Handbolti

Bein út­sending: Stemmningin hjá Sérsveitinni í Zagreb

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sérsveitinni hefur borist góður liðsauki undanfarna daga.
Sérsveitinni hefur borist góður liðsauki undanfarna daga. vísir/vilhelm

Fjöldi Íslendinga er saman kominn í Zagreb í Króatíu til að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu í handbolta á heimsmeistaramótinu.

Ísland mætir Egyptalandi í fyrsta leik sínum í milliriðli 4 í kvöld. Fyrir leikinn koma stuðningsmenn íslenska liðsins saman á barnum Johann Franck í miðborg Zagreb.

Valur Páll Eiríksson, íþróttafréttamaður Vísis og Stöðvar 2, í beinni útsendingu frá samkomu íslensku stuðningsmannanna klukkan 16:00. Beina útsendingu frá því má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Íslendingar eru með fjögur stig í milliriðli 4 eftir að hafa unnið alla leiki sína í riðlakeppninni. Það sama gerðu Egyptar en þeir sigruðu meðal annars heimalið Króata. Tvö efstu liðin í milliriðlinum komast í átta liða úrslit.

Leikur Íslands og Egyptalands hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Leikurinn verður svo gerður ítarlega upp í máli og myndum á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×