Innlent

Halla sendir Svía­konungi samúðarkveðju

Atli Ísleifsson skrifar
Halla Tómasdóttir forseti Íslands.
Halla Tómasdóttir forseti Íslands. Vísir/Vilhelm

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sendi í morgun samúðarkveðju til Karls XVI Svíakonungs fyrir hönd íslensku þjóðarinnar vegna hinna „hörmulega mannvíga“ í skóla í Örebro í gær.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forsetaembættisins. Þar segir að í kveðjunni biðji forseti fyrir kveðju til þeirra sem eigi um sárt að binda, bæði aðstandenda hinna látnu og íbúa bæjarins.

Kveðst forseti vona að kærleikur, trú og félagsleg samstaða veiti fólki styrk í þessu mótlæti.

Ellefu manns hið minnsta létust í árás 35 ára karlmanns í Campus Risbergska-skólanum í Örebro, skóla sem hefur hýst fullorðinsfræðslu. Grunaður árásarmaður var í hópi þeirra sem fannst látinn. Sex liggja nú særðir á sjúkrahúsi.


Tengdar fréttir

Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro

Maðurinn sem skaut að minnsta kosti tíu til bana í skóla í Örebro í Svíþjóð í gær var 35 ára gamall og atvinnulaus. Hann er talinn hafa verið einn að verki og tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en ekki er talið að einhverskonar hugmyndafræði hafi ráðið ferðinni.

Ellefu létust í skotárásinni

Ellefu er látnir eftir skæða skotárás í skóla í Svíþjóð. Lögregla segir að tölu látinna geta hækkað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×