Varðandi innihald samningsins segir hún lítinn mun á honum og þeim sem sveitarfélögin höfnuðu á föstudaginn. Um sömu krónutölu sé að ræða og uppsagnarákvæði fari aftur um einn mánuð, úr átján mánuðum í nítján.
Með undirritun samnings í Karphúsinu í kvöld er öllum yfirstandandi og fyrirhuguðum vinnustöðvunum í skólum aflýst.
Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri, segir í færslu á Facebook afar ánægjulegt að náðst hafi samningur.
„Kennarar skipta okkur sveitarstjórnarfólk öllu máli. Vegferðin sem er framundan er gríðarlega mikilvæg enda þarf að meta störf kennara að verðleikum jafnframt því að ráðast á þær áskoranir sem skólakerfið glímir við,“ segir Einar.
„Mig langar að þakka samninganefnd SÍS fyrir frábær störf. Tillagan sem samningsaðilar hafa samþykkt nú er mun skýrari og betri en sú sem lögð var fram á föstudag. Grundvallarbreyting var gerð á uppsagnarákvæði samningsins og mig langar að þakka samninganefnd KÍ fyrir þá ábyrgð sem hún sýndi á lokametrunum.“
Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum fyrrverandi borgarstjóra.