Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2025 17:01 Starfsmönnum USAID var gert að halda sig heima í dag en þeir komu að læstum dyrum í morgun. AP/Carolyn Kaster Starfsmenn USAID, bandarískrar stofnunar sem heldur utan um þróunaraðstoð Bandaríkjanna og annarskonar fjárveitingar til annarra ríkja, komu að lokuðum dyrum í höfuðstöðvum stofnunarinnar í morgun. Var það í kjölfar þess að Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta, lýsti því yfir að búið við að loka stofnunni. Um helgina voru yfirmenn öryggismála í stofnuninni reknir eftir að þeir meinuðu að veita útsendurum Musks og hálf-opinberri stofnun hans, DOGE, aðgang að leynilegum upplýsingum og þar á meðal ríkisleyndarmálum. Nokkrir þeirra munu ekki vera með heimild til að skoða ríkisleyndarmál. Í kjölfarið fór Musk mikinn á X, hans eigin samfélagsmiðli, um USAID og lýsti stofnuninni sem illum glæpasamtökum sem hötuðu Bandaríkin og sagði að USAID hefði greitt fyrir þróun efnavopna og COVID-19. Hann sakaði einnig starfsmenn fjármálaráðuneytisins um ítrekuð lagabrot með því að samþykkja fjárútlát sem hefðu ekki verið samþykkt af þinginu. Stafsmenn DOGE tóku svo að endingu yfir höfuðstöðvar USAID, vef stofnunarinnar var lokað og var einnig lokað á aðgang starfsmanna að tölvukerfinu. Þeir fengu einnig aðgang að kerfi fjármálaráðuneytisins sem inniheldur viðkvæmar persónuupplýsingar fjölmargra Bandaríkjamanna en samkvæmt frétt Washington Post er mjög sjaldgæft að aðilar tengdir pólitískum öflum fái aðgang að kerfinu. Musk sagðist svo í morgun hafa varið helginni í að kasta USAID í trjákurlarann, í stað þess að fara í góð partí. We spent the weekend feeding USAID into the wood chipper. Could gone to some great parties.Did that instead. https://t.co/0V35nacICW— Elon Musk (@elonmusk) February 3, 2025 Eins og fram kemur í frétt New York Times færði Musk engar sannanir fyrir ummælum sínum um ólögleg fjárútlát en það er eina ástæðan sem hefur verið gefin upp fyrir afskiptum ríkisstjórnar Trumps að umræddu greiðslukerfi. Musk ræddi málið í útsendingu á X í gærkvöldi og sagðist hafa sannfært Trump um að leggja USAID niður. Trump sagði blaðamönnum í gærkvöldi að USAID væri rekin af vinstri sinnuðum „brjálæðingum“. Hann sagðist þó ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann ætlaði sér að loka henni. Óvíst er hvort hann geti það yfir höfuð þar sem stofnunin var á sínum tíma stofnuð af þinginu í forsetatíð Johns F. Kennedy. Demókratar segja þingið þurfa að fjalla um örlög hennar. DOGE er stofnun sem Trump stofnaði og leidd er af Musk. Henni er ætlað að finna leiðir til að draga úr opinberum fjárútlátum. Musk hefur þó í gegnum DOGE komið útsendurum sínum fyrir við stjórn nokkurra opinbera stofnanna. Starfsmenn DOGE sem virðast hafa tekið við stjórn USAID eru, samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs, að minnsta kosti sex ungir menn aldrinum nítján til 24 ára. USAID tells staff to not show up at DC HQs today in morning email as Elon says the agency has been shut down. The email is from [email protected]. Gavin Kliger is one of the 19-24yr old group of Musk aides running the government now. pic.twitter.com/6kgl65d1EF— Sam Stein (@samstein) February 3, 2025 Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Um helgina voru yfirmenn öryggismála í stofnuninni reknir eftir að þeir meinuðu að veita útsendurum Musks og hálf-opinberri stofnun hans, DOGE, aðgang að leynilegum upplýsingum og þar á meðal ríkisleyndarmálum. Nokkrir þeirra munu ekki vera með heimild til að skoða ríkisleyndarmál. Í kjölfarið fór Musk mikinn á X, hans eigin samfélagsmiðli, um USAID og lýsti stofnuninni sem illum glæpasamtökum sem hötuðu Bandaríkin og sagði að USAID hefði greitt fyrir þróun efnavopna og COVID-19. Hann sakaði einnig starfsmenn fjármálaráðuneytisins um ítrekuð lagabrot með því að samþykkja fjárútlát sem hefðu ekki verið samþykkt af þinginu. Stafsmenn DOGE tóku svo að endingu yfir höfuðstöðvar USAID, vef stofnunarinnar var lokað og var einnig lokað á aðgang starfsmanna að tölvukerfinu. Þeir fengu einnig aðgang að kerfi fjármálaráðuneytisins sem inniheldur viðkvæmar persónuupplýsingar fjölmargra Bandaríkjamanna en samkvæmt frétt Washington Post er mjög sjaldgæft að aðilar tengdir pólitískum öflum fái aðgang að kerfinu. Musk sagðist svo í morgun hafa varið helginni í að kasta USAID í trjákurlarann, í stað þess að fara í góð partí. We spent the weekend feeding USAID into the wood chipper. Could gone to some great parties.Did that instead. https://t.co/0V35nacICW— Elon Musk (@elonmusk) February 3, 2025 Eins og fram kemur í frétt New York Times færði Musk engar sannanir fyrir ummælum sínum um ólögleg fjárútlát en það er eina ástæðan sem hefur verið gefin upp fyrir afskiptum ríkisstjórnar Trumps að umræddu greiðslukerfi. Musk ræddi málið í útsendingu á X í gærkvöldi og sagðist hafa sannfært Trump um að leggja USAID niður. Trump sagði blaðamönnum í gærkvöldi að USAID væri rekin af vinstri sinnuðum „brjálæðingum“. Hann sagðist þó ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann ætlaði sér að loka henni. Óvíst er hvort hann geti það yfir höfuð þar sem stofnunin var á sínum tíma stofnuð af þinginu í forsetatíð Johns F. Kennedy. Demókratar segja þingið þurfa að fjalla um örlög hennar. DOGE er stofnun sem Trump stofnaði og leidd er af Musk. Henni er ætlað að finna leiðir til að draga úr opinberum fjárútlátum. Musk hefur þó í gegnum DOGE komið útsendurum sínum fyrir við stjórn nokkurra opinbera stofnanna. Starfsmenn DOGE sem virðast hafa tekið við stjórn USAID eru, samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs, að minnsta kosti sex ungir menn aldrinum nítján til 24 ára. USAID tells staff to not show up at DC HQs today in morning email as Elon says the agency has been shut down. The email is from [email protected]. Gavin Kliger is one of the 19-24yr old group of Musk aides running the government now. pic.twitter.com/6kgl65d1EF— Sam Stein (@samstein) February 3, 2025
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira