„Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. janúar 2025 09:13 Egill „Eagle“ Egilsson hefur þurft að flýja heimili sitt í Palisades vegna eldanna. Hann hefur sjálfur leikstýrt þáttum um slökkviliðið í Kaliforníu og segir málið því ansi kaldhæðið. Getty Íslenskur leikstjóri sem hefur búið í Pacific Palisades í Los Angeles undanfarin fimmtán ár hefur, líkt og aðrir íbúar hverfisins, þurft að flýja heimili sitt. Eldarnir virðast elta Egil sem bjó á Maui í Hawaii þegar gróðureldar geysuðu þar. Eldarnir í Los Angeles brenna enn glatt og brenna nú sjö aðskildir eldar víðsvegar um úthverfi borgarinnar. Sex af sjö eldum eru stjórnlausir, aðeins hefur tekist að hemja eldinn sem brennur í hverfinu Woodley. Nýjasti eldurinn kom upp í Hollywood hæðum í gærkvöldi og þar hefur fjölda fólks verið gert að yfirgefa heimili sín. Fimm eru látnir í hamförunum svo vitað sé og um 150 þúsund manns verið sagt að flýja heimili sín frá því fyrsti eldurinn kviknaði í vikunni. Skóli barnanna horfinn og hverfið ein brunarúst Egill Örn Egilsson, leikstjóri betur þekktur sem Eagle Egilsson, hefur starfað í Hollywood undanfarna áratugi við kvikmyndatöku og leikstjórn. Hann þurfti að flýja heimili sitt í Pacific Palisades en það hverfi hefur orðið verst úr úr eldunum. „Ég er að horfa á þetta, þetta eru ekki bara gróðureldar heldur borgareldar, það eru þúsundir húsa að brenna,“ segir Egill í samtali við fréttastofu. Eldarnir í hlíðunum teygja sig niður í Pacific Palisades.Mario Tama/Getty „Hverfið sem ég hef búið í meira en fimmtán ár, Pacific Palisades, er svo til farið, skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús eru farin,“ segir hann einnig. Hann hefur verið í samskiptum við nágranna og vini sem hafa misst allt sitt. Rúmlega eitt þúsund byggingar hafa orðið eldinum að bráð í Palisades og er eldurinn í því hverfi sá eldur sem mestum skemmdum hefur ollið í sögu borgarinnar. „Svo er byrjaður eldur hinum megin í borginni líka, kemur aftan frá, ofan frá því sem er kallað Angeles Crest. Þeir kalla það „Eaton-fire“ sem er yfir Altadena. Það er byrjað að tæma fólk frá Altadena, Pasadena, La Cañada og Glendale,“ segir hann. Eaton-eldurinn hefur verið mannskæðastur og þeir fimm sem eru látnir urðu honum að bráð. Los Angeles-búar fylgjast með eldinum og reyknum í Palisades-hverfi.Getty Ekki rignt í marga mánuði og „nóg að brenna“ „Þetta er svolítið magnað, stærðin á þessu. Þetta er eins og að vera í einhverjum „apocalyptic“ tíma. Sólin er að berjast í gegnum mökkinn,“ segir Egill. Ekki nóg með að eldarnir hafi dreift úr sér yfir mikið svæði heldur hefur gosmökkur teygt sig yfir enn stærra svæði með meðfylgjandi mengun. Reykur stígur upp af eldinum í fjarska. „Það er fyrirbrigði sem er kallað Santa Ana-vindar sem gerast hérna á veturna þegar vindurinn kemur ofan af eyðimörkinni og hitnar. Þegar hann gerir það byggist hann upp í hraða og þegar þetta kemur yfir fjöllin og ofan í borgina þá þykir þetta oft bara þægilegt, nema þegar kviknar í,“ segir hann um vindana. „Eldar eru almennt ekki á þessum árstíma af því það er yfirleitt allt svo blautt. En það hefur ekki verið rigning hérna í marga mánuði þannig það er nóg að brenna.“ Minni á stríðsástand Egill segir fólk ekki endilega gera sér grein fyrir því hvernig eldurinn dreifir sér. „Eldurinn kemur eins og villidýr í leit að súrefni. Hann fer inn í húsin og nær í súrefni og fer ofan í lungun þín og tekur af þér súrefnið. Þannig deyr fólk. En sem betur eru ekki margir búnir að deyja,“ segir Egill. „Í fyrrakvöld gat ég ekki talið hvað það voru margir lögreglu- og slökkviliðsbílar allt um kring. Þetta var eins og stríð það var svo mikið rok og reykur og fjúkandi eldur alls staðar,“ segir hann. Upplifði líka eldana á Maui Ekki nóg með að Egill hafi þurft að flýja heimili sitt í Palisades heldur hefur hann líka verið búsettur í Maui og upplifði fyrir rúmu einu og hálfu ári síðan mannskæðu gróðureldana sem geysuðu þar. „Þar dóu alltof margir, þar fór heill bær. Það var svipað fyrirbrigði þar og er að gerast hér. Rosalegur vindur og rafmagnslínur sem féllu niður, svo feykir vindurinn eldinum áfram sem gleypir hús,“ segir Egill. Það er ekki mjög jólalegt um að lítast við þessa kirkju sem hefur brunnið til kaldra kola.Getty Þú ert búinn að færa þig um set. Hvar ertu staðsettur núna? „Ég er núna í íbúð dóttur minnar í Westwood, nálægt UCLA. Við erum að fara að pakka saman og færa okkur innar í borgina til að gista hjá vinum niðri í Silverlake,“ segir Egill „Ég er að vonast til að ég komist og fái smá glugga hjá vinafólki mínu uppi í La Cañada sem er verið að fara að loka. Kannski ég ná að fara þangað að ná í nokkra muni, eldurinn gæti farið í það hús,“ segir hann. Þrjú barna Egils fóru í hinn sögufræga Palisades High í hverfinu en hann er núna alveg farinn. „Í gamla daga áttu Jonni Sighvats og Sigga konan hans hús þar fyrir ofan. Húsið mitt var þar niðri við ströndina. Það er margt þar farið, ég er ekki með alveg á hreinu hvað mikið,“ segir hann. Býr til þætti um elda og horfir svo á þá í beinni „Það koma aðvaranir í símann og þegar lögreglan fer inn í hverfin þá keyra löggubílar um og tala í hátalara og benda fólki á að fara. Það er verið að biðja fólk um að hlusta. Þér er gefin aðvörun og það er mikið atriði að þú farir vegna þess að ef allir halda sig í hverfinu þá í fyrsta lagi eru þeir í hættu og í öðru lagi skapa þeir umferðarteppur þannig slökkviliðsbílar komast ekki í gegn,“ segir hann. „Svo bý ég til sjónvarpsseríu sem heitir Fire Country sem snýst um þetta. Þetta er mjög kaldhæðið, maður er að horfa á þetta „live“ hérna það sem maður er að búa til fyrir sjónvarp,“ segir hann en þeir þættir fjalla um slökkviliðsmenn sem berjast við gróðurelda í Kaliforníu. Egill hefur leikstýrt fjórum þáttum af Fire Country. Hvað er næst að gera fyrir ykkur? „Málið er að fara og vera á öruggum stað þar sem maður getur andað hreinu lofti,“ segir Egill. Hvernig eru loftgæðin þar sem þú ert núna? „Það er fnykur og reykur og rok,“ segir hann og bætir við: „Ég sé brunaeld í fjarska en það fer eftir því hvernig vindurinn blæs, maður veit aldrei hvert hann fer,“ segir hann að lokum. Íslendingar erlendis Bandaríkin Hollywood Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Sjá meira
Eldarnir í Los Angeles brenna enn glatt og brenna nú sjö aðskildir eldar víðsvegar um úthverfi borgarinnar. Sex af sjö eldum eru stjórnlausir, aðeins hefur tekist að hemja eldinn sem brennur í hverfinu Woodley. Nýjasti eldurinn kom upp í Hollywood hæðum í gærkvöldi og þar hefur fjölda fólks verið gert að yfirgefa heimili sín. Fimm eru látnir í hamförunum svo vitað sé og um 150 þúsund manns verið sagt að flýja heimili sín frá því fyrsti eldurinn kviknaði í vikunni. Skóli barnanna horfinn og hverfið ein brunarúst Egill Örn Egilsson, leikstjóri betur þekktur sem Eagle Egilsson, hefur starfað í Hollywood undanfarna áratugi við kvikmyndatöku og leikstjórn. Hann þurfti að flýja heimili sitt í Pacific Palisades en það hverfi hefur orðið verst úr úr eldunum. „Ég er að horfa á þetta, þetta eru ekki bara gróðureldar heldur borgareldar, það eru þúsundir húsa að brenna,“ segir Egill í samtali við fréttastofu. Eldarnir í hlíðunum teygja sig niður í Pacific Palisades.Mario Tama/Getty „Hverfið sem ég hef búið í meira en fimmtán ár, Pacific Palisades, er svo til farið, skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús eru farin,“ segir hann einnig. Hann hefur verið í samskiptum við nágranna og vini sem hafa misst allt sitt. Rúmlega eitt þúsund byggingar hafa orðið eldinum að bráð í Palisades og er eldurinn í því hverfi sá eldur sem mestum skemmdum hefur ollið í sögu borgarinnar. „Svo er byrjaður eldur hinum megin í borginni líka, kemur aftan frá, ofan frá því sem er kallað Angeles Crest. Þeir kalla það „Eaton-fire“ sem er yfir Altadena. Það er byrjað að tæma fólk frá Altadena, Pasadena, La Cañada og Glendale,“ segir hann. Eaton-eldurinn hefur verið mannskæðastur og þeir fimm sem eru látnir urðu honum að bráð. Los Angeles-búar fylgjast með eldinum og reyknum í Palisades-hverfi.Getty Ekki rignt í marga mánuði og „nóg að brenna“ „Þetta er svolítið magnað, stærðin á þessu. Þetta er eins og að vera í einhverjum „apocalyptic“ tíma. Sólin er að berjast í gegnum mökkinn,“ segir Egill. Ekki nóg með að eldarnir hafi dreift úr sér yfir mikið svæði heldur hefur gosmökkur teygt sig yfir enn stærra svæði með meðfylgjandi mengun. Reykur stígur upp af eldinum í fjarska. „Það er fyrirbrigði sem er kallað Santa Ana-vindar sem gerast hérna á veturna þegar vindurinn kemur ofan af eyðimörkinni og hitnar. Þegar hann gerir það byggist hann upp í hraða og þegar þetta kemur yfir fjöllin og ofan í borgina þá þykir þetta oft bara þægilegt, nema þegar kviknar í,“ segir hann um vindana. „Eldar eru almennt ekki á þessum árstíma af því það er yfirleitt allt svo blautt. En það hefur ekki verið rigning hérna í marga mánuði þannig það er nóg að brenna.“ Minni á stríðsástand Egill segir fólk ekki endilega gera sér grein fyrir því hvernig eldurinn dreifir sér. „Eldurinn kemur eins og villidýr í leit að súrefni. Hann fer inn í húsin og nær í súrefni og fer ofan í lungun þín og tekur af þér súrefnið. Þannig deyr fólk. En sem betur eru ekki margir búnir að deyja,“ segir Egill. „Í fyrrakvöld gat ég ekki talið hvað það voru margir lögreglu- og slökkviliðsbílar allt um kring. Þetta var eins og stríð það var svo mikið rok og reykur og fjúkandi eldur alls staðar,“ segir hann. Upplifði líka eldana á Maui Ekki nóg með að Egill hafi þurft að flýja heimili sitt í Palisades heldur hefur hann líka verið búsettur í Maui og upplifði fyrir rúmu einu og hálfu ári síðan mannskæðu gróðureldana sem geysuðu þar. „Þar dóu alltof margir, þar fór heill bær. Það var svipað fyrirbrigði þar og er að gerast hér. Rosalegur vindur og rafmagnslínur sem féllu niður, svo feykir vindurinn eldinum áfram sem gleypir hús,“ segir Egill. Það er ekki mjög jólalegt um að lítast við þessa kirkju sem hefur brunnið til kaldra kola.Getty Þú ert búinn að færa þig um set. Hvar ertu staðsettur núna? „Ég er núna í íbúð dóttur minnar í Westwood, nálægt UCLA. Við erum að fara að pakka saman og færa okkur innar í borgina til að gista hjá vinum niðri í Silverlake,“ segir Egill „Ég er að vonast til að ég komist og fái smá glugga hjá vinafólki mínu uppi í La Cañada sem er verið að fara að loka. Kannski ég ná að fara þangað að ná í nokkra muni, eldurinn gæti farið í það hús,“ segir hann. Þrjú barna Egils fóru í hinn sögufræga Palisades High í hverfinu en hann er núna alveg farinn. „Í gamla daga áttu Jonni Sighvats og Sigga konan hans hús þar fyrir ofan. Húsið mitt var þar niðri við ströndina. Það er margt þar farið, ég er ekki með alveg á hreinu hvað mikið,“ segir hann. Býr til þætti um elda og horfir svo á þá í beinni „Það koma aðvaranir í símann og þegar lögreglan fer inn í hverfin þá keyra löggubílar um og tala í hátalara og benda fólki á að fara. Það er verið að biðja fólk um að hlusta. Þér er gefin aðvörun og það er mikið atriði að þú farir vegna þess að ef allir halda sig í hverfinu þá í fyrsta lagi eru þeir í hættu og í öðru lagi skapa þeir umferðarteppur þannig slökkviliðsbílar komast ekki í gegn,“ segir hann. „Svo bý ég til sjónvarpsseríu sem heitir Fire Country sem snýst um þetta. Þetta er mjög kaldhæðið, maður er að horfa á þetta „live“ hérna það sem maður er að búa til fyrir sjónvarp,“ segir hann en þeir þættir fjalla um slökkviliðsmenn sem berjast við gróðurelda í Kaliforníu. Egill hefur leikstýrt fjórum þáttum af Fire Country. Hvað er næst að gera fyrir ykkur? „Málið er að fara og vera á öruggum stað þar sem maður getur andað hreinu lofti,“ segir Egill. Hvernig eru loftgæðin þar sem þú ert núna? „Það er fnykur og reykur og rok,“ segir hann og bætir við: „Ég sé brunaeld í fjarska en það fer eftir því hvernig vindurinn blæs, maður veit aldrei hvert hann fer,“ segir hann að lokum.
Íslendingar erlendis Bandaríkin Hollywood Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Sjá meira