Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. janúar 2025 18:57 Íbúar Kúlúsúk og nærliggjandi sveitarfélögum á austurströnd Grænlands hafa áhyggjur af birgðaöryggi vegna ákvörðunar Icelandair. getty Íbúar í Kúlúsúk og nágrenni segjast upplifa sig svikna af Icelandair í kjölfar ákvörðunar félagsins að hætta við flugferðir í janúar- og febrúarmánuðum. Grænlenski miðillinn Sermitsiaq segir íbúa austurstrandarinnar líða eins og þau séu ásættanlegur fórnarkostnaður framfara í flugmálum á Grænlandi í kjölfar þess að nýr alþjóðaflugvöllur hafi verið tekinn í gagnið í höfuðborginni Nuuk. Miðillinn ræddi við Hjørdis Viberg frá bænum Tasiilaq í nágrenni við Kúlúsúk sem hefur setið föst í Færeyjum þar sem hún hélt upp á jólin með foreldrum sínum búsettum þar. „Áætlunin var sú að ég færi til Keflavíkur tíunda janúar og þaðan svo til Kúlúsúk ellefta. En það fór í vaskinn þegar Icelandair aflýsti fluginu,“ er haft eftir henni. „Nú þarf ég að fljúga til Kaupmannahafnar og gista þar. Svo get ég flogið til Nuuk daginn eftir og þaðan kemst ég fyrst til Kúlúsúk þann sextánda. Þetta er fullt af gistinóttum sem ég þarf sjálf að greiða þrátt fyrir að hafa gildan og greiddan miða frá Keflavík til Kúlúsúk,“ segir Hjørdis. Áhyggjur af birgðaöryggi Miðana hafði hún keypt mörgum mánuðum áður. Þó að Icelandair endurgreiði henni andvirði miðanna sé mikið af aukalegum útgjöldum og ferðatíminn talsvert lengri en gert var ráð fyrir. Hjørdis hefur einnig áhyggjur af birgðaöryggi bæjanna á austurströndinni. „Yfir veturinn fáum við mikið af okkar birgðum með flugi frá Reykjavík. Við erum jú eftir allt saman nær Reykjavík en Nuuk,“ segir hún. „Það hefur alltaf verið þannig að ef veður var slæmt yfir jökulbreiðuna gat Icelandair alltaf lent í Kúlúsúk og öfugt, ef veður var slæmt milli Íslands og Grænland gat Air Greenland lent í Kúlúsúk,“ segir hún. „Mér finnst að Icelandair hafi svikið okkur. Því þeir finna leið til að fljúga til Kúlúsúk á ferðamannatímabilum þegar fullt er af farþegum sem vilja komast frá Íslandi til Austurgrænlands,“ segir Hjørds. Harmar aflýsingarnar Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, harmar aflýsingar flugferðanna en segir þær óumflýjanlegar þar sem einfaldlega sé ekki nægilegur fjöldi farþega yfir vetrarmánuðina. „Icelandair flýgur til og frá Kúlúsúk á viðskiptagrundvelli og án ríkisstuðnings. Því miður er farþegafjöldi yfir vetrarmánuðina of lítill. Til að þessi áfangastaður stæði undir kostnaði þyrftu við að sjá aukna eftirspurn bæði með tilliti til farþega og farms,“ segir hann í svari við fyrirspurn Sermitsiaq. „Icelandair hjálpar farþegum sem urðu fyrir áhrifum af aflýsingunum við að endurbóka og skipuleggja ferðaáætlanir til að komast á áfangastað,“ segir hann. Icelandair Grænland Fréttir af flugi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira
Grænlenski miðillinn Sermitsiaq segir íbúa austurstrandarinnar líða eins og þau séu ásættanlegur fórnarkostnaður framfara í flugmálum á Grænlandi í kjölfar þess að nýr alþjóðaflugvöllur hafi verið tekinn í gagnið í höfuðborginni Nuuk. Miðillinn ræddi við Hjørdis Viberg frá bænum Tasiilaq í nágrenni við Kúlúsúk sem hefur setið föst í Færeyjum þar sem hún hélt upp á jólin með foreldrum sínum búsettum þar. „Áætlunin var sú að ég færi til Keflavíkur tíunda janúar og þaðan svo til Kúlúsúk ellefta. En það fór í vaskinn þegar Icelandair aflýsti fluginu,“ er haft eftir henni. „Nú þarf ég að fljúga til Kaupmannahafnar og gista þar. Svo get ég flogið til Nuuk daginn eftir og þaðan kemst ég fyrst til Kúlúsúk þann sextánda. Þetta er fullt af gistinóttum sem ég þarf sjálf að greiða þrátt fyrir að hafa gildan og greiddan miða frá Keflavík til Kúlúsúk,“ segir Hjørdis. Áhyggjur af birgðaöryggi Miðana hafði hún keypt mörgum mánuðum áður. Þó að Icelandair endurgreiði henni andvirði miðanna sé mikið af aukalegum útgjöldum og ferðatíminn talsvert lengri en gert var ráð fyrir. Hjørdis hefur einnig áhyggjur af birgðaöryggi bæjanna á austurströndinni. „Yfir veturinn fáum við mikið af okkar birgðum með flugi frá Reykjavík. Við erum jú eftir allt saman nær Reykjavík en Nuuk,“ segir hún. „Það hefur alltaf verið þannig að ef veður var slæmt yfir jökulbreiðuna gat Icelandair alltaf lent í Kúlúsúk og öfugt, ef veður var slæmt milli Íslands og Grænland gat Air Greenland lent í Kúlúsúk,“ segir hún. „Mér finnst að Icelandair hafi svikið okkur. Því þeir finna leið til að fljúga til Kúlúsúk á ferðamannatímabilum þegar fullt er af farþegum sem vilja komast frá Íslandi til Austurgrænlands,“ segir Hjørds. Harmar aflýsingarnar Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, harmar aflýsingar flugferðanna en segir þær óumflýjanlegar þar sem einfaldlega sé ekki nægilegur fjöldi farþega yfir vetrarmánuðina. „Icelandair flýgur til og frá Kúlúsúk á viðskiptagrundvelli og án ríkisstuðnings. Því miður er farþegafjöldi yfir vetrarmánuðina of lítill. Til að þessi áfangastaður stæði undir kostnaði þyrftu við að sjá aukna eftirspurn bæði með tilliti til farþega og farms,“ segir hann í svari við fyrirspurn Sermitsiaq. „Icelandair hjálpar farþegum sem urðu fyrir áhrifum af aflýsingunum við að endurbóka og skipuleggja ferðaáætlanir til að komast á áfangastað,“ segir hann.
Icelandair Grænland Fréttir af flugi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira