Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Valur Páll Eiríksson skrifar 24. janúar 2025 23:16 Dagur Sigurðsson lagði upp heimaskítsmát í tafli kvöldsins. Vísir/Vilhelm Það er einn Íslendingur sem á hrós skilið eftir þungt kvöld í Zagreb. Því miður er það Dagur Sigurðsson. Staðan gæti hæglega verið sú að Dagur hefði setið á hinum þjálfarabekknum í kvöld. Sagan segir að hann hafi verið opinn fyrir því að taka við Íslandi, jafnvel með Snorra Steini, á sínum tíma. Lýsing hans á samskiptunum við HSÍ sem leikþætti er vel þekkt. Talandi um leikþætti, það virðist hafa verið smá skuespil hjá Degi varðandi stjörnuna Domagoj Duvnjak sem var skyndilega mættur í upphitun. Það var fyrsti leikur í skák kvöldsins. Viðvera Duvnjak jók stemningu þeirra króatísku til muna. Gríðarleg fagnaðarlæti þegar fyrirliðinn var kynntur til leiks. Þessi stemning hélst Króatamegin í allt kvöld. Leikmenn liðsins gáfu tóninn í byrjun og nærðu stúkuna, sem á móti gaf króatíska liðinu rosalega mikið. Það var partý í stúkunni í allt kvöld. Hávaðinn var ærandi. Ég nenni eiginlega ekki að rekja þennan leik mikið. Það var auðvitað allt inni hjá króatíska liðinu. Vörnin sem hefur skapað árangurinn hingað til hvarf. Hún hvarf. Ég veit ekki hvert. Markvarslan líka. Við sáum fyrstu íslensku markvörsluna á 19. mínútu. Ísland hefur fengið á sig mest níu mörk í fyrri hálfleik hingað til. Núna voru þau 20. Janus sagði að það væru morðingjar í króatísku vörninni, sem var sannarlega svo. Þeir drógu allan mátt úr mönnum á hinum enda vallarins. Voru lemjandi hvorn annan álíka fast og íslensku strákana og fögnuðu hverju broti eins og heimsmeistaratitli. Það var annar leikur í skákinni. Fimm, einn (5-1) vörn Króata, sem núllstillti sókn Íslands. Það var lífsmark í Viktori milli stanganna í byrjun seinni hálfleiks og hann gerði vel eftir hléið. En þá fylgdu mörkin ekki hinu megin til að laga stöðuna. Það var við ofjarl að etja. Hvert sem er litið. Dagur, ásamt Gunnari Magnússyni, búinn að kortleggja íslenska liðið og það einfaldlega tekið í kennslustund. Nokkrir hlutir voru reyndir eftir hlé en því miður áttu okkar menn ekkert einasta svar í þessum þunga handboltakúrsi Dags og Króatanna. Strákarnir reyndu að minnka muninn eftir hlé, og tókst það í lokin, en það var ekki nóg. Skaðinn var skeður. Niðurstaðan heimaskítsmát í boði Dags og Gunnars. Það er stutt á milli í þessu blessaða sporti. Svona kvöld sjúga nánast úr manni lífsviljann og hrunið helvíti hátt úr skýjakljúfunum í myrkasta svartnætti. Örlög okkar drengja eru nú í höndum slóvensks liðs sem leit hreint ekki vel út gegn Egyptum í kvöld, þrátt fyrir að hafa verið örfáum sekúndum frá jafntefli. Strákarnir munu vinna Argentínu á sunnudaginn kemur og veik von mun lifa þar til Króatarnir klára Slóvenana. Miðað við stemninguna og spilamennskuna sem Króatarnir sýndu í kvöld munu strákarnir okkar ljúka leik á sunnudag. Því miður. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Staðan gæti hæglega verið sú að Dagur hefði setið á hinum þjálfarabekknum í kvöld. Sagan segir að hann hafi verið opinn fyrir því að taka við Íslandi, jafnvel með Snorra Steini, á sínum tíma. Lýsing hans á samskiptunum við HSÍ sem leikþætti er vel þekkt. Talandi um leikþætti, það virðist hafa verið smá skuespil hjá Degi varðandi stjörnuna Domagoj Duvnjak sem var skyndilega mættur í upphitun. Það var fyrsti leikur í skák kvöldsins. Viðvera Duvnjak jók stemningu þeirra króatísku til muna. Gríðarleg fagnaðarlæti þegar fyrirliðinn var kynntur til leiks. Þessi stemning hélst Króatamegin í allt kvöld. Leikmenn liðsins gáfu tóninn í byrjun og nærðu stúkuna, sem á móti gaf króatíska liðinu rosalega mikið. Það var partý í stúkunni í allt kvöld. Hávaðinn var ærandi. Ég nenni eiginlega ekki að rekja þennan leik mikið. Það var auðvitað allt inni hjá króatíska liðinu. Vörnin sem hefur skapað árangurinn hingað til hvarf. Hún hvarf. Ég veit ekki hvert. Markvarslan líka. Við sáum fyrstu íslensku markvörsluna á 19. mínútu. Ísland hefur fengið á sig mest níu mörk í fyrri hálfleik hingað til. Núna voru þau 20. Janus sagði að það væru morðingjar í króatísku vörninni, sem var sannarlega svo. Þeir drógu allan mátt úr mönnum á hinum enda vallarins. Voru lemjandi hvorn annan álíka fast og íslensku strákana og fögnuðu hverju broti eins og heimsmeistaratitli. Það var annar leikur í skákinni. Fimm, einn (5-1) vörn Króata, sem núllstillti sókn Íslands. Það var lífsmark í Viktori milli stanganna í byrjun seinni hálfleiks og hann gerði vel eftir hléið. En þá fylgdu mörkin ekki hinu megin til að laga stöðuna. Það var við ofjarl að etja. Hvert sem er litið. Dagur, ásamt Gunnari Magnússyni, búinn að kortleggja íslenska liðið og það einfaldlega tekið í kennslustund. Nokkrir hlutir voru reyndir eftir hlé en því miður áttu okkar menn ekkert einasta svar í þessum þunga handboltakúrsi Dags og Króatanna. Strákarnir reyndu að minnka muninn eftir hlé, og tókst það í lokin, en það var ekki nóg. Skaðinn var skeður. Niðurstaðan heimaskítsmát í boði Dags og Gunnars. Það er stutt á milli í þessu blessaða sporti. Svona kvöld sjúga nánast úr manni lífsviljann og hrunið helvíti hátt úr skýjakljúfunum í myrkasta svartnætti. Örlög okkar drengja eru nú í höndum slóvensks liðs sem leit hreint ekki vel út gegn Egyptum í kvöld, þrátt fyrir að hafa verið örfáum sekúndum frá jafntefli. Strákarnir munu vinna Argentínu á sunnudaginn kemur og veik von mun lifa þar til Króatarnir klára Slóvenana. Miðað við stemninguna og spilamennskuna sem Króatarnir sýndu í kvöld munu strákarnir okkar ljúka leik á sunnudag. Því miður.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira