Innlent

Lýsa yfir óvissu­stigi Al­manna­varna vegna ó­veðursins

Atli Ísleifsson skrifar
Appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út um land allt.
Appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út um land allt. Vísir/Vilhelm

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórana á Höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra, Vestfjörðum, Austurlandi, Vestmannaeyjum, Suðurlandi og Suðurnesjum lýsir yfir óvissustigi Almannavarna vegna veðurs sem spáð er næsta sólarhringinn.

Í tilkynningu frá almannavörnum segir að óvissustig gildi frá og með klukkan 12:00 í dag og gildir þar til veðrið gengur niður á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar. Þangað til annað kemur í ljós.

„Veðrið gengur yfir landið á mismunandi tíma með mismiklum áhrifum og er fólk hvatt til að fylgjast með á vef Veðurstofunnar http://www.vedur.is. Auk þess er hægt að fylgjast með færð á vegum á vef Vegagerðarinnar http://www.umferdin.is.

Veðrinu sem er spáð getur valdið miklum samfélagslegum áhrifum og getur valdið tjóni. Einnig getur það haft mikil áhrif á þjónustu, innviði og samgöngur á landi og í lofti.

Næsta sólarhringinn er ekkert ferðaverður og fólk beðið um að fylgjast vel með á vef Veðurstofunnar.

Samfélagsleg áhrif á almenning

  • Ekkert ferðaveður
  • Raskanir á samgöngum
  • Foktjón líklegt
  • Útlit fyrir vatnavexti
  • Snjókoma og skafrenningur með lélegu skyggni á ákveðnum stöðum á landinu,“ segir í tilkynningunni.

Tengdar fréttir

Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s

Aftakaveður gengur yfir landið eftir hádegi, nær öllu millilandaflugi hefur verið aflýst og vegir í öllum landshlutum eru á óvissustigi. Veðurfræðingur segir óveðrið munu skella á með miklum látum og spáir hviðum upp undir fimmtíu metra á sekúndu. Foreldrar á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að sækja börn sín í skólann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×