Lífið

Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Greta Salóme og Elvar Þór gáfu syni sínum nafn um helgina. Um er að ræða þeirra annað barn saman.
Greta Salóme og Elvar Þór gáfu syni sínum nafn um helgina. Um er að ræða þeirra annað barn saman. Instagram

Sonur hjónanna, Gretu Salóme Stefánsdóttur tónlistarkonu og Elvars Þórs Karlssonar, var skírður við fallega athöfn liðna helgi. Drengurinn fékk nafnið Sólmundur. Frá þessu greinir Greta í færslu á Instagram.

„Sólinn okkar fékk nafnið sitt um helgina,“ skrifaði Greta Salóme og birti myndbrot úr skírnardeginum.

Sólmundur litli er annað barn þeirra hjóna og kom hann í heiminn þann 23. október síðastliðinn. Fyrir eiga eiga þau soninn Bjart Elí sem fæddist í nóvember árið 2022.

Sjá: Tveggja barna for­eldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu.

Greta og Elvar kynntust þegar hann þjálfaði hana í líkamsræktarþjálfuninni Boot Camp. Þau trúlofuðu sig síðan í janúar árið 2018 og gengu í hjónaband þann 29 apríl árið 2023 í Mosfellskirkju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.