Innlent

Guð­laugur Þór boðar tíðindi innan skamms og á­fall í Eyjum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hádegisfréttir á Bylgjunni, alla daga ársins klukkan 12.
Hádegisfréttir á Bylgjunni, alla daga ársins klukkan 12. Vísir

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur boðað til opins fundar á morgun þar sem gert er ráð fyrir að hún greini frá framboði sínu til formanns Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur Þór Þórðarson segir ákvörðun sína um framboð verða tilkynnta á allra næstu dögum.

Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 

Hverfandi líkur á loðnuveiðum þennan veturinn eru mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyjabæ, að sögn bæjarstjóra. Hún heldur þó í vonina um að loðna finnist. 

Erlend greiðslumiðlun kostar Íslendinga um 54 milljarða á ári. Seðlabankinn segir það varða þjóðaröryggi að koma upp innlendri greiðslumiðlun fyrir kortagreiðslur.

Við heyrum í mennta- og barnamálaráðherra um þá pattstöðu sem komin er upp í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga. Að síðustu förum við yfir merkilega tilraun sem er að hefjast í fjósum landsins. Bændur munu geta valið hvort þeir fái kvígu eða naut í heiminn, með notkun á kyngreindu sæði.

Og í sportinu förum við að sjálfsögðu yfir dapurlega frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í handbolta gegn Króatíu í gær. Við heyrum í Henry Birgi Gunnarssyni fréttamanni í beinni útsendingu frá Zagreb og ræðum við Aron Pálmarsson fyrirliða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×