Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Jón Þór Stefánsson skrifar 12. febrúar 2025 09:00 Alfreð Erling Þórðarson er ákærður fyrir að verða hjónum að bana í Neskaupstað. vísir/Vilhelm Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, neitar sök og segist hafa komið að hjónunum látnum. Hann vill meina að „vísindamennirnir“ sem og Guð og djöfullinn séu ábyrgir. Þetta kemur fram í greinargerð Alfreðs Erlings sem fréttastofa hefur undir höndum. Hann gaf ekki skýrslu við aðalmeðferð málsins sem hefur farið fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Málsvörn hans birtist í umræddri greinargerð. Hann krefst sýknu. Annars vegar vegna þess að hann kannast ekki við að hafa framið brotið sem hann er ákærður um. Hins vegar krefst hann sýknu vegna ósakhæfis. Alfreð Erling er grunaður um að hafa orðið hjónunum að bana á heimili þeirra við Strandgötu í Neskaupstað í lok ágúst. Hjónin fundust látin inni á baðherbergi á heimilinu. Sama dag var Alferð handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík, en þar ók hann á bíl í hjónanna. Í bílnum fannst hamar sem hann er grunaður um að hafa notað við verknaðinn. Í greinargerð Alfreðs er atvikum málsins lýst með eftirfarandi hætti: „Ákærði hefur frá upphafi málsins neitað sök og borið eins um málsatvik, hann hafi komið við hjá brotaþolum á leið sinni út úr Neskaupsstað þar sem hann hafi ætlað að húkka sér far yfir á Reyðarfjörð. Ákærði kveðst á stundum hafa komið við hjá brotaþolum og þegið kaffi en í þetta skiptið kveðst harm telja að ástæða þess að hann hafi komið við hjá brotaþolum hafi verið sú að „vísindamennimir“ eða „guð og djöfullinn“ hafi komið því þannig fyrir og því hafi hann komið að brotaþolum látnum. Kveðst ákærði hafa séð blóð á gólfi og því gengið lengra inn í húsið þar sem hann hafi fundið brotaþola liggjandi á baðherbergisgólfinu. Hann hafi þreifað á þeim til að athuga með lífsmörk og við það runnið til, dottið um blóðið og lent á brotaþola […]. í kjölfarið af þessu hafi hann fundið sig, af nánar tilgreindum ástæðum, knúinn til að taka ökutæki brotaþola, kaupa bensín, aka til Reykjavíkur og brenna kross við Hallgrímskirkju hinum látnu til heiðurs.“ Jafnframt segir í greinargerðinni að hann telji sig ekki geta upplýst um málið að öðru leyti. Líkt og áður segir er sýknukrafan tvíþætt í greinargerðinni. Annars vegar er það vegna þess að hann segist hafa komið að þeim látnum, og að hann beri ekki ábyrgð á dauðsföllunum. Hins vegar er það vegna ósakhæfis. Vísað er í matsgerð Kristins Tómassonar geðlæknis sem komst að þeirri afdráttarlausu niðurstöðu að Alfreð hefði verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstundu, en ef dómurinn kemst að sömu niðurstöðu mun Alfreð teljast ósakhæfur. Kristinn gaf skýrslu fyrir dómi í gær og sagði brýnt að Alfreð yrði vistaður á réttargeðdeild þar sem hann fengi góða meðferð, en ekki í fangelsi. Það væri mikilvægt bæði upp á öryggi Alfreðs sjálfs, en líka vegna öryggis fangavarða. Í greinargerðinni er bent á að samkvæmt dómaframkvæmd um geðrænt sakhæfi sé í flestum tilfellum áberandi samhljómur milli matsgerðar og niðurstöðu dómstóla. Verði Alfreð sakfelldur er þess krafist að hann muni ekki sæta refsingu, og til þrautavara er þess krafist að hann verði látinn sæta vægustu refsingu sem lög leyfa. Þá er krafist að bótakörfum aðstandenda hinna látnu verði vísað frá dómi, en ef hann verður sýknaður vegna ósakæfis eða sakfelldur krefst hann þess að upphæðirnar sem krafist er verði lækkaðar. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Þetta kemur fram í greinargerð Alfreðs Erlings sem fréttastofa hefur undir höndum. Hann gaf ekki skýrslu við aðalmeðferð málsins sem hefur farið fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Málsvörn hans birtist í umræddri greinargerð. Hann krefst sýknu. Annars vegar vegna þess að hann kannast ekki við að hafa framið brotið sem hann er ákærður um. Hins vegar krefst hann sýknu vegna ósakhæfis. Alfreð Erling er grunaður um að hafa orðið hjónunum að bana á heimili þeirra við Strandgötu í Neskaupstað í lok ágúst. Hjónin fundust látin inni á baðherbergi á heimilinu. Sama dag var Alferð handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík, en þar ók hann á bíl í hjónanna. Í bílnum fannst hamar sem hann er grunaður um að hafa notað við verknaðinn. Í greinargerð Alfreðs er atvikum málsins lýst með eftirfarandi hætti: „Ákærði hefur frá upphafi málsins neitað sök og borið eins um málsatvik, hann hafi komið við hjá brotaþolum á leið sinni út úr Neskaupsstað þar sem hann hafi ætlað að húkka sér far yfir á Reyðarfjörð. Ákærði kveðst á stundum hafa komið við hjá brotaþolum og þegið kaffi en í þetta skiptið kveðst harm telja að ástæða þess að hann hafi komið við hjá brotaþolum hafi verið sú að „vísindamennimir“ eða „guð og djöfullinn“ hafi komið því þannig fyrir og því hafi hann komið að brotaþolum látnum. Kveðst ákærði hafa séð blóð á gólfi og því gengið lengra inn í húsið þar sem hann hafi fundið brotaþola liggjandi á baðherbergisgólfinu. Hann hafi þreifað á þeim til að athuga með lífsmörk og við það runnið til, dottið um blóðið og lent á brotaþola […]. í kjölfarið af þessu hafi hann fundið sig, af nánar tilgreindum ástæðum, knúinn til að taka ökutæki brotaþola, kaupa bensín, aka til Reykjavíkur og brenna kross við Hallgrímskirkju hinum látnu til heiðurs.“ Jafnframt segir í greinargerðinni að hann telji sig ekki geta upplýst um málið að öðru leyti. Líkt og áður segir er sýknukrafan tvíþætt í greinargerðinni. Annars vegar er það vegna þess að hann segist hafa komið að þeim látnum, og að hann beri ekki ábyrgð á dauðsföllunum. Hins vegar er það vegna ósakhæfis. Vísað er í matsgerð Kristins Tómassonar geðlæknis sem komst að þeirri afdráttarlausu niðurstöðu að Alfreð hefði verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstundu, en ef dómurinn kemst að sömu niðurstöðu mun Alfreð teljast ósakhæfur. Kristinn gaf skýrslu fyrir dómi í gær og sagði brýnt að Alfreð yrði vistaður á réttargeðdeild þar sem hann fengi góða meðferð, en ekki í fangelsi. Það væri mikilvægt bæði upp á öryggi Alfreðs sjálfs, en líka vegna öryggis fangavarða. Í greinargerðinni er bent á að samkvæmt dómaframkvæmd um geðrænt sakhæfi sé í flestum tilfellum áberandi samhljómur milli matsgerðar og niðurstöðu dómstóla. Verði Alfreð sakfelldur er þess krafist að hann muni ekki sæta refsingu, og til þrautavara er þess krafist að hann verði látinn sæta vægustu refsingu sem lög leyfa. Þá er krafist að bótakörfum aðstandenda hinna látnu verði vísað frá dómi, en ef hann verður sýknaður vegna ósakæfis eða sakfelldur krefst hann þess að upphæðirnar sem krafist er verði lækkaðar.
„Ákærði hefur frá upphafi málsins neitað sök og borið eins um málsatvik, hann hafi komið við hjá brotaþolum á leið sinni út úr Neskaupsstað þar sem hann hafi ætlað að húkka sér far yfir á Reyðarfjörð. Ákærði kveðst á stundum hafa komið við hjá brotaþolum og þegið kaffi en í þetta skiptið kveðst harm telja að ástæða þess að hann hafi komið við hjá brotaþolum hafi verið sú að „vísindamennimir“ eða „guð og djöfullinn“ hafi komið því þannig fyrir og því hafi hann komið að brotaþolum látnum. Kveðst ákærði hafa séð blóð á gólfi og því gengið lengra inn í húsið þar sem hann hafi fundið brotaþola liggjandi á baðherbergisgólfinu. Hann hafi þreifað á þeim til að athuga með lífsmörk og við það runnið til, dottið um blóðið og lent á brotaþola […]. í kjölfarið af þessu hafi hann fundið sig, af nánar tilgreindum ástæðum, knúinn til að taka ökutæki brotaþola, kaupa bensín, aka til Reykjavíkur og brenna kross við Hallgrímskirkju hinum látnu til heiðurs.“
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira