Handbolti

Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgó­slavíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska stuðningsfólkið þarf að láta vel í sér heyra í kvöld enda er von á mörgum Slóvenum í höllina.
Íslenska stuðningsfólkið þarf að láta vel í sér heyra í kvöld enda er von á mörgum Slóvenum í höllina. Vísir/Vilhelm

Íslenska karlalandsliðið í handbolta getur unnið sögulegan sigur í kvöld þegar liðið mætir Slóveníu í Zagreb í Króatíu.

Þetta er lokaleikur liðanna í riðlinum en þar sem að þau taka bæði með sér úrslitin inn í milliriðilinn þá er þetta í raun líka óbeint fyrsti leikur í milliriðli.

Slóvenar fá væntanlega góðan stuðning í leiknum enda ekki langt fyrir þá að fara frá Slóveníu til Zagreb í Króatíu þar sem leikurinn er spilaður.

Það hefur gengið illa hjá íslenska landsliðinu að mæta liðum á þessum slóðum við slíkar aðstæður.

Þetta er í sjöunda sinn sem Ísland mætir fyrrum Júgóslavíuþjóð á stórmóti í gömlu Júgóslavíu. Allir hinir leikirnir hafa tapast.

Hér fyrir neðan má sjá leikina sex sem sem hafa tapast.

Ísland tapaði með eins marks mun á móti Slóveníu á EM í Króatíu 2000, 26-27.

Ísland tapaði með sex marka mun á móti Slóveníu á EM í Slóveníu 2004, 28-34.

Ísland tapaði með tveggja marka mun á móti Króatíu á EM í Serbíu 2012, 29-31.

Ísland tapaði með tveggja marka mun á móti Slóveníu á EM í Serbíu 2012, 32-34.

Ísland tapaði með sjö marka mun á móti Króatíu á EM í Króatíu 2018, 22-29.

Ísland tapaði með þriggja marka mun á móti Serbíu á EM í Króatíu 2018, 26-29.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×