„Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. janúar 2025 21:29 Til vinstri er Ragnar Þór Egilsson eigandi bílsins og til hægri er maðurinn sem hefur síendurtekið skitið á bíl hans. Vísir Grímuklæddur maður kúkaði á bíl Ragnars Þórs Egilssonar fyrir utan heimili hans á Álfhólsvegi í dag. Þetta er í fimmta skipti á tveimur árum sem skitið hefur verið á bíl hans. Hann kveðst ekki vita hver sé að verki eða hvað gangi honum til. Klukkan var að ganga tvö aðfararnótt laugardags þegar grímuklæddur maður sást girða niður um sig og skíta á bílinn á öryggismyndavél fyrir utan heimili Ragnars. Áður en hann skeit á bílinn gerði hann furðuleg tákn með höndunum og horfði beint í myndavélina. Á meðan athöfninni stóð sló hann á rasskinn sína áður en hann veifaði í átt að myndavélinni á leið af vettvangi. Veit ekki hvað honum gengur til Ragnar býr í fjölbýlishúsi á Álfhólsvegi og hefur staðið í deilum við hina ýmsu nágranna sína um eitt og annað í gegnum tíðina. Miklar deilur voru uppi á árunum 2018 - 2022 um umgengni sameiginlegs þvottahúss fjölbýlishússins, sem fóru fyrir Landsrétt. DV fjallaði talsvert um þvottahúsdeilurnar á sínum tíma. Hann segir að fyrst hafi hann tengt kúkamálið við þær deilur, en nú sé konan sem hann stóð í deilum við farin úr húsinu. Hann telji því líklegt að málið snúist um eitthvað annað. Í samtali við Vísi segir Ragnar frá hinum ýmsu deilum sem hann hefur átt við nágranna sína að minnsta kosti frá árinu 2012. Þær eru af ýmsum toga og snúa meðal annars að viðhaldi hússins, málningu, og umgengni. Ragnar segir að fyrrverandi nágranni hans hafi fyrir nokkrum árum fengið verktaka til að sinna einhverju viðhaldi, og hann hafi skilið illa við íbúð hans. „Hann splúndrar íbúðinni hjá mér, steypir sturtubotninn þannig að hann er ónothæfur og þau neituðu að borga!“ Allir helstu nágrannar fluttir út Ragnar segir að allir þeir nágrannar sem hann hefur helst staðið í deilum við séu nú fluttir úr húsinu. Hann veltir því fyrir sér hvort gerandinn sé einhver sinna fyrrverandi nágranna en hefur ekki hugmynd um hver það gæti verið. „Mig grunar að þetta sé nágranni minn, það er allt í bulli í húsinu mínu. En málið er að ég hef bara enga hugmynd hver það gæti verið eða hvað gengur honum til,“ segir Ragnar. Nú sé hann helst forvitinn um það hvort táknin sem maðurinn sýndi öryggismyndavélinni þýði eitthvað, hvort hann hafi verið að senda einhver skilaboð. „Það væri gaman að vita ef einhver kann táknmál að vita það. Því ég veit ekki hvað gengur honum til,“ segir Ragnar. Kópavogur Nágrannadeilur Tengdar fréttir Grunar að skitið hafi verið á bíl sinn vegna nágrannaerja Eiganda bíls sem skitið var á í Kópavogi í nótt segist gruna að athæfið tengist langvarandi nágrannaerjum. Hann segist þó ekki skilja fyllilega hvað skilaboðin eigi að fela í sér. 5. febrúar 2023 13:26 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Klukkan var að ganga tvö aðfararnótt laugardags þegar grímuklæddur maður sást girða niður um sig og skíta á bílinn á öryggismyndavél fyrir utan heimili Ragnars. Áður en hann skeit á bílinn gerði hann furðuleg tákn með höndunum og horfði beint í myndavélina. Á meðan athöfninni stóð sló hann á rasskinn sína áður en hann veifaði í átt að myndavélinni á leið af vettvangi. Veit ekki hvað honum gengur til Ragnar býr í fjölbýlishúsi á Álfhólsvegi og hefur staðið í deilum við hina ýmsu nágranna sína um eitt og annað í gegnum tíðina. Miklar deilur voru uppi á árunum 2018 - 2022 um umgengni sameiginlegs þvottahúss fjölbýlishússins, sem fóru fyrir Landsrétt. DV fjallaði talsvert um þvottahúsdeilurnar á sínum tíma. Hann segir að fyrst hafi hann tengt kúkamálið við þær deilur, en nú sé konan sem hann stóð í deilum við farin úr húsinu. Hann telji því líklegt að málið snúist um eitthvað annað. Í samtali við Vísi segir Ragnar frá hinum ýmsu deilum sem hann hefur átt við nágranna sína að minnsta kosti frá árinu 2012. Þær eru af ýmsum toga og snúa meðal annars að viðhaldi hússins, málningu, og umgengni. Ragnar segir að fyrrverandi nágranni hans hafi fyrir nokkrum árum fengið verktaka til að sinna einhverju viðhaldi, og hann hafi skilið illa við íbúð hans. „Hann splúndrar íbúðinni hjá mér, steypir sturtubotninn þannig að hann er ónothæfur og þau neituðu að borga!“ Allir helstu nágrannar fluttir út Ragnar segir að allir þeir nágrannar sem hann hefur helst staðið í deilum við séu nú fluttir úr húsinu. Hann veltir því fyrir sér hvort gerandinn sé einhver sinna fyrrverandi nágranna en hefur ekki hugmynd um hver það gæti verið. „Mig grunar að þetta sé nágranni minn, það er allt í bulli í húsinu mínu. En málið er að ég hef bara enga hugmynd hver það gæti verið eða hvað gengur honum til,“ segir Ragnar. Nú sé hann helst forvitinn um það hvort táknin sem maðurinn sýndi öryggismyndavélinni þýði eitthvað, hvort hann hafi verið að senda einhver skilaboð. „Það væri gaman að vita ef einhver kann táknmál að vita það. Því ég veit ekki hvað gengur honum til,“ segir Ragnar.
Kópavogur Nágrannadeilur Tengdar fréttir Grunar að skitið hafi verið á bíl sinn vegna nágrannaerja Eiganda bíls sem skitið var á í Kópavogi í nótt segist gruna að athæfið tengist langvarandi nágrannaerjum. Hann segist þó ekki skilja fyllilega hvað skilaboðin eigi að fela í sér. 5. febrúar 2023 13:26 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Grunar að skitið hafi verið á bíl sinn vegna nágrannaerja Eiganda bíls sem skitið var á í Kópavogi í nótt segist gruna að athæfið tengist langvarandi nágrannaerjum. Hann segist þó ekki skilja fyllilega hvað skilaboðin eigi að fela í sér. 5. febrúar 2023 13:26