Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 27. janúar 2025 21:53 Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í Ölfusi. Vísir/Arnar Halldórsson Stjórnendur Carbfix vilja reisa kolefnisförgunarstöð í Ölfusi svipaða þeirri sem til stendur að byggja í Straumsvík. Íbúafundur vegna málsins fór fram í Ölfusi í kvöld. Bæjarfulltrúi segir efasemdir íbúa eiga við rök að styðjast. Fréttamaður var á staðnum í Kvöldfréttum meðan fundurinn stóð yfir. Í desember fór fram íbúakosning um hvort veita ætti fyrirtækinu Heidelberg Matarials starfsleyfi til að byggja mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn. Tillögunni var hafnað með afgerandi meiri hluta. Ása Berglind Hjálmarsdóttir fráfarandi bæjarfulltrúi og þingmaður Samfylkingarinnar segir íbúa skiljanlega efins yfir áformum Carbfix. Heidelberg-verkefnið hafi í fyrstu verið kynnt sem grænt verkefni, þvert á umsagnir stofnana og umhverfissamtaka. „Þannig að það er ekkert óeðlilegt að fólk sé með efasemdir, þegar það kemur annað svona grænt verkefni af þetta stórum skala.“ Íbúar hafi fylgst með umræðunni í Hafnarfirði, þar Carbfix vill byggja förgunarmiðstöð. Fyrir liggi að lausn á kolefnisáskoruninni feli bæði í sér bindingu og losun kolefnis. Carbfix-verkefnið hafi í þeim efnum lofað góðu. Áhrif starfseminnar á íbúa, nærumhverfi og aðra hagaðila komi til með að ráða afstöðu íbúa gagnvart áformunum. Hver þau áhrif verða eigi eftir að koma í ljós. Enn liggi ekki fyrir hvar förgunarstöðin yrði staðsett. „Þetta er á algjöru frumstigi og ég held að bæjarstjórnin hefði lært töluvert af Heidelberg verkefninu, þannig að það var lögð áhersla á að íbúar yrðu strax fengnir að borðinu og það yrði vel staðið að allri upplýsingagjöf,“ segir Ása. Hún segir sveitarstjórnina hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að sveitarfélagið muni standa að öflugri upplýsingagjöf, en ekki einungis fyrirtækið. Þá eigi íbúar rétt á að kalla fram kosningu um málefnið. Er fólk mikið að velta fyrir sér mengun? „Já, hér er mikið talað um að hér eigi að dæla niður einhverri mengun frá útlöndum. Þannig hefur það verið í umræðunni. Hér er verið að kynna fyrir okkur að þetta er 99 prósent hreinn koltvísýringur.“ Miðað við kynningar Carbfix á fundinum yrði mengun ekki vandamál. „En auðvitað viljum við fá að sjá betri gögn áður en við getum fyllilega myndað okkur skoðun á þessu.“ Ölfus Coda Terminal Tengdar fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix hefur boðað til fundar með íbúum Ölfuss til þess að kynna áform þess um uppbyggingu og rekstur á kolefnisförgunarstöð í sveitarfélaginu. Talsmaður fyrirtækisins segir fundinn upphaf að samtali við íbúa um staðsetningu, áhrif og ávinning af stöðinni. 23. janúar 2025 15:46 Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Framkvæmdastjóri Carbfix segist undrandi á umfjöllun Heimildarinnar þar sem fyrirtækið er sakað um að blekkja Hafnfirðinga um starfsemi sína. Umfjöllunin sé uppfull af rangfærslum sem vegi að heiðri starfsfólks fyrirtækisins. 10. janúar 2025 14:50 Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Sjá meira
Fréttamaður var á staðnum í Kvöldfréttum meðan fundurinn stóð yfir. Í desember fór fram íbúakosning um hvort veita ætti fyrirtækinu Heidelberg Matarials starfsleyfi til að byggja mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn. Tillögunni var hafnað með afgerandi meiri hluta. Ása Berglind Hjálmarsdóttir fráfarandi bæjarfulltrúi og þingmaður Samfylkingarinnar segir íbúa skiljanlega efins yfir áformum Carbfix. Heidelberg-verkefnið hafi í fyrstu verið kynnt sem grænt verkefni, þvert á umsagnir stofnana og umhverfissamtaka. „Þannig að það er ekkert óeðlilegt að fólk sé með efasemdir, þegar það kemur annað svona grænt verkefni af þetta stórum skala.“ Íbúar hafi fylgst með umræðunni í Hafnarfirði, þar Carbfix vill byggja förgunarmiðstöð. Fyrir liggi að lausn á kolefnisáskoruninni feli bæði í sér bindingu og losun kolefnis. Carbfix-verkefnið hafi í þeim efnum lofað góðu. Áhrif starfseminnar á íbúa, nærumhverfi og aðra hagaðila komi til með að ráða afstöðu íbúa gagnvart áformunum. Hver þau áhrif verða eigi eftir að koma í ljós. Enn liggi ekki fyrir hvar förgunarstöðin yrði staðsett. „Þetta er á algjöru frumstigi og ég held að bæjarstjórnin hefði lært töluvert af Heidelberg verkefninu, þannig að það var lögð áhersla á að íbúar yrðu strax fengnir að borðinu og það yrði vel staðið að allri upplýsingagjöf,“ segir Ása. Hún segir sveitarstjórnina hafa undirritað viljayfirlýsingu þess efnis að sveitarfélagið muni standa að öflugri upplýsingagjöf, en ekki einungis fyrirtækið. Þá eigi íbúar rétt á að kalla fram kosningu um málefnið. Er fólk mikið að velta fyrir sér mengun? „Já, hér er mikið talað um að hér eigi að dæla niður einhverri mengun frá útlöndum. Þannig hefur það verið í umræðunni. Hér er verið að kynna fyrir okkur að þetta er 99 prósent hreinn koltvísýringur.“ Miðað við kynningar Carbfix á fundinum yrði mengun ekki vandamál. „En auðvitað viljum við fá að sjá betri gögn áður en við getum fyllilega myndað okkur skoðun á þessu.“
Ölfus Coda Terminal Tengdar fréttir Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix hefur boðað til fundar með íbúum Ölfuss til þess að kynna áform þess um uppbyggingu og rekstur á kolefnisförgunarstöð í sveitarfélaginu. Talsmaður fyrirtækisins segir fundinn upphaf að samtali við íbúa um staðsetningu, áhrif og ávinning af stöðinni. 23. janúar 2025 15:46 Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Framkvæmdastjóri Carbfix segist undrandi á umfjöllun Heimildarinnar þar sem fyrirtækið er sakað um að blekkja Hafnfirðinga um starfsemi sína. Umfjöllunin sé uppfull af rangfærslum sem vegi að heiðri starfsfólks fyrirtækisins. 10. janúar 2025 14:50 Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Sjá meira
Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix hefur boðað til fundar með íbúum Ölfuss til þess að kynna áform þess um uppbyggingu og rekstur á kolefnisförgunarstöð í sveitarfélaginu. Talsmaður fyrirtækisins segir fundinn upphaf að samtali við íbúa um staðsetningu, áhrif og ávinning af stöðinni. 23. janúar 2025 15:46
Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Framkvæmdastjóri Carbfix segist undrandi á umfjöllun Heimildarinnar þar sem fyrirtækið er sakað um að blekkja Hafnfirðinga um starfsemi sína. Umfjöllunin sé uppfull af rangfærslum sem vegi að heiðri starfsfólks fyrirtækisins. 10. janúar 2025 14:50