Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Lovísa Arnardóttir skrifar 17. febrúar 2025 15:53 Pétur ferðast nær alltaf með fiðluna og segir það aldrei vandamál. Aðsendar Pétur Björnsson fiðluleikari er ósáttur við það að hafa verið meinaður aðgangur að flugi Play til Berlínar í morgun vegna þess að hann hafði meðferðis fiðlu sem hann ætlaði að taka í handfarangur. Pétur hefur í gegnum árin ferðast mikið með fiðluna og var hissa á því að hafa ekki mátt taka hana með í handfarangur. „Frá því að ég byrjaði að ferðast um Keflavíkurflugvöll hef ég aldrei lent í öðru eins. Þau gátu ekki einu sinni selt mér auka sæti þegar þetta kom í ljós þrátt fyrir að vélin væri langt frá því að vera full. Þau báru fyrir sig öryggi farþega er þau höfnuðu því að fiðla gæti farið í handfarangursrýmið fyrir ofan sætið,“ segir Pétur í færslu um málið á Facebook. Þar skrifa aðrir fiðluleikarar að þeir hafi lent í því sama í flugi með Play en ekki með Icelandair. Við skoðun á heimasíðum beggja fyrirtækja má þó sjá að reglur þeirra eru sambærilegar. Á vef Play kemur fram að fólk geti ferðast með lítil hljóðfæri í handfarangri ef stærð þeirra er innan stærðartakmarka. Ef þau eru stærri segir að fólk geti keypt sér sæti og sleppir við að borga flugvallarskatta. Sams konar reglur eru hjá Icelandair. Auk þess er hjá báðum flugfélögum hægt að greiða fyrir innritaðan farangur. Aldrei verið vandamál „Ég kem út á völl og ég er í röðinni og hafði fyrir mistök ekki keypt handfarangurstöku sem ég geri alltaf til að vera öruggur með fiðluna. Þegar ég ætla að kaupa handfarangurstösku þá segir starfsfólkið að öryggisins vegna megi ekki hafa fiðlur og svona hljóðfæri í handfarangurshólfinu fyrir ofan farþega,“ segir Pétur og að honum hafi verið tilkynnt að hann yrði að kaupa aukasæti fyrir fiðluna ætlaði hann að ferðast með hana. Þegar hann vildi gera það var það ekki möguleiki. „Það var ekki hægt og mér var ekki boðin nein lausn minna mála. Það var allt ómöguleiki. Ég held ég hafi einu sinni farið í flug án fiðlunnar og þetta hefur aldrei verið vandamál,“ segir Pétur. Hann segir að blessunarlega hafi kærastan hans, Elena, verið á Keflavíkurflugvelli á leið til Berlínar með Icelandair og þau hafi getað skipst á handfarangri. Til vinstri er bakpokinn sem kærasta Péturs ferðaðist með og svo til hægri er Pétur með fiðlutöskuna á bakinu.Aðsend „Ég hleyp þá úr röðinni til hennar og skipti við hana. Hún fékk fiðluna og ég tók bakpokann hennar í staðinn og komst þá í gegn. Þetta var smá action en var ekkert vesen. En það sem gerði þetta svo merkilegt var að vélin var nánast tóm. Það voru laus sæti og nóg laust í farangursrými.“ Hann segir ekki í boði að setja hljóðfæri eins og fiðlu niður í lest. Hljóðfærin séu viðkvæm fyrir kulda, til dæmis. „Þetta eru dýr atvinnuhljóðfæri. Þau eru tryggð en í svona aðstæðum eru þau ekki tryggð og því ekkert annað í boði en að taka þau í farþegarúmið.“ Pétur segir þetta setja hljóðfæraleikara í erfiða stöðu. Þau ferðist mikið með hljóðfærin vegna náms eða vinnu og sé þetta staðan sé þeim einn kostur gefinn, og það er að ferðast með Icelandair eða öðrum flugfélögum. Sem dæmi hafi mörg erlend flugfélög sett það sem undantekningu við reglur um handfarangur að gítar, fiðla eða víóla megi flokkast sem handfarangurs-item fólks. Það er hvorki þannig hjá Play eða Icelandair en á vefsíðu til dæmis Delta má sjá fjallað um slíka undanþágu. Pétur á ekki von á því að fljúga aftur með Play á meðan reglurnar eru svona. Reglurnar skýrar Guðbergur Ólafsson, forstöðumaður flugþjónustu hjá Play, segir upplýsingar um farangursreglur PLAY mega finna á vef félagsins. Þær komi einnig skýrt fram í bókunarferlinu. „Við hjá PLAY höfum mikinn metnað fyrir því að þjónustuaðilar okkar á öllum okkar áfangastöðum framfylgi reglum félagsins og upplifun okkar farþega sé eins óháð því hvaða flugvöll farið er um. Hvort viðkomandi aðila hafi áður tekist að ferðast með fiðluna í handfarangri án þess að þurfa að greiða fyrir get ég ekki sagt til um en reglurnar eru skýrar og upplýsingar um farangursheimildir aðgengilegar fyrir okkar farþega eins og fyrr segir,“ segir Guðbergur í svari til fréttastofu. Reglur Play um að ferðast með hljóðfæri.Play Fréttir af flugi Tónlist Play Mest lesið Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Loðnuvertíð eftir allt saman Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Bein útsending: Stærðin skiptir máli Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
„Frá því að ég byrjaði að ferðast um Keflavíkurflugvöll hef ég aldrei lent í öðru eins. Þau gátu ekki einu sinni selt mér auka sæti þegar þetta kom í ljós þrátt fyrir að vélin væri langt frá því að vera full. Þau báru fyrir sig öryggi farþega er þau höfnuðu því að fiðla gæti farið í handfarangursrýmið fyrir ofan sætið,“ segir Pétur í færslu um málið á Facebook. Þar skrifa aðrir fiðluleikarar að þeir hafi lent í því sama í flugi með Play en ekki með Icelandair. Við skoðun á heimasíðum beggja fyrirtækja má þó sjá að reglur þeirra eru sambærilegar. Á vef Play kemur fram að fólk geti ferðast með lítil hljóðfæri í handfarangri ef stærð þeirra er innan stærðartakmarka. Ef þau eru stærri segir að fólk geti keypt sér sæti og sleppir við að borga flugvallarskatta. Sams konar reglur eru hjá Icelandair. Auk þess er hjá báðum flugfélögum hægt að greiða fyrir innritaðan farangur. Aldrei verið vandamál „Ég kem út á völl og ég er í röðinni og hafði fyrir mistök ekki keypt handfarangurstöku sem ég geri alltaf til að vera öruggur með fiðluna. Þegar ég ætla að kaupa handfarangurstösku þá segir starfsfólkið að öryggisins vegna megi ekki hafa fiðlur og svona hljóðfæri í handfarangurshólfinu fyrir ofan farþega,“ segir Pétur og að honum hafi verið tilkynnt að hann yrði að kaupa aukasæti fyrir fiðluna ætlaði hann að ferðast með hana. Þegar hann vildi gera það var það ekki möguleiki. „Það var ekki hægt og mér var ekki boðin nein lausn minna mála. Það var allt ómöguleiki. Ég held ég hafi einu sinni farið í flug án fiðlunnar og þetta hefur aldrei verið vandamál,“ segir Pétur. Hann segir að blessunarlega hafi kærastan hans, Elena, verið á Keflavíkurflugvelli á leið til Berlínar með Icelandair og þau hafi getað skipst á handfarangri. Til vinstri er bakpokinn sem kærasta Péturs ferðaðist með og svo til hægri er Pétur með fiðlutöskuna á bakinu.Aðsend „Ég hleyp þá úr röðinni til hennar og skipti við hana. Hún fékk fiðluna og ég tók bakpokann hennar í staðinn og komst þá í gegn. Þetta var smá action en var ekkert vesen. En það sem gerði þetta svo merkilegt var að vélin var nánast tóm. Það voru laus sæti og nóg laust í farangursrými.“ Hann segir ekki í boði að setja hljóðfæri eins og fiðlu niður í lest. Hljóðfærin séu viðkvæm fyrir kulda, til dæmis. „Þetta eru dýr atvinnuhljóðfæri. Þau eru tryggð en í svona aðstæðum eru þau ekki tryggð og því ekkert annað í boði en að taka þau í farþegarúmið.“ Pétur segir þetta setja hljóðfæraleikara í erfiða stöðu. Þau ferðist mikið með hljóðfærin vegna náms eða vinnu og sé þetta staðan sé þeim einn kostur gefinn, og það er að ferðast með Icelandair eða öðrum flugfélögum. Sem dæmi hafi mörg erlend flugfélög sett það sem undantekningu við reglur um handfarangur að gítar, fiðla eða víóla megi flokkast sem handfarangurs-item fólks. Það er hvorki þannig hjá Play eða Icelandair en á vefsíðu til dæmis Delta má sjá fjallað um slíka undanþágu. Pétur á ekki von á því að fljúga aftur með Play á meðan reglurnar eru svona. Reglurnar skýrar Guðbergur Ólafsson, forstöðumaður flugþjónustu hjá Play, segir upplýsingar um farangursreglur PLAY mega finna á vef félagsins. Þær komi einnig skýrt fram í bókunarferlinu. „Við hjá PLAY höfum mikinn metnað fyrir því að þjónustuaðilar okkar á öllum okkar áfangastöðum framfylgi reglum félagsins og upplifun okkar farþega sé eins óháð því hvaða flugvöll farið er um. Hvort viðkomandi aðila hafi áður tekist að ferðast með fiðluna í handfarangri án þess að þurfa að greiða fyrir get ég ekki sagt til um en reglurnar eru skýrar og upplýsingar um farangursheimildir aðgengilegar fyrir okkar farþega eins og fyrr segir,“ segir Guðbergur í svari til fréttastofu. Reglur Play um að ferðast með hljóðfæri.Play
Fréttir af flugi Tónlist Play Mest lesið Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Loðnuvertíð eftir allt saman Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Bein útsending: Stærðin skiptir máli Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira