„Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Andri Már Eggertsson skrifar 9. janúar 2025 22:25 Pétur Ingvarsson var ánægður með sigurinn Vísir/Anton Brink Keflavík vann sannfærandi sigur gegn Hetti 112-98. Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var ángæður með sigurinn. „Við náðum að spila okkar leik. Þetta var hraður leikur sem fór fram og til baka og okkur tókst að stjórna hraðanum,“ sagði Pétur í viðtali eftir leik. Keflavík gerði 23 stig í fyrsta leikhluta en setti í annan gír í öðrum leikhluta þar sem liðið gerði 37 stig og komst í bílstjórasætið. „Þeir hittu vel í fyrsta leikhluta en ekki við og síðan í öðrum leikhluta hittum við en ekki þeir. Þetta var svolítið svoleiðis en vörnin var einnig harðari hjá okkur og þeir áttu í meiri erfiðleikum að skora.“ Pétur var ánægður með hvernig liðið spilaði í seinni hálfleik og byrjaði þriðja leikhluta af krafti sem varð til þess að Höttur kom aldrei til baka. „Við töpuðum með fimm stigum gegn þeim síðast og við vorum með það í kollinum að við þyrftum að vinna leikinn með meira en fimm stigum og við reyndu að halda þessu eins þægilega og við gátum. Varnarlega í þriðja leikhluta gekk margt upp og sóknarlega náði Ty-Shon Alexander náði að láta okkur líta vel út.“ Pétur var ekki ánægður á hliðarlínunni þegar Sigurður Pétursson fékk olnboga í andlitið en aðspurður út í atvikið eftir leik sagðist Pétur ekki vera sá besti að dæma um þetta þar sem hann er faðir Sigurðar. „Ég er langt frá því að vera hlutlaus í þessu máli. Dómararnir eru til þess að dæma og þeir eru miklu betri en ég að meta þetta atvik. Ef þetta hefði verið einhver í hinu liðinu hefði ég örugglega verið sammála þessu.“ Jaka Brodnik meiddist undir lok fjórða leikhluta og þurfti að fara beint út af. Aðspurður út í meiðslin hafði Pétur áhyggjur. „Hann sneri sig. Við megum ekki við fleiri meiðslum í bili en þetta er áhyggjuefni þar sem við eigum leik við Njarðvík í næsta leik sem er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Ekki bara út af stöðunni í deildinni heldur líka fyrir samfélagið hérna. Þetta er El classico og það er ástæða fyrir því og það er mjög mikilvægt að hann verði ekki lengi frá,“ sagði Pétur að lokum en setti varnagla á meiðsli Jaka þar sem hann er ekki læknir. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
„Við náðum að spila okkar leik. Þetta var hraður leikur sem fór fram og til baka og okkur tókst að stjórna hraðanum,“ sagði Pétur í viðtali eftir leik. Keflavík gerði 23 stig í fyrsta leikhluta en setti í annan gír í öðrum leikhluta þar sem liðið gerði 37 stig og komst í bílstjórasætið. „Þeir hittu vel í fyrsta leikhluta en ekki við og síðan í öðrum leikhluta hittum við en ekki þeir. Þetta var svolítið svoleiðis en vörnin var einnig harðari hjá okkur og þeir áttu í meiri erfiðleikum að skora.“ Pétur var ánægður með hvernig liðið spilaði í seinni hálfleik og byrjaði þriðja leikhluta af krafti sem varð til þess að Höttur kom aldrei til baka. „Við töpuðum með fimm stigum gegn þeim síðast og við vorum með það í kollinum að við þyrftum að vinna leikinn með meira en fimm stigum og við reyndu að halda þessu eins þægilega og við gátum. Varnarlega í þriðja leikhluta gekk margt upp og sóknarlega náði Ty-Shon Alexander náði að láta okkur líta vel út.“ Pétur var ekki ánægður á hliðarlínunni þegar Sigurður Pétursson fékk olnboga í andlitið en aðspurður út í atvikið eftir leik sagðist Pétur ekki vera sá besti að dæma um þetta þar sem hann er faðir Sigurðar. „Ég er langt frá því að vera hlutlaus í þessu máli. Dómararnir eru til þess að dæma og þeir eru miklu betri en ég að meta þetta atvik. Ef þetta hefði verið einhver í hinu liðinu hefði ég örugglega verið sammála þessu.“ Jaka Brodnik meiddist undir lok fjórða leikhluta og þurfti að fara beint út af. Aðspurður út í meiðslin hafði Pétur áhyggjur. „Hann sneri sig. Við megum ekki við fleiri meiðslum í bili en þetta er áhyggjuefni þar sem við eigum leik við Njarðvík í næsta leik sem er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Ekki bara út af stöðunni í deildinni heldur líka fyrir samfélagið hérna. Þetta er El classico og það er ástæða fyrir því og það er mjög mikilvægt að hann verði ekki lengi frá,“ sagði Pétur að lokum en setti varnagla á meiðsli Jaka þar sem hann er ekki læknir.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira