Stefna kennurum Árni Sæberg skrifar 3. febrúar 2025 15:35 Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi gegn Kennarasambandi Íslands og krefst þess að verkföll Kennarasambandsins, sem nú hafa skollið á að nýju, verði dæmd ólögmæt. Í tilkynningu á vef SÍS segir að sambandið telji að verkföllin brjóti í bága við ákvæði laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Í ákvæðinu felist að verkfall skuli ná til allra starfsmanna stéttarfélags hjá sama vinnuveitanda. „Að mati Sambandsins eru verkfallsaðgerðirnar ólögmætar enda taka þær ekki til allra starfsmanna í viðkomandi stéttarfélagi sem starfa hjá sama sveitarfélagi.“ Láta reyna á sömu málsástæður Þetta eru sömu málsástæður og málsóknarfélag hóps foreldra leikskólabarna, í þeim leikskólum sem kennarar hafa lagt niður störf í, bar fyrir sig. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði kröfum málsóknarfélagsins frá á föstudag vegna formgalla. Það væri Félagsdóms að skera úr um álitamál í deilum aðila vinnumarkaðarins, ekki héraðsdóms. Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur er ekki heimilt að flytja mál fyrir almennum dómstólum sem höfða má fyrir Félagsdómi nema Félagsdómur hafi neitað að taka málið til meðferðar. Félagsdómur hefur komið að yfirstandandi kjaradeilu kennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Dómurinn féllst ekki á kröfur SÍS um að verkföll væru ólögmæt þar sem engin eiginleg kröfugerð lægi fyrir í deilunni. Óska eftir flýtimeðferð Í tilkynningu segir að þar að auki telji SÍS að verkföll KÍ feli í sér ólögmæta mismunun enda standi þau í vegi fyrir því að hluti leik- og grunnskólabarna fái notið grundvallarréttinda sinna til menntunar, fræðslu og velferðar. Gangi verkföllin til að mynda gegn jafnræðis- og meðalhófsreglum. Sambandið hafi óskað eftir að málið fá flýtimeðferð fyrir Félagsdómi. Kennaraverkfall 2024-25 Dómsmál Kjaramál Stéttarfélög Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Í tilkynningu á vef SÍS segir að sambandið telji að verkföllin brjóti í bága við ákvæði laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Í ákvæðinu felist að verkfall skuli ná til allra starfsmanna stéttarfélags hjá sama vinnuveitanda. „Að mati Sambandsins eru verkfallsaðgerðirnar ólögmætar enda taka þær ekki til allra starfsmanna í viðkomandi stéttarfélagi sem starfa hjá sama sveitarfélagi.“ Láta reyna á sömu málsástæður Þetta eru sömu málsástæður og málsóknarfélag hóps foreldra leikskólabarna, í þeim leikskólum sem kennarar hafa lagt niður störf í, bar fyrir sig. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði kröfum málsóknarfélagsins frá á föstudag vegna formgalla. Það væri Félagsdóms að skera úr um álitamál í deilum aðila vinnumarkaðarins, ekki héraðsdóms. Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur er ekki heimilt að flytja mál fyrir almennum dómstólum sem höfða má fyrir Félagsdómi nema Félagsdómur hafi neitað að taka málið til meðferðar. Félagsdómur hefur komið að yfirstandandi kjaradeilu kennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Dómurinn féllst ekki á kröfur SÍS um að verkföll væru ólögmæt þar sem engin eiginleg kröfugerð lægi fyrir í deilunni. Óska eftir flýtimeðferð Í tilkynningu segir að þar að auki telji SÍS að verkföll KÍ feli í sér ólögmæta mismunun enda standi þau í vegi fyrir því að hluti leik- og grunnskólabarna fái notið grundvallarréttinda sinna til menntunar, fræðslu og velferðar. Gangi verkföllin til að mynda gegn jafnræðis- og meðalhófsreglum. Sambandið hafi óskað eftir að málið fá flýtimeðferð fyrir Félagsdómi.
Kennaraverkfall 2024-25 Dómsmál Kjaramál Stéttarfélög Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira