Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2025 09:52 Brynjar Níelsson, lögmaður og fyrrverandi þingmaður. Vísir/Vilhelm Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara telur að Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sé hæfastur umsækjenda um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Jónas Þór Guðmundsson er talinn hæfastur sem dómari við Héraðsdóm Reykjaness. Embættin tvö voru auglýst til umsóknar 15. nóvember. Auk Brynjars sóttu þau Arndís Anna Kr. Gunnarsdóttir, lögmaður, og Sindri M. Stephensen, dósent og settur héraðsdómari, um embættið við Héraðsdóm Reykjavíkur. Öll þrjú voru þau talin uppfylla almenn hæfisskilyrði. Þegar tekið hafði verið tillit til allra þeirra þátta sem umsækjendurnir voru metnir út frá taldi nefndin Brynjar hæfastan. Hæfnismatið byggðist meðal annars á menntun, reynslu af dómstörfum, lögmanns- og málflutningsstörfum, stjórnsýslustörfum, fræðistörfum, stjórnun og öðru sem gæti nýst dómara. Brynjar og Sindri voru taldir jafnfærir í að semja dóma. Brynjar var alþingismaður frá 2013 til 2021 en áður starfaði hann sem hæstaréttarlögmaður. Eftir að hann lét af þingsetu var hann aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og síðar séfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar til í júlí. Hann sat sjálfur í dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti frá 2010 til 2012. Jónas Þór Guðmundsson, lögmaður og dómaraefni. Var stjórnarformaður Landsvirkjunar í áratug Arndís og Sindri sóttu einnig um embættið við Héraðsdóm Reykjaness. Jónas Þór var talinn hæfastur hvað varðaði reynslu og menntun. Sindri var aftur talinn jafnhæfur og Jónas Þór í að semja dóma. Jónas Þór er lögmaður sem hefur flutt mál bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Hann sat í kjararáði frá 2006 til 2018, þar á meðal sem formaður frá 2014 til 2018 og var oddviti yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis frá 2007 til 2016. Þá var hann formaður Lögmannafélags Íslands frá 2010 til 2015. Þá var Jónas Þór stjórnarformaður Landsvirkjunar í tíu ár frá 2014 til 2024 og frá 2022 formaður matsnefndar samkvæmt lögum um lax- og silungaveiði. Hann hefur einnig sinnt stundakennslu við lagadeildir bæði Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómstólar Stjórnsýsla Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Embættin tvö voru auglýst til umsóknar 15. nóvember. Auk Brynjars sóttu þau Arndís Anna Kr. Gunnarsdóttir, lögmaður, og Sindri M. Stephensen, dósent og settur héraðsdómari, um embættið við Héraðsdóm Reykjavíkur. Öll þrjú voru þau talin uppfylla almenn hæfisskilyrði. Þegar tekið hafði verið tillit til allra þeirra þátta sem umsækjendurnir voru metnir út frá taldi nefndin Brynjar hæfastan. Hæfnismatið byggðist meðal annars á menntun, reynslu af dómstörfum, lögmanns- og málflutningsstörfum, stjórnsýslustörfum, fræðistörfum, stjórnun og öðru sem gæti nýst dómara. Brynjar og Sindri voru taldir jafnfærir í að semja dóma. Brynjar var alþingismaður frá 2013 til 2021 en áður starfaði hann sem hæstaréttarlögmaður. Eftir að hann lét af þingsetu var hann aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og síðar séfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar til í júlí. Hann sat sjálfur í dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti frá 2010 til 2012. Jónas Þór Guðmundsson, lögmaður og dómaraefni. Var stjórnarformaður Landsvirkjunar í áratug Arndís og Sindri sóttu einnig um embættið við Héraðsdóm Reykjaness. Jónas Þór var talinn hæfastur hvað varðaði reynslu og menntun. Sindri var aftur talinn jafnhæfur og Jónas Þór í að semja dóma. Jónas Þór er lögmaður sem hefur flutt mál bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Hann sat í kjararáði frá 2006 til 2018, þar á meðal sem formaður frá 2014 til 2018 og var oddviti yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis frá 2007 til 2016. Þá var hann formaður Lögmannafélags Íslands frá 2010 til 2015. Þá var Jónas Þór stjórnarformaður Landsvirkjunar í tíu ár frá 2014 til 2024 og frá 2022 formaður matsnefndar samkvæmt lögum um lax- og silungaveiði. Hann hefur einnig sinnt stundakennslu við lagadeildir bæði Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómstólar Stjórnsýsla Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent