Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Valur Páll Eiríksson skrifar 22. janúar 2025 09:33 Snorri Steinn Guðjónsson segir íslenska liðið þurfa að gleyma Slóvenaleiknum en byggja á frammistöðuna gegn Egyptum. Vísir/Vilhelm „Það versta sem við gerum er að staldra við þennan leik og fara að hrósa okkur of mikið,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, og á þar við sigur Íslands á Slóveníu í fyrrakvöld. Öll einbeiting er á Egyptum sem strákarnir mæta í kvöld. „Þú getur ekki verið uppi í hæstu hæðum. Þetta var nú bara riðillinn sko, það er nóg eftir og ekkert búið að gerast nema að við erum með fjögur stig. Mikið fram undan og erfiðir leikir,“ segir Snorri Steinn. Klippa: Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Búast má við töluvert frábrugðnum leik en þeim sem strákarnir spiluðu við Slóvena. Egyptar eru allt öðruvísi lið, en að sama skapi vill Snorri halda í einkenni íslenska liðsins. „Auðvitað þurfum við að hafa okkar identity á hreinu en við þurfum líka að geta aðlagað það að öðrum. Það er alveg rétt að þetta er öðruvísi lið. Töluvert frábrugðið því sem Slóvenar gera. Það er gríðarleg vigt í þessu, þeir eru þungir, stórir og sterkir. Þeir geta skotið fyrir utan og eru með frábæran línumann sem er mjög erfitt að eiga við,“ segir Snorri og bætir við: „Við þurfum að fara yfir eitt og annað og vera tilbúnir í það. En á sama tíma, það sem þarf að vera eins, er að við þurfum að spila okkar varnarleik, helst, á okkar forsendum. Að við séum að sækja hlutina frekar en að vera að bíða eftir því sem Egyptarnir ætli að gera,“ segir Snorri Steinn. Líkt og greint var frá á Vísi í fyrradag gáfu Egyptar það út að stórskyttan Dodo yrði ekki með í milliriðlinum. Það munar um minna en þegar eru tveir í hans stöðu frá. Snorri segir þó geta verið að Egyptar séu að setja upp leikþátt og geti verið að Dodo verði klár í slaginn. „Alveg örugglega. Þetta er frábær leikmaður og einn af þeirra lykilmönnum. Það hefur eflaust einhver áhrif. Kannski er þetta einhver póker, ég veit það ekki, við þurfum líka að gera ráð fyrir honum. Þetta er bæði gott og slæmt hvað undirbúninginn varðar. En þeir eru með fullt af leikmönnum, sem kannski ekki allir þekkja,“ segir Snorri Steinn. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Sjá meira
„Þú getur ekki verið uppi í hæstu hæðum. Þetta var nú bara riðillinn sko, það er nóg eftir og ekkert búið að gerast nema að við erum með fjögur stig. Mikið fram undan og erfiðir leikir,“ segir Snorri Steinn. Klippa: Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Búast má við töluvert frábrugðnum leik en þeim sem strákarnir spiluðu við Slóvena. Egyptar eru allt öðruvísi lið, en að sama skapi vill Snorri halda í einkenni íslenska liðsins. „Auðvitað þurfum við að hafa okkar identity á hreinu en við þurfum líka að geta aðlagað það að öðrum. Það er alveg rétt að þetta er öðruvísi lið. Töluvert frábrugðið því sem Slóvenar gera. Það er gríðarleg vigt í þessu, þeir eru þungir, stórir og sterkir. Þeir geta skotið fyrir utan og eru með frábæran línumann sem er mjög erfitt að eiga við,“ segir Snorri og bætir við: „Við þurfum að fara yfir eitt og annað og vera tilbúnir í það. En á sama tíma, það sem þarf að vera eins, er að við þurfum að spila okkar varnarleik, helst, á okkar forsendum. Að við séum að sækja hlutina frekar en að vera að bíða eftir því sem Egyptarnir ætli að gera,“ segir Snorri Steinn. Líkt og greint var frá á Vísi í fyrradag gáfu Egyptar það út að stórskyttan Dodo yrði ekki með í milliriðlinum. Það munar um minna en þegar eru tveir í hans stöðu frá. Snorri segir þó geta verið að Egyptar séu að setja upp leikþátt og geti verið að Dodo verði klár í slaginn. „Alveg örugglega. Þetta er frábær leikmaður og einn af þeirra lykilmönnum. Það hefur eflaust einhver áhrif. Kannski er þetta einhver póker, ég veit það ekki, við þurfum líka að gera ráð fyrir honum. Þetta er bæði gott og slæmt hvað undirbúninginn varðar. En þeir eru með fullt af leikmönnum, sem kannski ekki allir þekkja,“ segir Snorri Steinn. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Sjá meira