Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 25. janúar 2025 07:02 Lilja Eivor Gunnarsdóttir Cederborg og eiginmaður hennar Magnús Björgvin Sigurðsson misstu son sinn Gunnar Unnstein í maí 2023 eftir einungis nokkurra daga veikindi. Lilja er dugleg að ræða um hann og heiðrar minningu hans með lífsgleði. Vísir/RAX „Það var ekkert annað í boði en að læra að lifa. Til heiðurs honum þá vil ég lifa hamingjusömu og fallegu lífi,“ segir Lilja Eivor Gunnarsdóttir Cederborg. Lilja býr yfir meiri seiglu heldur en flestir þurfa á ævinni að sýna af sér. Vorið 2023 lést fjögurra ára gamall sonur hennar skyndilega og í langan tíma segist hún hafa verið skelin af sjálfri sér. Lilja heldur fast í mikilvægi lífsgleðinnar í dag sem hefur reynst henni mikilvægt haldreipi. Blaðamaður ræddi við Lilju um missinn, áföllin, sorgina, lífsviljann, gleðina, mikilvægi minninganna, nýtt hlaðvarp um sorg sem hún var að fara af stað með og margt fleira. Lilja var að fara af stað með hlaðvarpið Sorgarkastið. Í fyrsta þættinum fær hún eiginmann sinn Magnús Björgvin sem viðmælanda og þau fara yfir sorgina og þeirra sögu. Hér á veggnum má sjá strákana þeirra tvo, Gunnar Unnstein og Pálmar.Vísir/RAX Lilja Eivor Gunnarsdóttir Cederborg er hálf sænsk í móðurætt. Hún er fædd árið 1993, gift Magnúsi Björgvini Sigurðssyni og búa þau í Laugardalnum. Þau eru bæði með háskólagráðu í tómstunda- og félagsmálafræði og frá 2018 hefur Lilja starfað sem þjálfari hjá fyrirtækinu Kvan sem sérhæfir sig í fyrirlestrum, markþjálfun, ráðgjöf og öðru slíku. Lést nokkrum dögum eftir fjögurra ára afmælið Gunnar Unnstein Magnússon lést 24. maí 2023 nokkrum dögum eftir fjögurra ára afmælisdag sinn. „Hann fær kvefpest sem við fáum seinna að vita að er adenovírus. Það er í raun venjuleg kvefpest sem allir Íslendingar fá en hann bregst rosalega illa við henni og fer upp á spítala vegna þess að hann er farinn að missa jafnvægið,“ segir Lilja. Í nýju hlaðvarpi hennar Sorgarkastinu ræðir Lilja við fjölbreyttan hóp fólks sem hefur misst ástvin og kannar ólíkar hliðar sorgarinnar. Í fyrsta þætti hlaðvarpsins ræðir Lilja við eiginmann sinn um þeirra missi. Gunnar Unnsteinn var mikill gleðigjafi sem elskaði að spjalla við og vera í kringum fólk, dansa og hlusta á tónlist.Ína María „Þetta endar þannig að þessi vírus dreifist í heilann á Gunnari syni okkar og tekur yfir þar. Hann deyr tíu dögum seinna. Hann varð veikur á fjögurra ára afmælisdaginn sinn og er bara dáinn nokkrum dögum seinna. Það var gríðarlegt áfall. Hann var ekkert veikur fyrir og þetta var svo rosalega mikið sjokk. Maður er bara í raun tekinn algjörlega út úr lífinu og maður fer í eitthvað algjört ástand. Ég man ekkert eftir fyrstu mánuðunum sem komu í kjölfarið, bara ekki neitt.“ Gríðarlega mikilvægt að geta rætt um líf Gunnars Lilja segir að ástæða þess að hún geti tjáð sig um þetta núna sé vegna þess að hún sé lengi búin að vera í áfallameðferð. „Þar er ég búin að segja þetta aftur og aftur og ég fann hve mikilvægt það var fyrir mér að geta talað um þetta. Í algjörri hreinskilni langaði mig ekkert að lifa eftir þetta. En við vorum nýbúin að eignast yngri strákinn okkar hann Pálmar þannig að það var bara ekkert annað í boði en að læra að lifa. Ég hugsaði: „Ég er með pínulítið barn sem á skilið allt það besta. Hvernig ætla ég að vera mamma hans eftir þetta?“ Við vissum bara að við yrðum að vera til staðar fyrir hann og við yrðum að gera það vel, hvernig gerir maður það?“ Falleg fjölskylda. Magnús og Lilja með sonum sínum Gunnari Unnsteini og Pálmari.Ína María Fyrstu mánuðirnir eftir fráfall Gunnars eru í algjörri móðu hjá Lilju og Magnúsi og segir hún að þau hefðu aldrei komist í gegnum þetta ef það væri ekki fyrir ótrúlegt bakland þeirra. „Ég vissi líka að ef ég ætlaði að geta þetta þá yrði ég að gera það þannig að ég geti rætt þetta. Í byrjun sá maður það ekkert endilega fyrir sér. Það var bara allt svo ótrúlega hrátt og sárt. Með tímanum varð það svo það eina sem mér fannst meika sens.“ Heiðrar minningu hans með því að halda í lífsgleðina Gunnar Unnsteinn var sömuleiðis mikil fyrirmynd fyrir móður sína. „Hann var svo ótrúlega lífsglaður og horfði svo fallega á lífið. Hann var svo jákvæður og vinamargur, hann var rosalega til í að tala við fólk og fá alla með, það var mjög stór partur af honum. Hann var alltaf að reyna að búa til stemningu, biðja um að kveikja á tónlist og við dönsuðum öll. Hann var bara svo lífsglaður. Það situr eftir hjá mér mest þegar ég minnist hans. Maður var alltaf að hugsa þetta, ef ég ætla að lifa áfram, hvað ætla ég að kenna Pálmari og hvernig ætla ég að lifa? Mig langar að gera það svona. Að finna það fallega í lífinu og að það sé hægt að finna hamingjuna þrátt fyrir svona stór áföll. Til heiðurs honum þá vil ég lifa hamingjusömu og fallegu lífi.“ @liljaeivorgunnars Gunnar kunni svo innilega að njóta lífsins, hann elskaði tónlist, ís, að liggja í heita pottinum og slaka á, grínast, dansa, syngja, og hann var sérlega góður í því að fá fólk með sér í stuð. Hann var svo jákvæður og upplifði heiminn svo fallegan. Gunnar bræddi hjörtu þeirra sem hann kynntist. Mamma, pabbi og litli bróðir sakna þess að knúsa, spjalla og hlægja með þér elsku besti Gunni okkar❤️ ♬ you are my sunshine - christina perri „Hjálpin bankar ekki upp að dyrum“ Aðspurð hvar hún finni lífsgleðina segir Lilja: „Ég finn hamingjuna í fólkinu okkar lang mest. Að vera með öllum sem okkur þykir vænt um, að tengjast öðrum og að dýpka þær tengingar sem maður er með. Það er aftur út af því hvernig hann var. Það er auðvitað rosalega auðvelt að segja þetta en svo er maður með allt taugakerfið sitt sem leyfir manni ekkert alltaf að finna fyrir hamingjunni. Það væri rosalega auðvelt að geta bara verið alltaf glaður og tekið þessu með rosalegu æðruleys en það er ekkert alltaf þannig. Það eru alveg dagar þar sem maður liggur í rúminu og það er allt svart.“ Þá sé sömuleiðis gríðarlega mikilvægt að fá aðstoð. „Það sem hefur verið sterkast hjá okkur er að standa upp og leita okkur hjálpar. Það var líka svolítið stórt fyrir okkur að uppgötva að hjálpin bankar ekkert upp að dyrum, það er ekki bara sálfræðingur sem kemur heim til þín. Þrátt fyrir að lenda í svona áfalli þá þarftu samt sjálf að standa upp og ákveða þetta. Þú ert auðvitað með frábæran stuðning í kringum þig en það að fara sjálf til sálfræðings og í áfallameðferð, það er hrikalega erfitt. Þú verður að taka þessa ákvörðun sjálf og átta þig á því að það er enginn annar að fara að gera það fyrir þig, þú berð bara ábyrgð á því sjálf.“ Sorgin mjög einstaklingsbundin Hún segir þau hjónin mjög ólík í þessu flókna ferli sem sorgin er. „Ég er mjög mikið þannig að ég vil tala við alla sem vilja tala við mig og mér finnst mjög gott að tala um hann. Ég elska þegar fólk minnist hans, deilir einhverju sem þau muna eftir eða segir til dæmis hann Gunnar Unnsteinn hefði nú haft gaman að þessu. Mér þykir mjög vænt um þetta. Maggi er ólíkur mér í því, hann vill ekki kannski endalaust vera að tala um hann, frekar bara þegar hann byrjar að tala um það. Það hentaði honum ekki að tala við alls konar fólk en ég var rosa mikið þar.“ Upphaflega sóttu þau aðstoð til Sorgarmiðstöðvarinnar. „Þau bjóða upp á frábæra þjónustu. Við fórum í hópastarf þar og hittum aðra foreldra sem höfðu farið í gegnum missi. Þar kynntumst við fólki sem var í svipuðum sporum og þar fundum við hvað það hjálpaði mjög mikið. Ég hef sömuleiðis verið að mæta í Birtu sem er félag foreldra sem hafa misst skyndilega, það eru svo önnur samtök fyrir foreldra með langveik börn. Ég hef rosalega mikið verið í þessu og talað við alls konar fólk í gegnum samfélagsmiðla og hvað eina. Svo ákvað ég að gera hlaðvarpið og Maggi kemur inn sem fyrsti gestur þar sem við segjum okkar sögu.“ Erfiðu dagarnir óumflýjanlegir Hún segist í fyrstu hafa þurft að sannfæra hann um þetta en eftir á hafi þau bæði fundið hversu gott þau höfðu haft af þessu. „Líka það að fara saman í gegnum þetta, maður er ekki alltaf endilega að setjast niður og tala um þetta frá byrjun til enda. Þetta var ótrúlega gott fyrir okkur og ég er mjög þakklát fyrir það hvað Maggi opnaði sig. Það eru án efa margir sem tengja við það að vera saman í sorgarferlinu en vera með ólíkar þarfir og fara í gegnum þetta á mismunandi hátt.“ Lilja segir að það geti að sjálfsögðu verið mikill dagamunur á hennar líðan. „Ég fann snemma að ég ætlaði bara að gera allt sem ég gat og leita mér þeirrar hjálpar sem var í boði en samt koma óumflýjanlega dagar þar sem ég get ekki ímyndað mér að horfa á myndbönd af honum eða tala um hann. Það er þetta sveiflukennda ferli, maður veit aldrei hvert þetta er að fara með mann.“ Lilja fór fljótt að leita sér hjálpar við sorginni og áfallinu og er þakklát fyrir það að hafa farið þá leið.Vísir/RAX Áfallameðferðin hjálpaði henni hvað mest. „Það voru augnablik í þessu ferli sem voru bara svo hræðileg og ég gat einfaldlega ekki sofið. Þessar minningar herjuðu bara algjörlega á mig. Það hefði verið mjög auðvelt að fara einhverja ranga leið og sækja í óheilbrigðar leiðir til þess að slökkva á einhverju eða deyfa. Ég er rosalega þakklát fyrir það að ég fór þessa leið. Það er ótrúlega erfitt og ég skil það þegar fólk getur það ekki fyrst.“ „Fólk er miklu stærra en þessi eini dagur þegar það lést“ Með tilkomu hlaðvarpsins vill Lilja miðla því hvernig þau hjónin sjá lífið eftir að Gunnar lést. „Og þetta stóra og mikilvæga, að fá að heyra hvernig aðrir upplifa sorgina og hvaða leiðir fólk fer. Því maður tengir kannski við sumt og svo ekki annað. Ég fann það bara svo sterkt þegar ég hitti allt þetta fólk sem hafði gengið í gegnum missi hvað mér fannst þetta mikilvægar sögur. Að fá að heyra hvernig fólk lifði. Fólk er miklu stærra en þessi eini dagur þegar það lést. Það er verið að minnast fólks fyrir líf þeirra, allt sem það gerði og allt það fallega sem það skildi eftir sig. Ég hef reynt að finna jafnvægi í því.“ Lilja segir sjálfsmildið gríðarlega mikilvægt. Sömuleiðis sé hún lánsöm með það hve vel hún og Maggi þekkja hvort annað og hvað þau þekkja vel inn á hvort annað. „Hann getur sagt: „Núna þarf Lilja smá pásu og fá að liggja í dag“. Það er bara allt í lagi að leyfa sér það. En síðan þarf að vita hvenær þarf maður að standa aftur upp. Það er alveg auðvelt að detta of langt í það að hugsa: „Ég má liggja hérna í marga daga og sleppa því að fara í sturtu og sleppa því að borða“. Þegar maður er kominn svona langt niður þá er svolítið erfitt að rífa sig upp. Þá er svo gott að heyra: „Þú þarft að fara í göngutúr“ og vita að það sé rétt. Þú færð súrefni og allt í einu ertu endurnærðari og ferð að sjá hlutina öðruvísi. En jú sjálfsmildið er rosalega mikilvægt alltaf þegar þú ferð í gegnum áföll. Að geta sagt ég má gera minna og ég þarf ekki að vera alltaf í öllu eða sinna öllu.“ Ómetanlegur lærdómur að kunna að þiggja hjálp Það getur verið ákveðin kúnst að leita hjálpar og Lilja lærði mikið af því að geta beðið um hjálp og enn frekar að kunna að þiggja hjálpina. „Það eru rosalega margir tilbúnir að hjálpa manni þegar maður gengur í gegnum erfiða hluti en manni finnst kannski oft eins og maður sé að vera frekur þegar maður segir já. Ég hef heyrt frá mörgum að þau hafi átt erfitt með að þiggja aðstoð frá fólkinu sínu en ég sagði bara já við öllu. Við vorum bara já takk, við þiggjum þetta. Við fengum ómetanlega hjálp og fjölskyldan okkar gisti hjá okkur fyrstu vikurnar. Maður þarf að kyngja stoltinu, fólk er oftast ekki að bjóða fram hjálp nema það meini það. Það er oftast eitthvað til í því. Sömuleiðis að þrátt fyrir að það sé eitthvað liðið síðan manneskjan bauð hjálp þá er allt í lagi að biðja um hana seinna.“ Lilja og Magnús giftu sig í garðinum heima nokkrum mánuðum eftir sonarmissinn. Lilja segir daginn hafa verið bæði fallegan og skrýtinn en það hafi gert gríðarlega mikið fyrir þau.Ína María Sömuleiðis bætir hún við að það sé oft kærkomið fyrir aðstandendur að fá að aðstoða Giftu sig í garðinum heima og héldu minningu Gunnars á lofti Lilja og Magnús festu kaup á húsnæði í Laugardalnum ári áður en þau misstu Gunnar. Hún segir að garðurinn hafi verið í slæmu ástandi og yfir sumarið hafi þau unnið að því að gera hann fallegan og boðið vinum sínum að eyða tíma með þeim þar. „Allir sem vildu koma fengu að koma. Það myndaðist svolítið samfélag yfir sumarið þar sem við gerðum garðinn rosalega fallegan og enduðum sumarið á að gifta okkur heima í garðinum. Það var ótrúlegt og mjög skrýtið. Það var rosalega skrýtið að plana brúðkaup og gleðjast.“ Litlu frændur Gunnars gengu með mynd af honum að altarinu í brúðkaupinu og var minning Gunnars heiðruð á fallegan hátt.Ína María Brúðkaupsdagurinn hafi verið að mörgu leyti magnaður. „Það var margt í brúðkaupinu gert til þess að minnast hans. Við höfum haldið í alls konar hefðir í kringum það að minnast hans, bæði í litla og stóra hluti. Litlu frændur Gunnars gengu með mynd af honum að altarinu og við vorum með hann á milli okkar. Ég var með mynd af honum í blómvendinum mínum og Maggi var með mynd af honum í jakkafatavasanum. Við spiluðum uppáhalds lögin hans í partýinu og við reyndum að skapa stórt rými fyrir hann.“ Lilja var með mynd af Gunnari í brúðarvendinum.Ína María Í dag finnist þeim hálf súrrealískt að hugsa til þess að þau hafi gift sig á þessum tíma en það hafi verið gríðarlega gott að hafa eitthvað til þess að vinna að. „Við þurftum eitthvað til þess að hjálpa okkur að vakna á daginn. Að geta sagt ah já, ég á eftir að panta köku. Það var bara svo ótrúlega gott fyrir okkur. Gunnar lést 24. maí og við giftum okkur 19. ágúst. Mér finnst alveg ótrúlegt að segja það, ég er sjálf bara: Ha, hvernig gátum við þetta? Við höfum oft talað um það að við gætum aldrei verið að plana brúðkaup núna. Við erum í svo mikilli áfallavinnu núna að það væri bara of erfitt.“ Mikilvægt að bíða aðeins með áfallavinnuna Samkvæmt Lilju er aldrei mælt með því að byrja í áfallavinnu beint eftir missi. Frekar eigi aðeins að bíða með að hefja áfallameðferð. „Maður er bara ennþá að fara í gegnum sjokkið og er ekki tilbúinn. Það var heldur ekki mælt með því að við byrjuðum strax í hópastarfinu. Þannig að þetta var rosalega gott. Þarna vorum við með eitthvað verkefni og þetta snerist allt um fólkið okkar, ástina og þetta samfélag sem myndast oft þegar einhver deyr. Þá finnur maður fyrir þessari samheldni, allir standa saman.“ Það er erfitt að ímynda sér erfiðari áskorun fyrir par en að missa barn. Þau leituðu strax til sálfræðings saman og það hafi skipt sköpum. „Sálfræðingurinn sagði: Þið eruð að fara að vera versta útgáfan af sjálfum ykkur. Þetta er að fara að vera ótrúlega erfitt fyrir sambandið ykkar. Við vorum ótrúlega heppin að geta talað við hana um þetta. Hvernig er maður sjálfur að ganga í gegnum það hræðilegasta sem maður getur ímyndað sér og þarf á sama tíma að geta verið til staðar? Það er mjög flókið. En ég myndi segja að við höfum gert það ágætlega. Auðvitað hefur það verið upp og niður, eins og er alltaf í samböndum. Maður hefur þurft að stíga skref til baka og hugsa hvernig gerum við þetta? En ég held að það hafi verið mjög gott að við fórum mjög snemma til fagaðila sem hjálpaði okkur betur að skilja. Hann upplifir hlutina á einn hátt út frá sinni líðan og ég út frá minni líðan. Þarna náðum við með dýpri skilning á hvort öðru.“ Mikill léttir að senda þetta út Sorgarkastið hefur verið lengi í bígerð og segir Lilja mikinn létti að vera búin að senda út fyrsta þátt. „Ég á það alveg til að byrja á einhverju og ekki klára það eða byrja á einhverju og halda að það sé ekkert mál,“ bætir hún við kímin og segist snemma hafa fattað hversu mikil vinna þetta væri. Lilja hafi ekki séð annað fyrir sér en að hún myndi klippa þáttinn sjálf. „Svo er ég búin að vera á Youtube á kvöldin algjörlega buguð að reyna að gera þetta,“ segir Lilja og hlær. Hún hafi því leitað til Linusar Orra, bróður síns. „Hann er mjög góður í þessu og gat hjálpað mér.“ Hún segist hafa lært gríðarlega mikið við gerð hlaðvarpsþáttanna. „Ég er mjög stolt af mér og Magga að geta sagt söguna okkar og geta komið þessu frá okkur og ég er búin að fá að taka viðtöl við ótrúlegt fólk. Ég vildi búa til hlaðvarp sem væri á léttari nótum þótt við séum að tala um þungt málefni. Þetta er meira samtalsform og við erum að tala um allar hliðar sorgarinnar. Minnsta áherslan er á hvað veldur því að maður missi manneskjuna, heldur meira á allt í kringum sorgina. Hvað gerir maður til að halda áfram, hvað er skrýtið í sorginni, hvað er skrýtið að þurfa að gera þegar maður er á þessum stað?“ Hér má sjá fyrsta þátt af Sorgarkastinu á streymisveitunni Youtube: Sjálfsmyndin gjörbreytt Þá sé gjörólíkt hjá hverjum og einum hvað sé það skrýtnasta í þessu ferli. Aðspurð hvað það sé fyrir hana segir Lilja: „Það er mjög skrýtið að vera allt í einu orðin allt önnur manneskja fyrir öllum. Allt í einu er ég orðin mamman sem missti barnið sitt og það er rosalega skrýtið að finna sterkt fyrir því að allir hugsi það þegar þeir sjá mann. Ég hef aldrei verið með kvíða og ég hef alltaf opin og mikil félagsvera. Að allt í einu að vera kvíðin við að fara inn í fjölmennan hóp og vita að ég sé að fara að fá alls konar spurningar hefur verið mjög krefjandi. Ég er kannski búin að venjast því aðeins meira. En núna er maður allt í einu einhver allt annar. Þetta breytir svo sjálfsmyndinni manns. Þannig að það skrýtnasta er örugglega að vera úti að skemmta sér og fá skrýtnar spurningar eða augngotur.“ Mægðinin Lilja og Gunnar Unnsteinn á fallegri stundu.Ína María Blaðamaður spyr Lilju þá hvort fólk hafi verið markalaust í hennar garð. „Ég myndi segja að allir séu að reyna sitt besta. Ég held að allir séu að reyna að segja það rétta og það sé mjög erfitt. Ég get bara sagt það hreint út að það er ekkert rétt að segja. Og það er aldrei neinn að minna mig á hann, ég veit þetta og ég man þetta alltaf. Mér finnst mjög gott þegar fólk kemur til mín og segir ég samhryggist. Síðan eru ekki allir þar náttúrulega. En þetta snýst kannski meira um stað og stund. Stundum er það alveg skrýtið að vera hlæjandi einhvers staðar og vera mjög meðvituð um það að fólk sé að horfa á mig af því ég er hlæjandi. Ég finn það alveg að fólki finnst það skrýtið, sérstaklega alveg í byrjun. Ég fór ekki út í margar vikur en þegar ég fór í fyrsta skipti út að borða þá var ég mjög meðvituð um að fólki fyndist það kannski skrýtið.“ Gott og skrýtið að ná að brosa aftur Lilja segist í gegnum tíðina gjarnan hafa reynt að geðjast fólki. „Því miður eru alltaf einhverjir sem hugsa: Vá, ég myndi ekki haga mér svona eða gera þetta. En þau munu vonandi aldrei þurfa að vera í mínum sporum eða skilja það sem ég var að ganga í gegnum.“ Hún segist að mestu hafa náð að fjarlægja sig frá áliti annarra og náð að finna hliðar af sér aftur hægt og rólega. „Í fyrstu hugsaði ég sjálf að ég myndi aldrei verða lík sjálfri mér aftur, ég myndi aldrei brosa aftur. Síðan er bara ótrúlega gott og skrýtið að brosa aftur. Það var ekkert svo löngu seinna sem við fundum bara jú, það er einhver persónuleiki þarna enn þá.“ Lilja ásamt móður sinni á fallegri stundu í brúðkaupinu í garðinum.Aðsend Hún segist þó finna að hún sé allt öðruvísi manneskja eftir áfallið. „Þetta breytir manni. En hægt og rólega finnur maður að það er hægt að halda í gleðina og það er bara svo ótrúlega mikilvægt. Ég hugsaði bara ef ég ætla að vera hérna ennþá þá ætla ég að gera það vel. Fyrir Pálmar, fyrir Magga og fyrir mig sjálfa. Það er ekki sanngjarnt ef Pálmar fær ekki sömu mömmu og Gunnar fékk. Þótt ég viti alveg að það verði ekki alveg eins. Ég held líka að ég sé núna búin að kynnast þessari Lilju. Maður þarf að fara í það að sýna sjálfri sér mildi og gera allt sem lætur manni líða vel.“ Gleði Pálmars ómetanlegur kraftur Pálmar sonur Lilju og Gunnars verður tveggja ára í lok janúar og hann veit hver Gunnar bróðir hans er, bendir á myndir af honum og talar stundum við hann. „En það er rosalega skrýtið líka því hann er eini í fjölskyldunni sem veit ekki hvernig það var að vera með Gunnari, hann heyrir það bara í gegnum okkur.“ Lilja segir að Pálmar hafi verið helsta hvatning foreldranna að halda í gleðina sem hafi verið mikilvæg áskorun. „Ég á svo sterka minningu af því þegar Maggi er að skipta á honum nokkrum dögum eftir að við missum og Maggi er hágrátandi. Ég stend frekar dofin og er að horfa á þá og er ekki búinn að sofa neitt. Pálmar er þarna nýbyrjaður að hlæja og hann fer bara í hláturskast og er að hlæja og hlæja. Svo förum við bara í algjört hláturskast og það var svo gott og svo skrýtið. Pálmar er bara svona, hann er ótrúlega glaður, veit ekkert hvað er í gangi og hamingjan hans er svo tær. Hann hefur fært okkur, allri fjölskyldunni og öllum vinum okkar þetta. Hann var glaður sama hvað og vissi aldrei hvað var í gangi. Ég held ótrúlegt en satt að hann hafi lítið fundið fyrir því. Allt okkar fólk var þarna og hann fékk svo mikla umhyggju. Öll ástin sem við gátum ekki gefið Gunna rann til hans. Hann fékk eiginlega tvöfalda ást. Ég er rosalega þakklát fyrir foreldra okkar og vini. Það er magnað hvað við höfum fengið mikinn stuðning og fáum enn. Þetta hefur örugglega verið ótrúlega krefjandi krefjandi fyrir þau líka.“ „Hann varð líflínan mín“ Móðir Lilju, Maria Cederborg, var sömuleiðis ómetanlegur stuðningur. „Hún hjálpaði mér gríðarlega mikið í þessari tengingu við Pálmar. Fyrstu dagana átti ég mjög erfitt með að halda á honum. Ég var bara einhver skel af manneskjunni sem ég var og í áfalli. Ég var með hann á brjósti og mamma kom bara með hann inn í herbergi og setti hann á brjóstið og lagði hann hjá mér.“ Lilja ásamt móður sinni Mariu sem var gríðarlegur stuðningur fyrir hana eftir áfallið. Þær mæðgur eiga einstaklega fallegt samband.Aðsend Þessi stuðningur var ómetanlegur fyrir Lilju. „Það gerði svo ótrúlega mikið fyrir okkur því ég átti mjög erfitt með að hafa hann hjá mér. Mér fannst það bara of mikið. En af því hún gerði þetta þá fór hann kannski að hlæja þegar hann lá hjá mér og þessi tenging varð svo sterk. Hann varð líflínan mín. Ég vildi bara alltaf vera með honum.“ Nauðsynlegt að taka ábyrgð á að vinna úr áföllum Sorgarkastið má hlusta á hér en Lilja kemur til með að gefa út sex þætti í heildina í þessari fyrstu seríu. Hún ákvað að setja sem minnsta pressu á sig, virða taugakerfið sitt og gefa hvern þátt út þegar best hentar. „Maður er að hlusta á fólk opna á sín dýpstu og erfiðustu sár og svo er ég að hlusta á það aftur þegar ég er að klippa þetta. Það tekur á og ég vil gera þetta vel. Ég er svolítið bara að reyna að miðla þessu áfram, hvernig maður lifir eftir sorgina og með henni og allt sem kemur í kjölfar þess. Síðan þessi hamingja í lífinu, að reyna að finna hana alltaf aftur. View this post on Instagram A post shared by Sorgarkastið (@sorgarkastid) Svo finnst mér líka rosalega stór hluti af þessu að maður vinni úr áföllunum, auðvitað taki sinn tíma, en að maður taki að lokum ábyrgð á því. Það er svo mikilvægt fyrir okkur sjálf og fólkið í kringum okkur. Að afkomendur okkar beri ekki áföllin okkar eða fólkið í kringum okkur. Mér finnst það það mikilvægasta. Ég varð einhvern veginn að finna leið til þess. Fyrir mig er það líka aðallega það að ég vil ekki vera bitur og reið allt mitt líf. Mér finnst það ósanngjarnt fyrir alla aðra líka. Ég hef auðvitað farið í gegnum allar tilfinningar, ég hef verið reið, sár og bitur út í lífið. Tilhlökkunin var lengi að koma en ég finn fyrir henni aftur.“ Lífið snúist ekki bara um að þrauka Hún segir að það sé auðvelt fyrir fólk að halda að það þurfi ekki að vinna úr þessu vegna þess að því líði ágætlega. „Þetta snýst um meira en það að komast bara í gegnum daginn. Hvernig líður þér í sjálfri þér og hvernig bregstu við þegar einhver talar um áföllin þín? Að geta búið í öllu sem þú hefur gengið í gegnum. Ekki bara þrauka. Lilja líður vel í starfinu hjá Kvan og segir þau hafa verið virkilega skilningsrík og hjálpsöm eftir áfallið. Magnús eiginmaður hennar hefur einnig starfað sem ráðgjafi hjá Kvan og sömuleiðis í frístundastarfi og í félagsmiðstöð og hafa þau hjónin virkilega gaman að því að starfa með börnum og ungmönnum. Lilja er í dag líka að skrifa barnabók með vinkonu sinni um Gunna en leggur upp úr því að taka eitt skref í einu. „Ég er hjá Virk núna í endurhæfingu og ætla bara aðeins að sjá til hvað verður. Ég fylgi ástríðunni og því sem ég vil gera hverju sinni og það skiptir máli að vera í takt við eigin líðan.“ Að lokum vill Lilja impra á einu. „Það er í lagi að minnast þeirra sem maður missir. Af þeim sem ég hef talað við þá þykir lang flestum vænt um það. Auðvitað þarf maður aðeins að lesa í aðstæður og spá í stað og stund en það er ótrúlega gott þegar maður heyrir að manneskjan hafi skipt máli, að fólk hugsi til hennar og að hún lifi þannig áfram, að maður sé að tala um hana í hversdagsleikanum.“ Helgarviðtal Geðheilbrigði Sorg Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Lífið Fleiri fréttir „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life Sjá meira
Lilja heldur fast í mikilvægi lífsgleðinnar í dag sem hefur reynst henni mikilvægt haldreipi. Blaðamaður ræddi við Lilju um missinn, áföllin, sorgina, lífsviljann, gleðina, mikilvægi minninganna, nýtt hlaðvarp um sorg sem hún var að fara af stað með og margt fleira. Lilja var að fara af stað með hlaðvarpið Sorgarkastið. Í fyrsta þættinum fær hún eiginmann sinn Magnús Björgvin sem viðmælanda og þau fara yfir sorgina og þeirra sögu. Hér á veggnum má sjá strákana þeirra tvo, Gunnar Unnstein og Pálmar.Vísir/RAX Lilja Eivor Gunnarsdóttir Cederborg er hálf sænsk í móðurætt. Hún er fædd árið 1993, gift Magnúsi Björgvini Sigurðssyni og búa þau í Laugardalnum. Þau eru bæði með háskólagráðu í tómstunda- og félagsmálafræði og frá 2018 hefur Lilja starfað sem þjálfari hjá fyrirtækinu Kvan sem sérhæfir sig í fyrirlestrum, markþjálfun, ráðgjöf og öðru slíku. Lést nokkrum dögum eftir fjögurra ára afmælið Gunnar Unnstein Magnússon lést 24. maí 2023 nokkrum dögum eftir fjögurra ára afmælisdag sinn. „Hann fær kvefpest sem við fáum seinna að vita að er adenovírus. Það er í raun venjuleg kvefpest sem allir Íslendingar fá en hann bregst rosalega illa við henni og fer upp á spítala vegna þess að hann er farinn að missa jafnvægið,“ segir Lilja. Í nýju hlaðvarpi hennar Sorgarkastinu ræðir Lilja við fjölbreyttan hóp fólks sem hefur misst ástvin og kannar ólíkar hliðar sorgarinnar. Í fyrsta þætti hlaðvarpsins ræðir Lilja við eiginmann sinn um þeirra missi. Gunnar Unnsteinn var mikill gleðigjafi sem elskaði að spjalla við og vera í kringum fólk, dansa og hlusta á tónlist.Ína María „Þetta endar þannig að þessi vírus dreifist í heilann á Gunnari syni okkar og tekur yfir þar. Hann deyr tíu dögum seinna. Hann varð veikur á fjögurra ára afmælisdaginn sinn og er bara dáinn nokkrum dögum seinna. Það var gríðarlegt áfall. Hann var ekkert veikur fyrir og þetta var svo rosalega mikið sjokk. Maður er bara í raun tekinn algjörlega út úr lífinu og maður fer í eitthvað algjört ástand. Ég man ekkert eftir fyrstu mánuðunum sem komu í kjölfarið, bara ekki neitt.“ Gríðarlega mikilvægt að geta rætt um líf Gunnars Lilja segir að ástæða þess að hún geti tjáð sig um þetta núna sé vegna þess að hún sé lengi búin að vera í áfallameðferð. „Þar er ég búin að segja þetta aftur og aftur og ég fann hve mikilvægt það var fyrir mér að geta talað um þetta. Í algjörri hreinskilni langaði mig ekkert að lifa eftir þetta. En við vorum nýbúin að eignast yngri strákinn okkar hann Pálmar þannig að það var bara ekkert annað í boði en að læra að lifa. Ég hugsaði: „Ég er með pínulítið barn sem á skilið allt það besta. Hvernig ætla ég að vera mamma hans eftir þetta?“ Við vissum bara að við yrðum að vera til staðar fyrir hann og við yrðum að gera það vel, hvernig gerir maður það?“ Falleg fjölskylda. Magnús og Lilja með sonum sínum Gunnari Unnsteini og Pálmari.Ína María Fyrstu mánuðirnir eftir fráfall Gunnars eru í algjörri móðu hjá Lilju og Magnúsi og segir hún að þau hefðu aldrei komist í gegnum þetta ef það væri ekki fyrir ótrúlegt bakland þeirra. „Ég vissi líka að ef ég ætlaði að geta þetta þá yrði ég að gera það þannig að ég geti rætt þetta. Í byrjun sá maður það ekkert endilega fyrir sér. Það var bara allt svo ótrúlega hrátt og sárt. Með tímanum varð það svo það eina sem mér fannst meika sens.“ Heiðrar minningu hans með því að halda í lífsgleðina Gunnar Unnsteinn var sömuleiðis mikil fyrirmynd fyrir móður sína. „Hann var svo ótrúlega lífsglaður og horfði svo fallega á lífið. Hann var svo jákvæður og vinamargur, hann var rosalega til í að tala við fólk og fá alla með, það var mjög stór partur af honum. Hann var alltaf að reyna að búa til stemningu, biðja um að kveikja á tónlist og við dönsuðum öll. Hann var bara svo lífsglaður. Það situr eftir hjá mér mest þegar ég minnist hans. Maður var alltaf að hugsa þetta, ef ég ætla að lifa áfram, hvað ætla ég að kenna Pálmari og hvernig ætla ég að lifa? Mig langar að gera það svona. Að finna það fallega í lífinu og að það sé hægt að finna hamingjuna þrátt fyrir svona stór áföll. Til heiðurs honum þá vil ég lifa hamingjusömu og fallegu lífi.“ @liljaeivorgunnars Gunnar kunni svo innilega að njóta lífsins, hann elskaði tónlist, ís, að liggja í heita pottinum og slaka á, grínast, dansa, syngja, og hann var sérlega góður í því að fá fólk með sér í stuð. Hann var svo jákvæður og upplifði heiminn svo fallegan. Gunnar bræddi hjörtu þeirra sem hann kynntist. Mamma, pabbi og litli bróðir sakna þess að knúsa, spjalla og hlægja með þér elsku besti Gunni okkar❤️ ♬ you are my sunshine - christina perri „Hjálpin bankar ekki upp að dyrum“ Aðspurð hvar hún finni lífsgleðina segir Lilja: „Ég finn hamingjuna í fólkinu okkar lang mest. Að vera með öllum sem okkur þykir vænt um, að tengjast öðrum og að dýpka þær tengingar sem maður er með. Það er aftur út af því hvernig hann var. Það er auðvitað rosalega auðvelt að segja þetta en svo er maður með allt taugakerfið sitt sem leyfir manni ekkert alltaf að finna fyrir hamingjunni. Það væri rosalega auðvelt að geta bara verið alltaf glaður og tekið þessu með rosalegu æðruleys en það er ekkert alltaf þannig. Það eru alveg dagar þar sem maður liggur í rúminu og það er allt svart.“ Þá sé sömuleiðis gríðarlega mikilvægt að fá aðstoð. „Það sem hefur verið sterkast hjá okkur er að standa upp og leita okkur hjálpar. Það var líka svolítið stórt fyrir okkur að uppgötva að hjálpin bankar ekkert upp að dyrum, það er ekki bara sálfræðingur sem kemur heim til þín. Þrátt fyrir að lenda í svona áfalli þá þarftu samt sjálf að standa upp og ákveða þetta. Þú ert auðvitað með frábæran stuðning í kringum þig en það að fara sjálf til sálfræðings og í áfallameðferð, það er hrikalega erfitt. Þú verður að taka þessa ákvörðun sjálf og átta þig á því að það er enginn annar að fara að gera það fyrir þig, þú berð bara ábyrgð á því sjálf.“ Sorgin mjög einstaklingsbundin Hún segir þau hjónin mjög ólík í þessu flókna ferli sem sorgin er. „Ég er mjög mikið þannig að ég vil tala við alla sem vilja tala við mig og mér finnst mjög gott að tala um hann. Ég elska þegar fólk minnist hans, deilir einhverju sem þau muna eftir eða segir til dæmis hann Gunnar Unnsteinn hefði nú haft gaman að þessu. Mér þykir mjög vænt um þetta. Maggi er ólíkur mér í því, hann vill ekki kannski endalaust vera að tala um hann, frekar bara þegar hann byrjar að tala um það. Það hentaði honum ekki að tala við alls konar fólk en ég var rosa mikið þar.“ Upphaflega sóttu þau aðstoð til Sorgarmiðstöðvarinnar. „Þau bjóða upp á frábæra þjónustu. Við fórum í hópastarf þar og hittum aðra foreldra sem höfðu farið í gegnum missi. Þar kynntumst við fólki sem var í svipuðum sporum og þar fundum við hvað það hjálpaði mjög mikið. Ég hef sömuleiðis verið að mæta í Birtu sem er félag foreldra sem hafa misst skyndilega, það eru svo önnur samtök fyrir foreldra með langveik börn. Ég hef rosalega mikið verið í þessu og talað við alls konar fólk í gegnum samfélagsmiðla og hvað eina. Svo ákvað ég að gera hlaðvarpið og Maggi kemur inn sem fyrsti gestur þar sem við segjum okkar sögu.“ Erfiðu dagarnir óumflýjanlegir Hún segist í fyrstu hafa þurft að sannfæra hann um þetta en eftir á hafi þau bæði fundið hversu gott þau höfðu haft af þessu. „Líka það að fara saman í gegnum þetta, maður er ekki alltaf endilega að setjast niður og tala um þetta frá byrjun til enda. Þetta var ótrúlega gott fyrir okkur og ég er mjög þakklát fyrir það hvað Maggi opnaði sig. Það eru án efa margir sem tengja við það að vera saman í sorgarferlinu en vera með ólíkar þarfir og fara í gegnum þetta á mismunandi hátt.“ Lilja segir að það geti að sjálfsögðu verið mikill dagamunur á hennar líðan. „Ég fann snemma að ég ætlaði bara að gera allt sem ég gat og leita mér þeirrar hjálpar sem var í boði en samt koma óumflýjanlega dagar þar sem ég get ekki ímyndað mér að horfa á myndbönd af honum eða tala um hann. Það er þetta sveiflukennda ferli, maður veit aldrei hvert þetta er að fara með mann.“ Lilja fór fljótt að leita sér hjálpar við sorginni og áfallinu og er þakklát fyrir það að hafa farið þá leið.Vísir/RAX Áfallameðferðin hjálpaði henni hvað mest. „Það voru augnablik í þessu ferli sem voru bara svo hræðileg og ég gat einfaldlega ekki sofið. Þessar minningar herjuðu bara algjörlega á mig. Það hefði verið mjög auðvelt að fara einhverja ranga leið og sækja í óheilbrigðar leiðir til þess að slökkva á einhverju eða deyfa. Ég er rosalega þakklát fyrir það að ég fór þessa leið. Það er ótrúlega erfitt og ég skil það þegar fólk getur það ekki fyrst.“ „Fólk er miklu stærra en þessi eini dagur þegar það lést“ Með tilkomu hlaðvarpsins vill Lilja miðla því hvernig þau hjónin sjá lífið eftir að Gunnar lést. „Og þetta stóra og mikilvæga, að fá að heyra hvernig aðrir upplifa sorgina og hvaða leiðir fólk fer. Því maður tengir kannski við sumt og svo ekki annað. Ég fann það bara svo sterkt þegar ég hitti allt þetta fólk sem hafði gengið í gegnum missi hvað mér fannst þetta mikilvægar sögur. Að fá að heyra hvernig fólk lifði. Fólk er miklu stærra en þessi eini dagur þegar það lést. Það er verið að minnast fólks fyrir líf þeirra, allt sem það gerði og allt það fallega sem það skildi eftir sig. Ég hef reynt að finna jafnvægi í því.“ Lilja segir sjálfsmildið gríðarlega mikilvægt. Sömuleiðis sé hún lánsöm með það hve vel hún og Maggi þekkja hvort annað og hvað þau þekkja vel inn á hvort annað. „Hann getur sagt: „Núna þarf Lilja smá pásu og fá að liggja í dag“. Það er bara allt í lagi að leyfa sér það. En síðan þarf að vita hvenær þarf maður að standa aftur upp. Það er alveg auðvelt að detta of langt í það að hugsa: „Ég má liggja hérna í marga daga og sleppa því að fara í sturtu og sleppa því að borða“. Þegar maður er kominn svona langt niður þá er svolítið erfitt að rífa sig upp. Þá er svo gott að heyra: „Þú þarft að fara í göngutúr“ og vita að það sé rétt. Þú færð súrefni og allt í einu ertu endurnærðari og ferð að sjá hlutina öðruvísi. En jú sjálfsmildið er rosalega mikilvægt alltaf þegar þú ferð í gegnum áföll. Að geta sagt ég má gera minna og ég þarf ekki að vera alltaf í öllu eða sinna öllu.“ Ómetanlegur lærdómur að kunna að þiggja hjálp Það getur verið ákveðin kúnst að leita hjálpar og Lilja lærði mikið af því að geta beðið um hjálp og enn frekar að kunna að þiggja hjálpina. „Það eru rosalega margir tilbúnir að hjálpa manni þegar maður gengur í gegnum erfiða hluti en manni finnst kannski oft eins og maður sé að vera frekur þegar maður segir já. Ég hef heyrt frá mörgum að þau hafi átt erfitt með að þiggja aðstoð frá fólkinu sínu en ég sagði bara já við öllu. Við vorum bara já takk, við þiggjum þetta. Við fengum ómetanlega hjálp og fjölskyldan okkar gisti hjá okkur fyrstu vikurnar. Maður þarf að kyngja stoltinu, fólk er oftast ekki að bjóða fram hjálp nema það meini það. Það er oftast eitthvað til í því. Sömuleiðis að þrátt fyrir að það sé eitthvað liðið síðan manneskjan bauð hjálp þá er allt í lagi að biðja um hana seinna.“ Lilja og Magnús giftu sig í garðinum heima nokkrum mánuðum eftir sonarmissinn. Lilja segir daginn hafa verið bæði fallegan og skrýtinn en það hafi gert gríðarlega mikið fyrir þau.Ína María Sömuleiðis bætir hún við að það sé oft kærkomið fyrir aðstandendur að fá að aðstoða Giftu sig í garðinum heima og héldu minningu Gunnars á lofti Lilja og Magnús festu kaup á húsnæði í Laugardalnum ári áður en þau misstu Gunnar. Hún segir að garðurinn hafi verið í slæmu ástandi og yfir sumarið hafi þau unnið að því að gera hann fallegan og boðið vinum sínum að eyða tíma með þeim þar. „Allir sem vildu koma fengu að koma. Það myndaðist svolítið samfélag yfir sumarið þar sem við gerðum garðinn rosalega fallegan og enduðum sumarið á að gifta okkur heima í garðinum. Það var ótrúlegt og mjög skrýtið. Það var rosalega skrýtið að plana brúðkaup og gleðjast.“ Litlu frændur Gunnars gengu með mynd af honum að altarinu í brúðkaupinu og var minning Gunnars heiðruð á fallegan hátt.Ína María Brúðkaupsdagurinn hafi verið að mörgu leyti magnaður. „Það var margt í brúðkaupinu gert til þess að minnast hans. Við höfum haldið í alls konar hefðir í kringum það að minnast hans, bæði í litla og stóra hluti. Litlu frændur Gunnars gengu með mynd af honum að altarinu og við vorum með hann á milli okkar. Ég var með mynd af honum í blómvendinum mínum og Maggi var með mynd af honum í jakkafatavasanum. Við spiluðum uppáhalds lögin hans í partýinu og við reyndum að skapa stórt rými fyrir hann.“ Lilja var með mynd af Gunnari í brúðarvendinum.Ína María Í dag finnist þeim hálf súrrealískt að hugsa til þess að þau hafi gift sig á þessum tíma en það hafi verið gríðarlega gott að hafa eitthvað til þess að vinna að. „Við þurftum eitthvað til þess að hjálpa okkur að vakna á daginn. Að geta sagt ah já, ég á eftir að panta köku. Það var bara svo ótrúlega gott fyrir okkur. Gunnar lést 24. maí og við giftum okkur 19. ágúst. Mér finnst alveg ótrúlegt að segja það, ég er sjálf bara: Ha, hvernig gátum við þetta? Við höfum oft talað um það að við gætum aldrei verið að plana brúðkaup núna. Við erum í svo mikilli áfallavinnu núna að það væri bara of erfitt.“ Mikilvægt að bíða aðeins með áfallavinnuna Samkvæmt Lilju er aldrei mælt með því að byrja í áfallavinnu beint eftir missi. Frekar eigi aðeins að bíða með að hefja áfallameðferð. „Maður er bara ennþá að fara í gegnum sjokkið og er ekki tilbúinn. Það var heldur ekki mælt með því að við byrjuðum strax í hópastarfinu. Þannig að þetta var rosalega gott. Þarna vorum við með eitthvað verkefni og þetta snerist allt um fólkið okkar, ástina og þetta samfélag sem myndast oft þegar einhver deyr. Þá finnur maður fyrir þessari samheldni, allir standa saman.“ Það er erfitt að ímynda sér erfiðari áskorun fyrir par en að missa barn. Þau leituðu strax til sálfræðings saman og það hafi skipt sköpum. „Sálfræðingurinn sagði: Þið eruð að fara að vera versta útgáfan af sjálfum ykkur. Þetta er að fara að vera ótrúlega erfitt fyrir sambandið ykkar. Við vorum ótrúlega heppin að geta talað við hana um þetta. Hvernig er maður sjálfur að ganga í gegnum það hræðilegasta sem maður getur ímyndað sér og þarf á sama tíma að geta verið til staðar? Það er mjög flókið. En ég myndi segja að við höfum gert það ágætlega. Auðvitað hefur það verið upp og niður, eins og er alltaf í samböndum. Maður hefur þurft að stíga skref til baka og hugsa hvernig gerum við þetta? En ég held að það hafi verið mjög gott að við fórum mjög snemma til fagaðila sem hjálpaði okkur betur að skilja. Hann upplifir hlutina á einn hátt út frá sinni líðan og ég út frá minni líðan. Þarna náðum við með dýpri skilning á hvort öðru.“ Mikill léttir að senda þetta út Sorgarkastið hefur verið lengi í bígerð og segir Lilja mikinn létti að vera búin að senda út fyrsta þátt. „Ég á það alveg til að byrja á einhverju og ekki klára það eða byrja á einhverju og halda að það sé ekkert mál,“ bætir hún við kímin og segist snemma hafa fattað hversu mikil vinna þetta væri. Lilja hafi ekki séð annað fyrir sér en að hún myndi klippa þáttinn sjálf. „Svo er ég búin að vera á Youtube á kvöldin algjörlega buguð að reyna að gera þetta,“ segir Lilja og hlær. Hún hafi því leitað til Linusar Orra, bróður síns. „Hann er mjög góður í þessu og gat hjálpað mér.“ Hún segist hafa lært gríðarlega mikið við gerð hlaðvarpsþáttanna. „Ég er mjög stolt af mér og Magga að geta sagt söguna okkar og geta komið þessu frá okkur og ég er búin að fá að taka viðtöl við ótrúlegt fólk. Ég vildi búa til hlaðvarp sem væri á léttari nótum þótt við séum að tala um þungt málefni. Þetta er meira samtalsform og við erum að tala um allar hliðar sorgarinnar. Minnsta áherslan er á hvað veldur því að maður missi manneskjuna, heldur meira á allt í kringum sorgina. Hvað gerir maður til að halda áfram, hvað er skrýtið í sorginni, hvað er skrýtið að þurfa að gera þegar maður er á þessum stað?“ Hér má sjá fyrsta þátt af Sorgarkastinu á streymisveitunni Youtube: Sjálfsmyndin gjörbreytt Þá sé gjörólíkt hjá hverjum og einum hvað sé það skrýtnasta í þessu ferli. Aðspurð hvað það sé fyrir hana segir Lilja: „Það er mjög skrýtið að vera allt í einu orðin allt önnur manneskja fyrir öllum. Allt í einu er ég orðin mamman sem missti barnið sitt og það er rosalega skrýtið að finna sterkt fyrir því að allir hugsi það þegar þeir sjá mann. Ég hef aldrei verið með kvíða og ég hef alltaf opin og mikil félagsvera. Að allt í einu að vera kvíðin við að fara inn í fjölmennan hóp og vita að ég sé að fara að fá alls konar spurningar hefur verið mjög krefjandi. Ég er kannski búin að venjast því aðeins meira. En núna er maður allt í einu einhver allt annar. Þetta breytir svo sjálfsmyndinni manns. Þannig að það skrýtnasta er örugglega að vera úti að skemmta sér og fá skrýtnar spurningar eða augngotur.“ Mægðinin Lilja og Gunnar Unnsteinn á fallegri stundu.Ína María Blaðamaður spyr Lilju þá hvort fólk hafi verið markalaust í hennar garð. „Ég myndi segja að allir séu að reyna sitt besta. Ég held að allir séu að reyna að segja það rétta og það sé mjög erfitt. Ég get bara sagt það hreint út að það er ekkert rétt að segja. Og það er aldrei neinn að minna mig á hann, ég veit þetta og ég man þetta alltaf. Mér finnst mjög gott þegar fólk kemur til mín og segir ég samhryggist. Síðan eru ekki allir þar náttúrulega. En þetta snýst kannski meira um stað og stund. Stundum er það alveg skrýtið að vera hlæjandi einhvers staðar og vera mjög meðvituð um það að fólk sé að horfa á mig af því ég er hlæjandi. Ég finn það alveg að fólki finnst það skrýtið, sérstaklega alveg í byrjun. Ég fór ekki út í margar vikur en þegar ég fór í fyrsta skipti út að borða þá var ég mjög meðvituð um að fólki fyndist það kannski skrýtið.“ Gott og skrýtið að ná að brosa aftur Lilja segist í gegnum tíðina gjarnan hafa reynt að geðjast fólki. „Því miður eru alltaf einhverjir sem hugsa: Vá, ég myndi ekki haga mér svona eða gera þetta. En þau munu vonandi aldrei þurfa að vera í mínum sporum eða skilja það sem ég var að ganga í gegnum.“ Hún segist að mestu hafa náð að fjarlægja sig frá áliti annarra og náð að finna hliðar af sér aftur hægt og rólega. „Í fyrstu hugsaði ég sjálf að ég myndi aldrei verða lík sjálfri mér aftur, ég myndi aldrei brosa aftur. Síðan er bara ótrúlega gott og skrýtið að brosa aftur. Það var ekkert svo löngu seinna sem við fundum bara jú, það er einhver persónuleiki þarna enn þá.“ Lilja ásamt móður sinni á fallegri stundu í brúðkaupinu í garðinum.Aðsend Hún segist þó finna að hún sé allt öðruvísi manneskja eftir áfallið. „Þetta breytir manni. En hægt og rólega finnur maður að það er hægt að halda í gleðina og það er bara svo ótrúlega mikilvægt. Ég hugsaði bara ef ég ætla að vera hérna ennþá þá ætla ég að gera það vel. Fyrir Pálmar, fyrir Magga og fyrir mig sjálfa. Það er ekki sanngjarnt ef Pálmar fær ekki sömu mömmu og Gunnar fékk. Þótt ég viti alveg að það verði ekki alveg eins. Ég held líka að ég sé núna búin að kynnast þessari Lilju. Maður þarf að fara í það að sýna sjálfri sér mildi og gera allt sem lætur manni líða vel.“ Gleði Pálmars ómetanlegur kraftur Pálmar sonur Lilju og Gunnars verður tveggja ára í lok janúar og hann veit hver Gunnar bróðir hans er, bendir á myndir af honum og talar stundum við hann. „En það er rosalega skrýtið líka því hann er eini í fjölskyldunni sem veit ekki hvernig það var að vera með Gunnari, hann heyrir það bara í gegnum okkur.“ Lilja segir að Pálmar hafi verið helsta hvatning foreldranna að halda í gleðina sem hafi verið mikilvæg áskorun. „Ég á svo sterka minningu af því þegar Maggi er að skipta á honum nokkrum dögum eftir að við missum og Maggi er hágrátandi. Ég stend frekar dofin og er að horfa á þá og er ekki búinn að sofa neitt. Pálmar er þarna nýbyrjaður að hlæja og hann fer bara í hláturskast og er að hlæja og hlæja. Svo förum við bara í algjört hláturskast og það var svo gott og svo skrýtið. Pálmar er bara svona, hann er ótrúlega glaður, veit ekkert hvað er í gangi og hamingjan hans er svo tær. Hann hefur fært okkur, allri fjölskyldunni og öllum vinum okkar þetta. Hann var glaður sama hvað og vissi aldrei hvað var í gangi. Ég held ótrúlegt en satt að hann hafi lítið fundið fyrir því. Allt okkar fólk var þarna og hann fékk svo mikla umhyggju. Öll ástin sem við gátum ekki gefið Gunna rann til hans. Hann fékk eiginlega tvöfalda ást. Ég er rosalega þakklát fyrir foreldra okkar og vini. Það er magnað hvað við höfum fengið mikinn stuðning og fáum enn. Þetta hefur örugglega verið ótrúlega krefjandi krefjandi fyrir þau líka.“ „Hann varð líflínan mín“ Móðir Lilju, Maria Cederborg, var sömuleiðis ómetanlegur stuðningur. „Hún hjálpaði mér gríðarlega mikið í þessari tengingu við Pálmar. Fyrstu dagana átti ég mjög erfitt með að halda á honum. Ég var bara einhver skel af manneskjunni sem ég var og í áfalli. Ég var með hann á brjósti og mamma kom bara með hann inn í herbergi og setti hann á brjóstið og lagði hann hjá mér.“ Lilja ásamt móður sinni Mariu sem var gríðarlegur stuðningur fyrir hana eftir áfallið. Þær mæðgur eiga einstaklega fallegt samband.Aðsend Þessi stuðningur var ómetanlegur fyrir Lilju. „Það gerði svo ótrúlega mikið fyrir okkur því ég átti mjög erfitt með að hafa hann hjá mér. Mér fannst það bara of mikið. En af því hún gerði þetta þá fór hann kannski að hlæja þegar hann lá hjá mér og þessi tenging varð svo sterk. Hann varð líflínan mín. Ég vildi bara alltaf vera með honum.“ Nauðsynlegt að taka ábyrgð á að vinna úr áföllum Sorgarkastið má hlusta á hér en Lilja kemur til með að gefa út sex þætti í heildina í þessari fyrstu seríu. Hún ákvað að setja sem minnsta pressu á sig, virða taugakerfið sitt og gefa hvern þátt út þegar best hentar. „Maður er að hlusta á fólk opna á sín dýpstu og erfiðustu sár og svo er ég að hlusta á það aftur þegar ég er að klippa þetta. Það tekur á og ég vil gera þetta vel. Ég er svolítið bara að reyna að miðla þessu áfram, hvernig maður lifir eftir sorgina og með henni og allt sem kemur í kjölfar þess. Síðan þessi hamingja í lífinu, að reyna að finna hana alltaf aftur. View this post on Instagram A post shared by Sorgarkastið (@sorgarkastid) Svo finnst mér líka rosalega stór hluti af þessu að maður vinni úr áföllunum, auðvitað taki sinn tíma, en að maður taki að lokum ábyrgð á því. Það er svo mikilvægt fyrir okkur sjálf og fólkið í kringum okkur. Að afkomendur okkar beri ekki áföllin okkar eða fólkið í kringum okkur. Mér finnst það það mikilvægasta. Ég varð einhvern veginn að finna leið til þess. Fyrir mig er það líka aðallega það að ég vil ekki vera bitur og reið allt mitt líf. Mér finnst það ósanngjarnt fyrir alla aðra líka. Ég hef auðvitað farið í gegnum allar tilfinningar, ég hef verið reið, sár og bitur út í lífið. Tilhlökkunin var lengi að koma en ég finn fyrir henni aftur.“ Lífið snúist ekki bara um að þrauka Hún segir að það sé auðvelt fyrir fólk að halda að það þurfi ekki að vinna úr þessu vegna þess að því líði ágætlega. „Þetta snýst um meira en það að komast bara í gegnum daginn. Hvernig líður þér í sjálfri þér og hvernig bregstu við þegar einhver talar um áföllin þín? Að geta búið í öllu sem þú hefur gengið í gegnum. Ekki bara þrauka. Lilja líður vel í starfinu hjá Kvan og segir þau hafa verið virkilega skilningsrík og hjálpsöm eftir áfallið. Magnús eiginmaður hennar hefur einnig starfað sem ráðgjafi hjá Kvan og sömuleiðis í frístundastarfi og í félagsmiðstöð og hafa þau hjónin virkilega gaman að því að starfa með börnum og ungmönnum. Lilja er í dag líka að skrifa barnabók með vinkonu sinni um Gunna en leggur upp úr því að taka eitt skref í einu. „Ég er hjá Virk núna í endurhæfingu og ætla bara aðeins að sjá til hvað verður. Ég fylgi ástríðunni og því sem ég vil gera hverju sinni og það skiptir máli að vera í takt við eigin líðan.“ Að lokum vill Lilja impra á einu. „Það er í lagi að minnast þeirra sem maður missir. Af þeim sem ég hef talað við þá þykir lang flestum vænt um það. Auðvitað þarf maður aðeins að lesa í aðstæður og spá í stað og stund en það er ótrúlega gott þegar maður heyrir að manneskjan hafi skipt máli, að fólk hugsi til hennar og að hún lifi þannig áfram, að maður sé að tala um hana í hversdagsleikanum.“
Helgarviðtal Geðheilbrigði Sorg Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Lífið Fleiri fréttir „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life Sjá meira