Sport

Sendi pabba sínum hug­ljúf skila­boð fyrir Super Bowl leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Saquon Barkley fagnar með Jada dóttur sinni þegar Philadelphia Eagles tryggði sér sæti í Super Bowl leiknum.
Saquon Barkley fagnar með Jada dóttur sinni þegar Philadelphia Eagles tryggði sér sæti í Super Bowl leiknum. Getty/Mitchell Leff

Sex ára dóttir stórstjörnu nýju NFL meistaranna sendi föður sínum skilboð sem margir hafa dáðst af síðan þau voru gerð opinber.

Hlauparinn Saquon Barkley varð NFL-meistari í fyrsta sinn þegar Philadelphia Eagles vann stórsigur á Kansas City Chiefs í Super Bowl.

Barkley var búinn að leika í sex tímabil með New York Giants en hafði aldrei komist langt í úrslitakeppninni. Hann samdi við Eagles fyrir tímabilið og fór alla leið í fyrstu tilraun.

Þegar dóttir hans Jada frétti að hann væri að fara frá Giants til Eagles þá sagði hún: Þýðir það þá að þú sért núna að vinna. Hún hitti þar naglann á höfuðið.

Þessi sama dóttir hans sendi líka pabba sínum hugljúf skilaboð fyrir Super Bowl leikinn.

„Ég veit að þú ert að fara að vinna en ef þér tekst það ekki þá er það í lagi. Ég mun alltaf elska þig og öll fjölskyldan mun alltaf elska þig sama hvað gerist,“ sagði Jada meðal annars í skilaboðum sínum.

Jada Clare Barkley er enn aðeins sex ára gömul en hún hitti heldur betur í hjarta stað með þessum skilaboðum.

Það má heyra þau með því að fletta hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×