Handbolti

Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb

Valur Páll Eiríksson skrifar
Selbit á strákinn. Svona er bara að tapa kallinn minn.
Selbit á strákinn. Svona er bara að tapa kallinn minn. Vísir/Vilhelm

Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu brostu hringinn á æfingu dagsins í keppnishöllinni í Zagreb. Enda engin ástæða til annars.

Ísland hefur unnið alla fjóra leiki liðsins á mótinu, síðast unnu þeir Egypta í gær. Fram undan er leikur við sterkt heimalið Króata í fullri keppnishöll á morgun. Færri voru í henni í dag þegar æfing liðsins fór fram.

Mikil gleði er í hópnum líkt og sjá má á ljósmyndum Vilhelms Gunnarssonar, sem var með myndavélina á lofti í dag.

Hvað ertu að gera? spyr Janus.Vísir/Vilhelm
Eitthvað sem flestum fannst fyndið. Ýmir Örn hins vegar stórmóðgaður.Vísir/Vilhelm
Aron liðkar sig fyrir næsta stríð.Vísir/Vilhelm
Einar Þorsteinn skellihlær.Vísir/Vilhelm
Þetta var þér að kenna!Vísir/Vilhelm
Sama hvort menn voru að æfa eða klippa, þá brostu allir. Enda ekki ástæða til annars!Vísir/Vilhelm
Selfyssingar í stuði.Vísir/Vilhelm
Allir kátir.Vísir/Vilhelm
Bjöggi var líka hress. Að venju.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir

Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“

Þeir Einar Jónsson og Bjarni Fritzson ræddu mikilvægi Viggós Kristjánssonar fyrir íslenska handboltalandsliðið í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. Þeir segja að hann sé góður á báðum endum vallarins og passi vel inn í leikstíl íslenska liðsins.

Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa

Ísland sigraði Egyptaland, 24-27, í fyrsta leik sínum í milliriðli 4 á heimsmeistaramótinu í handbolta í gær. Íslendingar eru með sex stig í milliriðlinum og í góðri stöðu til að komast í átta liða úrslit.

HM í dag: Þetta er heimsklassa lið

Geggjaður sigur á Egyptum í fyrsta leik milliriðils hjá strákunum okkar var gerður upp þætti dagsins af HM í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×