Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum. Þar segir að ekki hafi fundist örugg leið til að koma sveitinni til landsins en líkt og fram hefur komið er mikið óveður við landið og því einnig spáð um helgina. Tónleikar sveitarinnar eru hluti af tónleikaferðalagi þeirra „The Blood of Our Enemies Tour 2025.“
Segir í tilkynningunni að öllum miðahöfum verði tilkynnt um nýja dagsetningu tónleikanna þegar hún verði staðfest. Hafi eigendur miða ekki tök á því að bíða eftir nýrri dagsetningu geti þeir haft samband við miðasölu Hörpu í gegnum netfangið midasala@harpa.is og óskað eftir endurgreiðslu. Endurgreitt verði með sama hætti og miðar voru keyptir.
Tilkynnt var um komu sveitarinnar hingað til lands í maí í fyrra. Ljóst er að margir sitja eftir með sárt ennið en þetta átti að vera í fyrsta skiptið sem sveitin leggur land undir fót hér á landi. Sveitin hugðist flytja efni af plötunum „Sign of the Hammer og „Hail to England.“ Þá ætlaði sveitin að flytja uppáhaldsslagara aðdáenda, í glænýrri sviðuppsetningu.