Sú elsta til að vinna HM-gull en Hófí Dóra féll úr keppni Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2025 14:15 Federica Brignone fagnaði sögulegum sigri á HM í dag. Getty/Alexis Boichard Hin ítalska Federica Brignone varð í dag elsta kona sögunnar til að vinna HM-gull í alpagreinum þegar hún vann sigur í stórsvigi, 34 ára að aldri. Hófí Dóra Friðgeirsdóttir, eini keppandi Íslands í greininni, féll úr keppni í seinni umferðinni. Fjórtán ár eru liðin frá því að Brignone vann fyrst verðlaun á HM en það var einmitt einnig í stórsvigi. Í dag vann hún svo nokkuð öruggan sigur, með því að vera fljótust bæði í fyrri og seinni ferð, og Brignone verður því ríkjandi heimsmeistari þegar Vetrarólympíuleikarnir fara fram í heimalandi hennar Ítalíu að ári. Brignone er jafnframt fyrst Ítala til að verða heimsmeistari í stórsvigi kvenna í 28 ár, eða síðan Deborah Compagnoni vann árið 1997. „Hvað get ég sagt? Mig hefur dreymt um að verða gullverðlaunahafi í stórsvigi. Mig hefur dreymt um þessa stund í mörg, mörg ár en ég lenti alltaf í 2. sæti,“ sem fékk silfur í stórsvigi á HM 2011 og svo aftur 2023 en vann þá gull í tvíkeppni. „Þetta er einn besti dagur lífs míns. Það mun taka tíma að átta sig á þessu. Tilfinningarnar flæða en ég átta mig betur á þessu í kvöld,“ sagði Brignone. Heildartími Brignone var 2:22,71 mínútur og var hún 90/100 úr sekúndu á undan Alice Robinson frá Nýja-Sjálandi. Hin bandaríska Paula Moltzan fékk brons en hún endaði 2,62 sekundum á eftir Brignone og aðeins 1/100 úr sekúndu á undan hinni norsku Thea Louise Stjernesund. Hófí Dóra, sem var með rásnúmer 59 af 109 keppendum, varð í 44. sæti í fyrri ferðinni í dag en þó 9,10 sekúndum á eftir Brignone sem hafði gott forskot á næstu keppendur. Hún náði svo ekki að ljúka seinni ferðinni. Hófí Dóra hafði áður náð 29. sæti í bruni um síðustu helgi. Skíðaíþróttir Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Fjórtán ár eru liðin frá því að Brignone vann fyrst verðlaun á HM en það var einmitt einnig í stórsvigi. Í dag vann hún svo nokkuð öruggan sigur, með því að vera fljótust bæði í fyrri og seinni ferð, og Brignone verður því ríkjandi heimsmeistari þegar Vetrarólympíuleikarnir fara fram í heimalandi hennar Ítalíu að ári. Brignone er jafnframt fyrst Ítala til að verða heimsmeistari í stórsvigi kvenna í 28 ár, eða síðan Deborah Compagnoni vann árið 1997. „Hvað get ég sagt? Mig hefur dreymt um að verða gullverðlaunahafi í stórsvigi. Mig hefur dreymt um þessa stund í mörg, mörg ár en ég lenti alltaf í 2. sæti,“ sem fékk silfur í stórsvigi á HM 2011 og svo aftur 2023 en vann þá gull í tvíkeppni. „Þetta er einn besti dagur lífs míns. Það mun taka tíma að átta sig á þessu. Tilfinningarnar flæða en ég átta mig betur á þessu í kvöld,“ sagði Brignone. Heildartími Brignone var 2:22,71 mínútur og var hún 90/100 úr sekúndu á undan Alice Robinson frá Nýja-Sjálandi. Hin bandaríska Paula Moltzan fékk brons en hún endaði 2,62 sekundum á eftir Brignone og aðeins 1/100 úr sekúndu á undan hinni norsku Thea Louise Stjernesund. Hófí Dóra, sem var með rásnúmer 59 af 109 keppendum, varð í 44. sæti í fyrri ferðinni í dag en þó 9,10 sekúndum á eftir Brignone sem hafði gott forskot á næstu keppendur. Hún náði svo ekki að ljúka seinni ferðinni. Hófí Dóra hafði áður náð 29. sæti í bruni um síðustu helgi.
Skíðaíþróttir Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira