Trump titlar sig konung Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. febrúar 2025 23:37 Donald Trump virtist hafa krýnt sig konung í nýrri færslu á samfélagsmiðli sínum. Hvíta húsið Trump virtist hafa krýnt sig konung í færslu hans á samfélagsmiðlinum Truth Social frá því í kvöld. Seinna birti samfélagsmiðlareikningur Hvíta hússins mynd af Trump með kórónu á höfði og skrifaði meðal annars við: „Konungurinn lengi lifi.“ Þetta hefur verið heldur annasamur dagur hjá Bandaríkjaforseta en í dag birti hann færslu á samfélagsmiðil sinn þar sem hann kallaði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta einræðisherra og gaf það til kynna að hann væri spilltur. Voru þetta viðbrögð hans við ummælum Selenskís um að Trump byggi í heimi falsupplýsinga eftir að Trump sagði Úkraínu bera ábyrgð á innrás Rússa inn í landið ásamt öðrum lygum og fölskum ásökunum. Þessi rimma leiðtoganna kemur einnig í kjölfarið á því að utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands hittust í Sádí-Arabíu og ræddu það meðal annars hvernig hægt væri að binda enda á stríðið í Úkraínu. Það var gert mjög skýrt að Selenskí væri ekki boðið né neinum fulltrúa Evrópuríkis. Nú um kvöldmatarleytið á íslenskum tíma birti hann síðan ofannefnda færslu þar sem hann fagnar því að hann hafi með forsetatilskipun komið í veg fyrir að New York-borg innleiddi sérstakt gjald til að stemma stigu við stöðugar umferðarteppur í þessari stærstu borg Bandaríkjanna. „UMFERÐARGJALDIÐ ER DAUTT. Manhattan, og allri New York, er borgið. KONUNGURINN LENGI LIFI!“ skrifaði hann í færslu á Truth Social, samfélagsmiðlinum sem hann stendur sjálfur að. "CONGESTION PRICING IS DEAD. Manhattan, and all of New York, is SAVED. LONG LIVE THE KING!" –President Donald J. Trump pic.twitter.com/IMr4tq0sMB— The White House (@WhiteHouse) February 19, 2025 Um hálftíma seinna birti svo opinber reikningur Hvíta hússins á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, mynd af Trump með gimsteinum skrýdda kórónu á höfði standa brosandi fyrir framan háhýsi New York-borgar. Í færslunni hafa þau fyrrnefnt tíst eftir forsetanum. Myndin er búin til með aðstoð gervigreindar og virðist vera stæling á forsíðum tímaritsins Time. Forsíðufyrirsögnin er: „Konungurinn lengi lifi.“ Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ummæli Trumps lofi ekki góðu Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. 19. febrúar 2025 23:17 Danir ausa milljörðum í varnarmál Forsætisráðherra Danmerkur hefur tilkynnt stórfelldar aukningar í fjárúthlutun til varnarmála. Eftir neyðarfund Frakklandsforseta fyrr í vikunni sagði hún Evrópu þurfa að vígbúast. 19. febrúar 2025 22:52 Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, heldur því fram að Elon Musk, auðugasti maður jarðarinnar, sé ekki í forsvari fyrir stofnunina sem kallast DOGE. Starfsmenn DOGE hafa gengið hart fram í niðurskurði vestanhafs undanfarnar vikur og hefur Musk margsinnis talað um störf sín og DOGE. 19. febrúar 2025 11:08 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Þetta hefur verið heldur annasamur dagur hjá Bandaríkjaforseta en í dag birti hann færslu á samfélagsmiðil sinn þar sem hann kallaði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta einræðisherra og gaf það til kynna að hann væri spilltur. Voru þetta viðbrögð hans við ummælum Selenskís um að Trump byggi í heimi falsupplýsinga eftir að Trump sagði Úkraínu bera ábyrgð á innrás Rússa inn í landið ásamt öðrum lygum og fölskum ásökunum. Þessi rimma leiðtoganna kemur einnig í kjölfarið á því að utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands hittust í Sádí-Arabíu og ræddu það meðal annars hvernig hægt væri að binda enda á stríðið í Úkraínu. Það var gert mjög skýrt að Selenskí væri ekki boðið né neinum fulltrúa Evrópuríkis. Nú um kvöldmatarleytið á íslenskum tíma birti hann síðan ofannefnda færslu þar sem hann fagnar því að hann hafi með forsetatilskipun komið í veg fyrir að New York-borg innleiddi sérstakt gjald til að stemma stigu við stöðugar umferðarteppur í þessari stærstu borg Bandaríkjanna. „UMFERÐARGJALDIÐ ER DAUTT. Manhattan, og allri New York, er borgið. KONUNGURINN LENGI LIFI!“ skrifaði hann í færslu á Truth Social, samfélagsmiðlinum sem hann stendur sjálfur að. "CONGESTION PRICING IS DEAD. Manhattan, and all of New York, is SAVED. LONG LIVE THE KING!" –President Donald J. Trump pic.twitter.com/IMr4tq0sMB— The White House (@WhiteHouse) February 19, 2025 Um hálftíma seinna birti svo opinber reikningur Hvíta hússins á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, mynd af Trump með gimsteinum skrýdda kórónu á höfði standa brosandi fyrir framan háhýsi New York-borgar. Í færslunni hafa þau fyrrnefnt tíst eftir forsetanum. Myndin er búin til með aðstoð gervigreindar og virðist vera stæling á forsíðum tímaritsins Time. Forsíðufyrirsögnin er: „Konungurinn lengi lifi.“
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ummæli Trumps lofi ekki góðu Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. 19. febrúar 2025 23:17 Danir ausa milljörðum í varnarmál Forsætisráðherra Danmerkur hefur tilkynnt stórfelldar aukningar í fjárúthlutun til varnarmála. Eftir neyðarfund Frakklandsforseta fyrr í vikunni sagði hún Evrópu þurfa að vígbúast. 19. febrúar 2025 22:52 Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, heldur því fram að Elon Musk, auðugasti maður jarðarinnar, sé ekki í forsvari fyrir stofnunina sem kallast DOGE. Starfsmenn DOGE hafa gengið hart fram í niðurskurði vestanhafs undanfarnar vikur og hefur Musk margsinnis talað um störf sín og DOGE. 19. febrúar 2025 11:08 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Ummæli Trumps lofi ekki góðu Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. 19. febrúar 2025 23:17
Danir ausa milljörðum í varnarmál Forsætisráðherra Danmerkur hefur tilkynnt stórfelldar aukningar í fjárúthlutun til varnarmála. Eftir neyðarfund Frakklandsforseta fyrr í vikunni sagði hún Evrópu þurfa að vígbúast. 19. febrúar 2025 22:52
Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, heldur því fram að Elon Musk, auðugasti maður jarðarinnar, sé ekki í forsvari fyrir stofnunina sem kallast DOGE. Starfsmenn DOGE hafa gengið hart fram í niðurskurði vestanhafs undanfarnar vikur og hefur Musk margsinnis talað um störf sín og DOGE. 19. febrúar 2025 11:08