Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. febrúar 2025 17:33 Sanna Magdalena Mörtudóttir er oddviti Sósíalistaflokksins og Líf Magneudóttir er oddviti Vinstri grænna. Vísir Borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna segja í sameiginlegri yfirlýsingu að ekki sé ákall í samfélaginu eftir auknu vægi hægriaflanna við stjórn Reykjavíkur. Þvert á móti sé mikilvægt að róttæk félagshyggjusjónarmið verði höfð að leiðarljósi. „Frá upphafi þessa kjörtímabils höfum við staðið þétt saman við að veita þeim meirihluta sem nú hefur sprungið í loft upp kröftugt aðhald frá vinstri. Við höfum gagnrýnt hann harkalega þegar þörf hefur verið á, en einnig lagt góðum málum lið,“ segir í sameiginlegu yfirlýsingunni. Þá sé ekki ákall eftir hægri öflunum við stjórn Reykjavíkur, sem tali fyrir einkavæðingu og niðurskurði. Þær segja að fullur vilji sé hjá þeim til að vinna sameiginlega að því marki að koma á nýjum meirihluta með róttæk félagshyggjumarkmið að leiðarljósi. „Við erum til í slaginn að taka á brýnum verkefnum svo sem í húsnæðismálum og skólamálum. Allar ákvarðanir um framtíð Reykjavíkur ætti að taka á grunni lýðræðis og hugsjóna um jöfnuð og félagslegt réttlæti, en ekki með hrossakaupum í bakherbergjum til að svala persónulegum metnaði.“ „Í því skyni að koma á ábyrgri forystu fyrir Reykjavík lýsum við okkur reiðubúnar til samtals við þá flokka í borgarstjórn sem eru sama sinnis.“ Nýtt samstarf ekki klappað og klárt Viðræður standa nú yfir milli oddvita Framsóknarflokksins, Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins um myndun nýs meirihluta í borginni. Þórdís Lóa oddviti Viðreisnar sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að það væri alls ekki þannig að nýtt meirihlutasamstarf væri klappað og klárt, og sagði fullmikið að segja að formlegar viðræður ættu sér nú stað. Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Skipting borgarfulltrúa milli flokka er eftirfarandi: Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1 Vinstri græn Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Reykjavík Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi Sjá meira
„Frá upphafi þessa kjörtímabils höfum við staðið þétt saman við að veita þeim meirihluta sem nú hefur sprungið í loft upp kröftugt aðhald frá vinstri. Við höfum gagnrýnt hann harkalega þegar þörf hefur verið á, en einnig lagt góðum málum lið,“ segir í sameiginlegu yfirlýsingunni. Þá sé ekki ákall eftir hægri öflunum við stjórn Reykjavíkur, sem tali fyrir einkavæðingu og niðurskurði. Þær segja að fullur vilji sé hjá þeim til að vinna sameiginlega að því marki að koma á nýjum meirihluta með róttæk félagshyggjumarkmið að leiðarljósi. „Við erum til í slaginn að taka á brýnum verkefnum svo sem í húsnæðismálum og skólamálum. Allar ákvarðanir um framtíð Reykjavíkur ætti að taka á grunni lýðræðis og hugsjóna um jöfnuð og félagslegt réttlæti, en ekki með hrossakaupum í bakherbergjum til að svala persónulegum metnaði.“ „Í því skyni að koma á ábyrgri forystu fyrir Reykjavík lýsum við okkur reiðubúnar til samtals við þá flokka í borgarstjórn sem eru sama sinnis.“ Nýtt samstarf ekki klappað og klárt Viðræður standa nú yfir milli oddvita Framsóknarflokksins, Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins um myndun nýs meirihluta í borginni. Þórdís Lóa oddviti Viðreisnar sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að það væri alls ekki þannig að nýtt meirihlutasamstarf væri klappað og klárt, og sagði fullmikið að segja að formlegar viðræður ættu sér nú stað. Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Skipting borgarfulltrúa milli flokka er eftirfarandi: Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1
Vinstri græn Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Reykjavík Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi Sjá meira