Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2025 08:38 Frá Bakkafirði í Langanesbyggð. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkti samhljóða að segja upp leigusamningi við ferðaþjónustufyrirtækið North East Travel. Eigandi fyrirtækisins gagnrýndi neikvæðni og afskiptasemi íbúa sveitarfélagsins eftir lögreglurassíu þar í haust. Tillaga byggðaráðs Langanesbyggðar um að segja upp samningi við North East Travel um leigu á skólabyggingu og gamla kaupfélaginu á Bakkafirði byggðist meðal annars á samskiptaerfiðleikum íbúa á Bakkafirði við leigutakann. Björn S. Lárusson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, sagði Vísi að íbúar hafi meðal annars verið ósáttir við opnunartíma pöntunarþjónustu fyrir vörur sem North East Travel rak og aðgang að sal í skólanum. Það sem fyllti mælinn hafi hins vegar verið uppákoma síðasta haust þar sem Þórir Örn Jónsson, eigandi North East Travel, fór hörðum orðum um íbúa sveitarfélagsins eftir að sérsveit lögreglunnar handtók starfsmann hans í september. Lýsti Þórir Örn samfélaginu á Bakkafirði sem því neikvæðasta og afskiptasamasta sem hann hefði kynnst. Hann hefði flúið staðinn vegna íbúanna þar. Tillagan um að segja upp leigusamningnum var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar Langanesbyggðar í gær og samþykkt samhljóða. Uppsögnin tekur gildi 1. nóvember. Þórir Örn sagði Vísi eftir að tillagan um uppsögnina kom frá byggðaráðinu að hann ætlaði sér að klára sumarið á Bakkafirði en síðan halda starfsemi sinni áfram á Suðurlandi. Langanesbyggð Ferðaþjónusta Sveitarstjórnarmál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Sjá meira
Tillaga byggðaráðs Langanesbyggðar um að segja upp samningi við North East Travel um leigu á skólabyggingu og gamla kaupfélaginu á Bakkafirði byggðist meðal annars á samskiptaerfiðleikum íbúa á Bakkafirði við leigutakann. Björn S. Lárusson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, sagði Vísi að íbúar hafi meðal annars verið ósáttir við opnunartíma pöntunarþjónustu fyrir vörur sem North East Travel rak og aðgang að sal í skólanum. Það sem fyllti mælinn hafi hins vegar verið uppákoma síðasta haust þar sem Þórir Örn Jónsson, eigandi North East Travel, fór hörðum orðum um íbúa sveitarfélagsins eftir að sérsveit lögreglunnar handtók starfsmann hans í september. Lýsti Þórir Örn samfélaginu á Bakkafirði sem því neikvæðasta og afskiptasamasta sem hann hefði kynnst. Hann hefði flúið staðinn vegna íbúanna þar. Tillagan um að segja upp leigusamningnum var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar Langanesbyggðar í gær og samþykkt samhljóða. Uppsögnin tekur gildi 1. nóvember. Þórir Örn sagði Vísi eftir að tillagan um uppsögnina kom frá byggðaráðinu að hann ætlaði sér að klára sumarið á Bakkafirði en síðan halda starfsemi sinni áfram á Suðurlandi.
Langanesbyggð Ferðaþjónusta Sveitarstjórnarmál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Sjá meira