Erlent

Á­hrifa­valdur á­kærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir at­hygli

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Konan hefur meðal annars verið ákærð fyrir að beita barnið pyntingum.
Konan hefur meðal annars verið ákærð fyrir að beita barnið pyntingum. Lögregla í Queensland

Þrjátíu og fjögurra ára gömul áströlsk kona, sem er vel þekkt í heimalandi sínu sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum, hefur verið handtekin og sökuð um að hafa eitrað fyrir barni sínu.

Konan, sem er frá Queensland, var fyrirferðarmikil á samfélagsmiðlum þar sem hún greindi frá þrautagöngu eins árs gamallar dóttur sinnar sem hún sagði vera með ólæknandi sjúkdóm. 

Lögregluna grunar hinsvegar að konan hafi eitrað fyrir barninu og látið hana ganga í gegnum miklar kvalir, til þess eins að fá fólk til þess að láta fé af hendi rakna og til þess að fá fleiri fylgjendur á samfélagsmiðlunum. 

Það voru læknar sem höfðu samband við lögregluna í októbermánuði eftir að konan hafði mætt með barnið á sjúkrahús í slæmu ástandi. Þeim tókst að bjarga stúlkunni en höfðu samband við lögregluna og greindu frá þeim grun sínum að konan hefði orsakað veikindi stúlkunnar. 

Konan hefur nú verið ákærð fyrir pyntingar, byrlun, illa meðferð á barni og fjársvik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×