Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2025 12:20 Í gærkvöldi féllu tvö snjóflóð við Ólafsvíkurenni, meðal annars yfir veg. aðsend Fjórtán íbúar á Patreksfirði, sem þurftu að yfirgefa heimili sín í gær vegna snjóflóðahættu, hafa nú mátt snúa heim eftir á hættustigi var aflétt. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enn víða í gildi en Veðurstofunni er kunnugt um nokkur krapaflóð sem hafa fallið frá því í gær, meðal annars yfir vegi á Vesturlandi og á Austfjörðum. Varðskip Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu fyrir vestan og almenningur er hvattur til að fylgjast vel með færð enda geti vegir lokast vegna ofanflóða. Í kjölfar hlýinda og rigninga hafa krapaflóð fallið á Austfjörðum í nótt, meðal annars í Berufirði, við Stöðvarfjörð og í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Óvissustig vegna ofanflóða er enn í gildi á Sunnan verðum Vestfjörðum, Vesturlandi og á Austfjörðum. Heiður Þórisdóttir, sérfræðingur á snjóflóðavakt veðurstofunnar, segir Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um nokkur krapaflóð sem fallið hafa frá því í gær. „Það hafa nokkur krapaflóð á sunnanverðum Austfjörðum yfir vegi. Í sunnan verðum Fáskrúðsfirði, og sunnar en það, Stöðvarfirði, Berufirði og fleira. Svo í gærkvöldi féllu tvö snjóflóð í Ólafsvíkurenni fyrir vestan. Það eru helstu tilkynningarnar um flóð sem við höfum fengið,” segir Heiður. Vegfarendur og ferðamenn eru sem fyrr hvattir til að sýna aðgæslu á stöðum þar sem grjót getur fallið og nærri vatnsfarvegum þar sem krapaspýjur geta borist niður. Engar formlegar rýmingar eru lengur í gildi en þó mikilvægt að gera varúðarráðstafanir á ákveðnum svæðum að sögn Heiðar. „Bæði í húsum á Patreksfirði og á Stöðvarfirði næst krapaflóðafarvegum, og í Ólafsvík þá er atvinnuhúsareitur undir Ólafsvíkurenni og þau hús eru öll mannlaus,“ segir Heiður. „Nú er þessi varúð sem tekur við sem felst í því að íbúar sem búa næst þessum farvegum fari varlega í kringum farvegina og séu ekki að dvelja í herbergjum sem eru með glugga sem vísa í átt að fjallshlíðinni,“ segir Heiður. Áfram er mælst til þess að vegfarendur og aðrir fari varlega í grennd við vatnsfarvegi þar sem aukin hætta er á krapaflóðum og eins undir bröttum hlíðum þar sem aur- og grjótskriður gætu fallið. Rýming gekk vel á Patreksfirði Í gærkvöldi voru sex hús rýmd á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu og gekk rýming vel að sögn Hlyns Hafberg Snorrasonar yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vestfjörðum. „Það var ákveðið að rýma sex hús plús bæjarskrifstofu Vesturbyggðar og það þurftu fjórtán manns að yfirgefa heimili sín. Níu af þeim fóru í gistingu á vegum sveitarfélagsins en hinir fóru til vina og vandamanna. Þetta gekk allt mjög vel fyrir sig,“ segir Hlynur. Hættustigi var aflýst skömmu fyrir hádegi í dag og hefur fólkið því færi á að snúa aftur heim. „Það mátti alveg búast við því að það yrði rof á samgöngum í þessum aðstæðum. Landhelgisgæslan, sem fyrr, bregst alltaf vel við og sendi varðskipið Þór til okkar í gærkvöldi og það skip er nú úti á flóanum okkur til halds og trausts ef einhver veikindi eða slys eða eitthvað annað kæmi uppá og fjallvegir eða vegir á milli byggðalaga eru lokaðir. Annað hvort vegna óveðurs eða ofanflóðahættu,“ segir Hlynur. Hlynur og Heiður hvetja bæði alla sem eru á ferð milli byggðalaga til að fylgjast vel með færð á vef Vegagerðarinnar enda geta vegir lokast ef flóð falla yfir vegi eða hætta talin mikil á ofanflóðum. Vesturbyggð Fjallabyggð Snjóflóð á Íslandi Veður Almannavarnir Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Í kjölfar hlýinda og rigninga hafa krapaflóð fallið á Austfjörðum í nótt, meðal annars í Berufirði, við Stöðvarfjörð og í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Óvissustig vegna ofanflóða er enn í gildi á Sunnan verðum Vestfjörðum, Vesturlandi og á Austfjörðum. Heiður Þórisdóttir, sérfræðingur á snjóflóðavakt veðurstofunnar, segir Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um nokkur krapaflóð sem fallið hafa frá því í gær. „Það hafa nokkur krapaflóð á sunnanverðum Austfjörðum yfir vegi. Í sunnan verðum Fáskrúðsfirði, og sunnar en það, Stöðvarfirði, Berufirði og fleira. Svo í gærkvöldi féllu tvö snjóflóð í Ólafsvíkurenni fyrir vestan. Það eru helstu tilkynningarnar um flóð sem við höfum fengið,” segir Heiður. Vegfarendur og ferðamenn eru sem fyrr hvattir til að sýna aðgæslu á stöðum þar sem grjót getur fallið og nærri vatnsfarvegum þar sem krapaspýjur geta borist niður. Engar formlegar rýmingar eru lengur í gildi en þó mikilvægt að gera varúðarráðstafanir á ákveðnum svæðum að sögn Heiðar. „Bæði í húsum á Patreksfirði og á Stöðvarfirði næst krapaflóðafarvegum, og í Ólafsvík þá er atvinnuhúsareitur undir Ólafsvíkurenni og þau hús eru öll mannlaus,“ segir Heiður. „Nú er þessi varúð sem tekur við sem felst í því að íbúar sem búa næst þessum farvegum fari varlega í kringum farvegina og séu ekki að dvelja í herbergjum sem eru með glugga sem vísa í átt að fjallshlíðinni,“ segir Heiður. Áfram er mælst til þess að vegfarendur og aðrir fari varlega í grennd við vatnsfarvegi þar sem aukin hætta er á krapaflóðum og eins undir bröttum hlíðum þar sem aur- og grjótskriður gætu fallið. Rýming gekk vel á Patreksfirði Í gærkvöldi voru sex hús rýmd á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu og gekk rýming vel að sögn Hlyns Hafberg Snorrasonar yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vestfjörðum. „Það var ákveðið að rýma sex hús plús bæjarskrifstofu Vesturbyggðar og það þurftu fjórtán manns að yfirgefa heimili sín. Níu af þeim fóru í gistingu á vegum sveitarfélagsins en hinir fóru til vina og vandamanna. Þetta gekk allt mjög vel fyrir sig,“ segir Hlynur. Hættustigi var aflýst skömmu fyrir hádegi í dag og hefur fólkið því færi á að snúa aftur heim. „Það mátti alveg búast við því að það yrði rof á samgöngum í þessum aðstæðum. Landhelgisgæslan, sem fyrr, bregst alltaf vel við og sendi varðskipið Þór til okkar í gærkvöldi og það skip er nú úti á flóanum okkur til halds og trausts ef einhver veikindi eða slys eða eitthvað annað kæmi uppá og fjallvegir eða vegir á milli byggðalaga eru lokaðir. Annað hvort vegna óveðurs eða ofanflóðahættu,“ segir Hlynur. Hlynur og Heiður hvetja bæði alla sem eru á ferð milli byggðalaga til að fylgjast vel með færð á vef Vegagerðarinnar enda geta vegir lokast ef flóð falla yfir vegi eða hætta talin mikil á ofanflóðum.
Vesturbyggð Fjallabyggð Snjóflóð á Íslandi Veður Almannavarnir Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira