„Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 6. febrúar 2025 21:51 Dwayne Lautier-Ogunleye var mættur á ný á gólfið í Njarðvík í kvöld. Vísir/Diego Njarðvík tók á móti KR í IceMar höllinni í kvöld þegar Bónus deild karla hélt áfram göngu sinni í kvöld. Njarðvík hafði tapað tvisvar gegn KR á tímabilinu og mættu grimmir til leiks í kvöld. Sigur Njarðvíkinga var aldrei í hættu og þeir höfðu betur með 24 stigum 103-79. „Þetta var gott, það er aldrei skemmtilegt að vera frá vegna meiðsla og þurfa að horfa á. Ég fékk mikinn stuðning frá liðinu og núna að vera mættur aftur á gólfið með þeim er frábær tilfinning og að geta hjálpað liðinu eftir hvernig fór síðast gegn KR í bikarnum, “ sagði Dwayne Lautier-Ogunleye leikmaður Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. Dwayne hefur glímt við meiðsli síðustu mánuði og var að koma til baka og spila sinn fyrsta leik fyrir Njarðvíkinga síðan í lok nóvember. „Ég er himinlifandi. Það var ömurlegt að vera frá svona lengi en ég er að koma aftur núna fyrir skemmtilegasta hlutan. Það eru nokkrir leikir eftir fram að úrslitakeppni svo við verðum að styrkja stöðu okkar í deildinni með hverjum leiknum og verða betri þannig að við verðum að toppa þegar við förum inn í úrslitakeppnina og getum sýnt hversu hættulegir við erum. Þetta var í fyrsta sinn sem við erum fullmannaðir,“ sagði Dwayne. Dwayne Lautier-Ogunleye var stigahæstur í kvöld með 24 stig og spilaði að auki tæpar 28 mínútur sem er ótrúlegt miðað við mann sem er að koma til baka eftir meiðsli. „Það er enn smá ryð í mér. Ég á ennþá eitthvað í land, það eru enn hlutir sem ég veit ég get gert betur. Þetta snýst bara um að hjálpa liðinu hvernig sem ég get og hjálpað þeim að vinna eins og við gerðum í kvöld sem skiptir höfuð máli,“ sagði Dwayne.Njarðvíkingar eru í flottri stöðu í þriðja sæti deildarinnar þegar lítið er eftir af deildarkeppninni. Aðspurður um mikilvægi þess að ná að halda í allavega þriðja sætið og ná heimavallar réttinum sagði Dwayne að það væri klárt markmið. „Það er markmiðið. Markmiðið okkar fyrir tímabilið var að enda í topp fjórum og ná heimavallar réttinum í fyrstu umferð allavega. Við erum á réttri leið með það en það er enn nóg eftir og við vitum hversu stutt er í þéttan pakka fyrir neðan okkur. Sigurinn í kvöld var frábær því KR var rétt fyrir neðan okkur og við náðum aðeins að skilja okkur frá en það eru fimm leikir eftir og allir geta unnið alla í þessari deild svo við megum ekki taka neinu sem sjálfsögðum hlut,“ Njarðvíkingar hafa litið vel út í vetur og margir spekingar jafnvel gengið það langt að segja þá eiga raunhæfa möguleika um að keppast um þann stóra í vor. „Markmið allra er að vinna meistaratitilinn, enginn okkar kom með önnur markmið en við skiljum að við þurfum að taka þetta einn dag í einu. Um leið og við komumst í úrslitakeppnina þá erum við með frábært íþróttahús og allir stuðningsmennirnir munu mæta með læti og þetta verður erfiðasti heimavöllur í deildinni. Við tökum þessu ekki sem sjálfsögðum hlut og það á enn margt eftir að gerast. Passið ykkur bara á okkur þegar úrslitakeppnin byrjar,“ Sagði Dwayne Lautier-Ogunleye. Bónus-deild karla UMF Njarðvík KR Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Leik lokið: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Sópað út í sumarfrí? Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Sjá meira
„Þetta var gott, það er aldrei skemmtilegt að vera frá vegna meiðsla og þurfa að horfa á. Ég fékk mikinn stuðning frá liðinu og núna að vera mættur aftur á gólfið með þeim er frábær tilfinning og að geta hjálpað liðinu eftir hvernig fór síðast gegn KR í bikarnum, “ sagði Dwayne Lautier-Ogunleye leikmaður Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. Dwayne hefur glímt við meiðsli síðustu mánuði og var að koma til baka og spila sinn fyrsta leik fyrir Njarðvíkinga síðan í lok nóvember. „Ég er himinlifandi. Það var ömurlegt að vera frá svona lengi en ég er að koma aftur núna fyrir skemmtilegasta hlutan. Það eru nokkrir leikir eftir fram að úrslitakeppni svo við verðum að styrkja stöðu okkar í deildinni með hverjum leiknum og verða betri þannig að við verðum að toppa þegar við förum inn í úrslitakeppnina og getum sýnt hversu hættulegir við erum. Þetta var í fyrsta sinn sem við erum fullmannaðir,“ sagði Dwayne. Dwayne Lautier-Ogunleye var stigahæstur í kvöld með 24 stig og spilaði að auki tæpar 28 mínútur sem er ótrúlegt miðað við mann sem er að koma til baka eftir meiðsli. „Það er enn smá ryð í mér. Ég á ennþá eitthvað í land, það eru enn hlutir sem ég veit ég get gert betur. Þetta snýst bara um að hjálpa liðinu hvernig sem ég get og hjálpað þeim að vinna eins og við gerðum í kvöld sem skiptir höfuð máli,“ sagði Dwayne.Njarðvíkingar eru í flottri stöðu í þriðja sæti deildarinnar þegar lítið er eftir af deildarkeppninni. Aðspurður um mikilvægi þess að ná að halda í allavega þriðja sætið og ná heimavallar réttinum sagði Dwayne að það væri klárt markmið. „Það er markmiðið. Markmiðið okkar fyrir tímabilið var að enda í topp fjórum og ná heimavallar réttinum í fyrstu umferð allavega. Við erum á réttri leið með það en það er enn nóg eftir og við vitum hversu stutt er í þéttan pakka fyrir neðan okkur. Sigurinn í kvöld var frábær því KR var rétt fyrir neðan okkur og við náðum aðeins að skilja okkur frá en það eru fimm leikir eftir og allir geta unnið alla í þessari deild svo við megum ekki taka neinu sem sjálfsögðum hlut,“ Njarðvíkingar hafa litið vel út í vetur og margir spekingar jafnvel gengið það langt að segja þá eiga raunhæfa möguleika um að keppast um þann stóra í vor. „Markmið allra er að vinna meistaratitilinn, enginn okkar kom með önnur markmið en við skiljum að við þurfum að taka þetta einn dag í einu. Um leið og við komumst í úrslitakeppnina þá erum við með frábært íþróttahús og allir stuðningsmennirnir munu mæta með læti og þetta verður erfiðasti heimavöllur í deildinni. Við tökum þessu ekki sem sjálfsögðum hlut og það á enn margt eftir að gerast. Passið ykkur bara á okkur þegar úrslitakeppnin byrjar,“ Sagði Dwayne Lautier-Ogunleye.
Bónus-deild karla UMF Njarðvík KR Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Leik lokið: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Sópað út í sumarfrí? Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Sjá meira