Örfáir læknar sinni hundruðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. janúar 2025 11:36 Röð sem þessi er ekkert einsdæmi segir framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar. Stærsta vandamál starfseminnar sé mönnunarvandi líkt og víða annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Aðsend mynd Hundruð sækja Læknavaktina daglega og framkvæmdastjóri segir læknaskort plaga starfsemina. Mikil veikindi herji nú á landsmenn. Röðin inn á Læknavaktina náði niður á neðri hæð Austurvers í gær og liðaðist þar um gangana. Stefán Ari Guðmundsson, framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar, segir ekki um einsdæmi að ræða og álagið almennt mikið. „Í gær komu tvö hundruð og sextíu manns til okkar. Á virkum dögum eru þetta oft um tvö til þrjú hundruð sem koma til okkar og um helgar eru þetta um fjögur til fimm hundruð hvorn dag. Og það eru náttúrulega bara mikil veikindi eins og allir verða varir við í samfélaginu. Þetta sveiflast mjög mikið eftir því hvernig staðan er,“ segir Stefán. Hann segir vöntun á fleiri læknum til þess að sinna þessum fjölda. Sjö læknar hafi til að mynda sinnt hátt í þrjú hundruð manns í gærkvöldi. Allt að fimm hundruð manns leita almennt til Læknavaktarinnar á einum degi.vísir/vilhelm „Grunnvandinn er mönnunarvandi. Það er stærsta málið. Og það má nú kannski geta þess líka að þessir læknar og þetta fólk sem er að starfa hjá okkur er í líka í vinnu annars staðar. Þetta eru læknar á heilsugæslunum og þeir eru að koma til okkar beint í framhaldi eftir sína dagvinnu. Það vantar fleiri heimilislækna. Það er bara staðan.“ Síðdegisvaktir heilsugæslu voru lagðar af í fyrra. Fólk kemst nú einungis að samdægurs ef erindið er metið brýnt og mörg dæmi eru um að fólk hafi átt í erfiðleikum með að fá tíma. Stefán segist finna fyrir breytingunni á Læknavaktinni. „Það er þannig ef fólk á erfitt með að komast að á sinni heilsugæslu að þá er læknavaktin staðurinn sem það leitar til. Og við finnum auðvitað fyrir því ef það er minna framboð á heislugæslu. Það er bara er beint samband þar á milli,“ segir Stefán. Heilbrigðismál Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Röðin inn á Læknavaktina náði niður á neðri hæð Austurvers í gær og liðaðist þar um gangana. Stefán Ari Guðmundsson, framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar, segir ekki um einsdæmi að ræða og álagið almennt mikið. „Í gær komu tvö hundruð og sextíu manns til okkar. Á virkum dögum eru þetta oft um tvö til þrjú hundruð sem koma til okkar og um helgar eru þetta um fjögur til fimm hundruð hvorn dag. Og það eru náttúrulega bara mikil veikindi eins og allir verða varir við í samfélaginu. Þetta sveiflast mjög mikið eftir því hvernig staðan er,“ segir Stefán. Hann segir vöntun á fleiri læknum til þess að sinna þessum fjölda. Sjö læknar hafi til að mynda sinnt hátt í þrjú hundruð manns í gærkvöldi. Allt að fimm hundruð manns leita almennt til Læknavaktarinnar á einum degi.vísir/vilhelm „Grunnvandinn er mönnunarvandi. Það er stærsta málið. Og það má nú kannski geta þess líka að þessir læknar og þetta fólk sem er að starfa hjá okkur er í líka í vinnu annars staðar. Þetta eru læknar á heilsugæslunum og þeir eru að koma til okkar beint í framhaldi eftir sína dagvinnu. Það vantar fleiri heimilislækna. Það er bara staðan.“ Síðdegisvaktir heilsugæslu voru lagðar af í fyrra. Fólk kemst nú einungis að samdægurs ef erindið er metið brýnt og mörg dæmi eru um að fólk hafi átt í erfiðleikum með að fá tíma. Stefán segist finna fyrir breytingunni á Læknavaktinni. „Það er þannig ef fólk á erfitt með að komast að á sinni heilsugæslu að þá er læknavaktin staðurinn sem það leitar til. Og við finnum auðvitað fyrir því ef það er minna framboð á heislugæslu. Það er bara er beint samband þar á milli,“ segir Stefán.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira