Lífið

Joan Plowright er látin

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Joan Plowright þegar Elísabet Bretlandsdrottning heiðraði hana árið 2004.
Joan Plowright þegar Elísabet Bretlandsdrottning heiðraði hana árið 2004. ROTA/Getty Images

Breska stórleikkonan Joan Plowright er látin 95 ára að aldri. Hún starfaði sem leikkona í sextíu ár bæði á sviði og á skjánum í kvikmyndum og sjónvarpi.

Fram kemur í frétt BBC að Plowright hafi árið 2014 sest í helgan stein eftir að hafa misst sjónina. Hún lék í fjölda kvikmynda og hlaut meðal annars tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Enchanted árið 2001.

Hún var lengi vel einn af þekktari leikurum breska þjóðleikhússins en stofnandi þess var Sir Laurence Oliver sem varð svo eiginmaður Plowright árið 1961. Plowright var heiðruð sérstaklega af bresku krúnunni árið 2004 fyrir framlag hennar til leiklistar í landinu og hlaut þar með titilinn „dame.“

Árið 2014 settist Plowright í helgan stein. Það árið missti hún sjón og var því blind. Krakkar tíunda áratugarins muna eflaust vel eftir Plowright, sem meðal annars fór með stór hlutverk í bíómyndum líkt og um Danna dæmalausa og hina 101 dalmatíuhunda, þar sem hún lék þernu fjölskyldu þeirra Pongóar og Perlu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.