Erlent

Kosningar í Græn­landi fram­undan

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Múte B. Egede er formaður landstjórnar Grænlands.
Múte B. Egede er formaður landstjórnar Grænlands. AP/Mads Claus Rasmussen

Kosningar verða haldnar í Grænlandi þann 11. mars. Núverandi formaður landstjórnar sækist eftir endurkjöri.

Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands, segir á Facebook -síðu sinni að hann sækist eftir endurkjöri. Hann hefur gengt embættinu síðan árið 2021 og verið þingmaður síðan árið 2015.

„Ég er enn og aftur meira en tilbúinn til að vinna fyrir þig og leiða landið okkar,“ skrifar Egede. Þá skrifar hann einnig að ekki nú sé ekki tíminn til að fara í breytingar samkvæmt umfjöllun DR.

Kjósa þarf fyrir 6. apríl en Múte B. Egede lagði fram að kosið yrði 11. mars. Allir þingmenn voru sammála að kjósa ætti þann dag.

31 þingmenn sitja í Inatsisartut sem er grænlenska þingið. Árið 2021 voru átta flokkar í framboði en fimm flokkar náðu kjöri. Sá stærsti var flokkur Egede, Inuit Ataqatigiit, sem fékk tólf þingmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×