Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. janúar 2025 22:30 Sjókvíaeldi í Berufirði. Tillaga til rekstrarleyfis til sjókvíaeldis í Seyðisfirði var kynnt á dögunum. Vísir/Vilhelm Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru samtakanna VÁ! – félags um vernd fjarðar og eigenda jarðarinnar Dvergasteins á hendur Matvælastofnun vegna synjunar um frest til að skila inn athugasemdum við auglýsta tillögu að rekstrarleyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Þann 12. desember gaf Matvælastofnun út tillögu að rekstrarleyfi Kaldvíkur hf. til fiskeldis í Seyðisfirði. Frestur til að skila inn athugasemdum við tillöguna rann út í gær. Í úrskurðinum, sem kveðinn var upp í dag, segir að í upphafi árs hafi VÁ og eigendur jarðarinnar Dvergasteins á Seyðisfirði óskað eftir því við Matvælastofnun að frestur til athugasemda við auglýsta tillögu að rekstrarleyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði yrði framlengdur. Kærendur hafi vísað til þess að nýju áhættumati frá Hafrannsóknarstofnun hefði verið frestað og fyrir vikið lægju ekki fyrir ný viðmið frá því að umfangsmiklar slysasleppingar og umhverfisslys hefðu orðið í atvinnugreininni. Matvælastofnun hafi gefið þau svör að stofnunin teldi ekki þörf á að framlengja umræddan frest. Kærendur hafi þá ítrekað beiðni sína en stofnunin vísað til fyrra svars og hafnað beiðninni. Í kjölfarið hafi synjunin verið kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í niðurstöðum nefndarinnar kemur fram að samkvæmt stjórnsýslulögum verði stjórnvaldsákvörðun, sem ekki bindi enda á mál, ekki kærð fyrr en málið hafi verið til lykta leidd. Hin kærða ákvörðun varði málsmeðferð Matvælastofnunar við útgáfu rekstrarleyfis en ekki sé að ræða um ákvörðun sem bindi enda á mál. Þá eigi undantekningar frá því ákvæði ekki við í málinu. Með vísan til þess yrði kærumálinu vísað frá úrskurðarnefndinni. Rætt var við Benediktu Guðrúnu Svavarsdóttur formann félagsins og Katrínu Oddsdóttur lögmann um áformin í Kvöldfréttum á dögunum. Hátt í fimm þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að stöðva leyfisveitinguna. Sjókvíaeldi Múlaþing Stjórnsýsla Fiskeldi Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Þann 12. desember gaf Matvælastofnun út tillögu að rekstrarleyfi Kaldvíkur hf. til fiskeldis í Seyðisfirði. Frestur til að skila inn athugasemdum við tillöguna rann út í gær. Í úrskurðinum, sem kveðinn var upp í dag, segir að í upphafi árs hafi VÁ og eigendur jarðarinnar Dvergasteins á Seyðisfirði óskað eftir því við Matvælastofnun að frestur til athugasemda við auglýsta tillögu að rekstrarleyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði yrði framlengdur. Kærendur hafi vísað til þess að nýju áhættumati frá Hafrannsóknarstofnun hefði verið frestað og fyrir vikið lægju ekki fyrir ný viðmið frá því að umfangsmiklar slysasleppingar og umhverfisslys hefðu orðið í atvinnugreininni. Matvælastofnun hafi gefið þau svör að stofnunin teldi ekki þörf á að framlengja umræddan frest. Kærendur hafi þá ítrekað beiðni sína en stofnunin vísað til fyrra svars og hafnað beiðninni. Í kjölfarið hafi synjunin verið kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í niðurstöðum nefndarinnar kemur fram að samkvæmt stjórnsýslulögum verði stjórnvaldsákvörðun, sem ekki bindi enda á mál, ekki kærð fyrr en málið hafi verið til lykta leidd. Hin kærða ákvörðun varði málsmeðferð Matvælastofnunar við útgáfu rekstrarleyfis en ekki sé að ræða um ákvörðun sem bindi enda á mál. Þá eigi undantekningar frá því ákvæði ekki við í málinu. Með vísan til þess yrði kærumálinu vísað frá úrskurðarnefndinni. Rætt var við Benediktu Guðrúnu Svavarsdóttur formann félagsins og Katrínu Oddsdóttur lögmann um áformin í Kvöldfréttum á dögunum. Hátt í fimm þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að stöðva leyfisveitinguna.
Sjókvíaeldi Múlaþing Stjórnsýsla Fiskeldi Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira