að þörfum og óskum hvers hóps. Hafið samband við [email protected] fyrir nánari upplýsingar.

Úrvalsfólk 60+ er skemmtilegur klúbbur sem skipuleggur ferðir fyrir fólk 60 ára og eldri. Þar nýtur fólk samvista við jafnaldra, vini og kunningja. Sérstakur skemmtanastjóri er í hverri ferð sem sér um skipulag fjölbreyttrar dægradvalar, t.d. leikfimi, spila-og skemmtikvölda, minigolf o.fl. Í þessum ferðum er lögð áhersla á uppbyggingu líkama og sálar og fyrir þá sem vilja er farið í léttar göngu- og hjólaferðir. Einnig er boðið upp á vandaðar skoðunarferðir með íslenskum fararstjóra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.