Býður sig fram til formanns VR Atli Ísleifsson skrifar 29. janúar 2025 07:29 Bjarni Þór Sigurðsson hefur setið í stjórn VR frá árinu 2012. Bjarni Þór Sigurðsson, stjórnarmaður í VR, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns VR í kosningum sem fram fara í mars næstkomandi. Bjarni Þór greinir frá þessu í tilkynningu. Þar segir að hann hafi verið félagi í VR í þrjátíu ár og tekið virkan þátt í störfum félagsins frá árinu 2009 og setið í stjórn frá árinu 2012. Áður hefur Halla Gunnarsdóttir lýst yfir framboði til formanns. Hún var varaformaður en tók við formennsku í félaginu þegar Ragnar Þór Ingólfsson tók sæti á þingi. Í tilkynningunni frá Bjarna Þór segir að hann hafi í störfum sínum fyrir VR lagt áherslu á að VR og verkalýðshreyfingin hafi frumkvæði að uppbyggingu heilbrigðs húsnæðismarkaðar. „Af öðrum trúnaðarstörfum innan verkalýðshreyfingarinnar hef ég setið í miðstjórn ASÍ og sinnt formennsku í húsnæðisnefnd ASÍ, húsnæðisnefnd VR og stjórn Bjargs íbúðarfélags. Ég er fulltrúi VR í stjórn Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna og sit í stjórn Landssambands íslenskra verslunarmanna. Þá var ég varaformaður VR í fjögur ár frá árinu 2013 til 2017. Ég legg áherslu á áframhaldandi uppbyggingu á fjölbreyttu húsnæðiskerfi sem tryggir fólki öruggt húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Blær leigufélag VR er þessa dagana að afhenda 36 íbúðir fyrir félagsfólki VR. Nauðsynlegt er að halda því starfi áfram og hvetja önnur félög til að feta sömu braut. Endurmenntun og símenntun fyrir framtíðarstörf Tilgangur minn með framboði til formanns er að gæta hagsmuna alls félagsfólks í VR. Tryggja þarf vel launuð og góð störf, öryggi á vinnustað og að huga vel að sí-og endurmenntun til að mæta tæknivæðingu og aukinni notkun gervigreindar. Það kallar á nýja hugsun í endurmenntun launafólks. Huga þarf betur að öryggi verslunarfólks gagnvart ofbeldi og áreiti í daglegum störfum. Efla þarf trúnaðarmenn félagsins og virkja betur grasrótina í félaginu. Berjast fyrir auknum áhrifum launafólks til að bæta störf sín og starfsumhverfi. Að mínu mati eiga áherslur VR fyrst og fremst að snúast um þau mál sem skipta VR félaga mestu og þar liggja mínar áherslur. Ég ætla að leggja áherslu á breytingar í orlofskerfi VR og tel að það sé löngu tímabært að fjölga sumarhúsum og öðrum valkostum í orlofsmálum. Ég hef unnið megnið af starfsævinni við verslunar-og skrifstofustörf, fjölmiðla og hin síðari ár hef ég einnig starfað að við leiðsögn. Óska ég eftir stuðningi félagsmanna til áframhaldandi vinnu að hagsmunum félaga í VR,“ segir Bjarni Þór. Stéttarfélög Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Bjarni Þór greinir frá þessu í tilkynningu. Þar segir að hann hafi verið félagi í VR í þrjátíu ár og tekið virkan þátt í störfum félagsins frá árinu 2009 og setið í stjórn frá árinu 2012. Áður hefur Halla Gunnarsdóttir lýst yfir framboði til formanns. Hún var varaformaður en tók við formennsku í félaginu þegar Ragnar Þór Ingólfsson tók sæti á þingi. Í tilkynningunni frá Bjarna Þór segir að hann hafi í störfum sínum fyrir VR lagt áherslu á að VR og verkalýðshreyfingin hafi frumkvæði að uppbyggingu heilbrigðs húsnæðismarkaðar. „Af öðrum trúnaðarstörfum innan verkalýðshreyfingarinnar hef ég setið í miðstjórn ASÍ og sinnt formennsku í húsnæðisnefnd ASÍ, húsnæðisnefnd VR og stjórn Bjargs íbúðarfélags. Ég er fulltrúi VR í stjórn Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna og sit í stjórn Landssambands íslenskra verslunarmanna. Þá var ég varaformaður VR í fjögur ár frá árinu 2013 til 2017. Ég legg áherslu á áframhaldandi uppbyggingu á fjölbreyttu húsnæðiskerfi sem tryggir fólki öruggt húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Blær leigufélag VR er þessa dagana að afhenda 36 íbúðir fyrir félagsfólki VR. Nauðsynlegt er að halda því starfi áfram og hvetja önnur félög til að feta sömu braut. Endurmenntun og símenntun fyrir framtíðarstörf Tilgangur minn með framboði til formanns er að gæta hagsmuna alls félagsfólks í VR. Tryggja þarf vel launuð og góð störf, öryggi á vinnustað og að huga vel að sí-og endurmenntun til að mæta tæknivæðingu og aukinni notkun gervigreindar. Það kallar á nýja hugsun í endurmenntun launafólks. Huga þarf betur að öryggi verslunarfólks gagnvart ofbeldi og áreiti í daglegum störfum. Efla þarf trúnaðarmenn félagsins og virkja betur grasrótina í félaginu. Berjast fyrir auknum áhrifum launafólks til að bæta störf sín og starfsumhverfi. Að mínu mati eiga áherslur VR fyrst og fremst að snúast um þau mál sem skipta VR félaga mestu og þar liggja mínar áherslur. Ég ætla að leggja áherslu á breytingar í orlofskerfi VR og tel að það sé löngu tímabært að fjölga sumarhúsum og öðrum valkostum í orlofsmálum. Ég hef unnið megnið af starfsævinni við verslunar-og skrifstofustörf, fjölmiðla og hin síðari ár hef ég einnig starfað að við leiðsögn. Óska ég eftir stuðningi félagsmanna til áframhaldandi vinnu að hagsmunum félaga í VR,“ segir Bjarni Þór.
Stéttarfélög Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira