Sport

Mahomes kennir sjálfum sér um tapið í nótt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mahomes svekktur eftir leikinn í nótt.
Mahomes svekktur eftir leikinn í nótt. vísir/getty

Hinn magnaði leikstjórnandi Kansas City Chiefs, Patrick Mahomes, segir að það sé sér að kenna að liðið tapaði í Super Bowl gegn Philadelphia Eagles.

Mahomes var ólíkur sjálfum sér í leiknum. Fann aldrei taktinn almennilega og gerði óvenju mikið af mistökum sem reyndust dýrkeypt.

„Þeir skora sex stig er ég kasta í hendur þeirra og svo kasta ég aftur til þeirra og þeir komast nánast í endamarkið. Þegar maður gefur liði fjórtán stig, sérstaklega mjög góðu liði, þá er ekkert gott í vændum,“ sagði auðmjúkur Mahomes eftir leikinn.

„Ég er ábyrgur fyrir því að hafa komið okkur á vondan stað í leiknum. Stigin í lokin skipta engu því ég var búinn að klúðra þessu fyrir okkur. Ég verð að gera betur.“

Chiefs var að reyna að vinna Super Bowl þriðja árið í röð sem engu liði hefur tekist að gera í sögu NFL-deildarinnar.

Mahomes segir að þessi leikur muni hvetja sig til að gera enn betur á næsta tímabili. Á öllum árum leikstjórnandans í deildinni hefur hann komist í Super Bowl eða í undanúrslit.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×