Tveir voru handteknir í málunum sjö en vitað um gerendur í tveimur öðrum.
Líkamsárásirnar áttu sér stað í póstnúmerunum 104, 105, 108, 201, 220 og 270.
Einn var handtekinn í umferðinni, grunaður um að hafa valdið slysi við ölvunarakstur og að minnsta kosti tveir aðrir voru stöðvaðir, annar reyndist undir áhrifum og hinn réttindalaus.
Þá var tilkynnt um þjófnað í verslun og mann sem var sagður sparka í bifreiðar en sá fannst ekki.