Það voru rauðir og hvítir Þróttarar sem skipulögðu blótið sem virðist hafa fallið vel í kramið hjá íbúum í Laugardalnum. Þróttarinn Freyr Eyjólfsson var veislustjóri kvöldsins. Þá fór Sandra Barilli á kostum í hverfisannálnum.
Tónlistarkonan Vigdís Hafliðadóttir var leynigestur kvöldsins. FM Belfast og DJSET hélt svo gestum á dansgólfinu fram á nótt.
Það má með sanni segja að Þróttarar kunna að skemmta sér!




































