Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. janúar 2025 10:48 Í báðum tilvikum voru skjöl fölsuð til að koma köttunum inn og út úr landi. Getty/Chris Winsor Tvö mál komu upp í árslok þar sem einstaklingar urðu uppvísir að því að falsa pappíra til að annars vegar flytja inn kött og hins vegar flytja þrjá ketti úr landi. Frá þessu er greint á vefsíðu Matvælastofnunar þar sem fjallað er um stjórnvaldsákvarðanir á sviði eftirlits með dýravelferð, matvælaframleiðslu og inn- og útfluningi gæludýra í nóvember og desember. Aðeins er um yfirlit að ræða og engar ítarupplýsingar veittar um málin. Einstaklingur á höfuðborgarsvæðinu var kærður til lögreglu eftir að hann lagði fram falsað heilbrigðis- og upprunavottorð frá erlendum yfirvöldum við tilraun til innflutnings á ketti. Umsókninni var synjað. Þá var einstaklingur á höfuðborgarsvæðinu kærður eftir að í ljós kom að hann hafði falsað nafn starfsmanns MAST og sjálfstætt starfandi dýralæknis á útflutningsskjölum vegna þriggja katta. Innflutningnum var hafnað í móttökuríkinu og kettirnir fluttir aftur til Íslands, þar sem þeir voru settir í einangrun. Á vefsíðunni er einnig fjallað mál hundaeiganda sem sótti um leyfi til að flytja hund sinn til Íslands en gerðist brotlegur með því að flytja hann í farþegarými flugvélarinnar, í stað farangursrýmis. Var brotið kært til lögreglu. Annar hundaeigandi var sviptur umráðum dýrsins þar sem hann gat ekki haldið hundinn sjálfur og heimilisaðstæður voru metnar óhæfar til að halda dýr. Tveir voru sviptir mjólkursöluleyfi og annar þeirra vörslu nautgripa sinna og þá var bóndi á Vesturlandi sviptur vörslu á sauðfé. Hélt MAST utan um smölun af fjalli og kom fénu í sláturhús. Stjórnvaldssekt var lögð á fiskeldisfyrirtæki á Suðurlandi, sem vanrækti að svipta eldisfisk meðvitund fyrir blóðgun. Sektin nam 300 þúsund krónum. Kettir Gæludýr Hundar Sauðfé Kýr Dýraheilbrigði Lögreglumál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Frá þessu er greint á vefsíðu Matvælastofnunar þar sem fjallað er um stjórnvaldsákvarðanir á sviði eftirlits með dýravelferð, matvælaframleiðslu og inn- og útfluningi gæludýra í nóvember og desember. Aðeins er um yfirlit að ræða og engar ítarupplýsingar veittar um málin. Einstaklingur á höfuðborgarsvæðinu var kærður til lögreglu eftir að hann lagði fram falsað heilbrigðis- og upprunavottorð frá erlendum yfirvöldum við tilraun til innflutnings á ketti. Umsókninni var synjað. Þá var einstaklingur á höfuðborgarsvæðinu kærður eftir að í ljós kom að hann hafði falsað nafn starfsmanns MAST og sjálfstætt starfandi dýralæknis á útflutningsskjölum vegna þriggja katta. Innflutningnum var hafnað í móttökuríkinu og kettirnir fluttir aftur til Íslands, þar sem þeir voru settir í einangrun. Á vefsíðunni er einnig fjallað mál hundaeiganda sem sótti um leyfi til að flytja hund sinn til Íslands en gerðist brotlegur með því að flytja hann í farþegarými flugvélarinnar, í stað farangursrýmis. Var brotið kært til lögreglu. Annar hundaeigandi var sviptur umráðum dýrsins þar sem hann gat ekki haldið hundinn sjálfur og heimilisaðstæður voru metnar óhæfar til að halda dýr. Tveir voru sviptir mjólkursöluleyfi og annar þeirra vörslu nautgripa sinna og þá var bóndi á Vesturlandi sviptur vörslu á sauðfé. Hélt MAST utan um smölun af fjalli og kom fénu í sláturhús. Stjórnvaldssekt var lögð á fiskeldisfyrirtæki á Suðurlandi, sem vanrækti að svipta eldisfisk meðvitund fyrir blóðgun. Sektin nam 300 þúsund krónum.
Kettir Gæludýr Hundar Sauðfé Kýr Dýraheilbrigði Lögreglumál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira