Handbolti

Pall­borðið: Handboltaæði runnið á þjóðina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarni Fritzson og Ásgeir Örn Hallgrímsson eru gestir Stefáns Árna Pálssonar í Pallborðinu.
Bjarni Fritzson og Ásgeir Örn Hallgrímsson eru gestir Stefáns Árna Pálssonar í Pallborðinu. vísir

Stefán Árni Pálsson hitar upp fyrir leik Íslands og Egyptalands og keppni í milliriðlum á heimsmeistaramótinu í handbolta karla ásamt þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Bjarna Fritzsyni í Pallborðinu.

Pallborðið hefst klukkan 14:00. Beina útsendingu frá því má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Íslendingar hafa farið vel af stað á HM og unnu alla þrjá leiki sína í G-riðli. Íslenska liðið tók því með sér fjögur stig inn í milliriðla, líkt og það egypska.

Leikurinn í kvöld er gríðarlega mikilvægur upp á framhaldið að gera en með sigri fara Íslendingar langt með að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum.

Til að fara yfir Egyptaleikinn og allt sem tengist íslenska liðinu fær Stefán Árni fyrrverandi landsliðsmennina Ásgeir Örn og Bjarna í Pallborðið. Einnig verður rætt við okkar menn úti í Zagreb.

Leikur Íslands og Egyptalands hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Leikurinn verður gerður ítarlega upp í máli og myndum á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×