Markmið uppboðsins var að safna peningum fyrir fjölskyldu Maciej Andrzej, Fylkismannsins unga sem lést á Ítalíu um jólin þegar bíl var ekið á hann, aðeins tíu ára að aldri.
Einnig var verið að safna peningum í Indriðasjóð, sjóð til minningar um Indriða Einarsson sem varð brákvaddur liðlega tvítugur að aldri, árið 1992, en hann var leikmaður Fylkis. Indriðasjóður hefur þann tilgang að styrkja efnilega iðkendur Fylkis sem koma frá efnaminni heimilum.