Innlent

Eldur í bíl í Strýtuseli

Lovísa Arnardóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa
Slökkvilið er við störf í Strýtuseli þar sem eldur kom upp í bíl.
Slökkvilið er við störf í Strýtuseli þar sem eldur kom upp í bíl. Aðsend

Slökkviliði var kallað út á fjórða tímanum vegna elds í bíl í Strýtuseli í Breiðholtinu. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er enginn talinn í hættu. Slökkviliðið er enn við störf á vettvangi en á lítið eftir samkvæmt varðstjóra. 

Bíllinn er ónýtur og verður fjarlægður.Aðsend

Hann segir eldinn hafa verið bundinn við þennan eina bíl og á von á því að hann verði fjarlægður þegar vinnu lýkur. Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að kviknaði í bílnum.

Nokkur reykur er frá eldinum.Aðsend

Fréttin hefur verið uppfærð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×